Scorsese ofmetinn?

Það fór eins og flestir höfðu spáð að Martin Scorsese hreppti loksins óskarinn eftir langa bið. Það er gott og blessað svosem, en það breytir því ekki að ég hef ekki skilið þessu ógurlegu umræðu um að það yrði skandall ef enn eina ferðina yrði gengið fram hjá honum.

Ég er reyndar enginn kvikmyndasérfræðingur, en eftir að hafa séð nokkrar af myndum Scorsese er svo komið að ég reyni yfirleitt að sneiða hjá þeim. Þær myndir sem ég hef séð eftir kallinn eiga það sammerkt að vera nauðaómerkilegar og fyrirsjáanlegar, sumar meira að segja hundleiðinlegar. Reyndar er Goodfellas undantekning, mér fannst hún mjög hressandi, sérstaklega stórleikur Joe Pesci.

Fyrsta Scorsese myndin sem ég sá var After Hours og hún er alveg hrútleiðinleg. Síðan þá hef ég séð - fyrir utan Goodfellas - Cape Fear, Casino, New York New York og Color of Money. Þetta eru allt sæmilegar ræmur og mér leiddist ekkert yfir þeim en ég gat ekki með nokkru móti komið auga á meinta snilld leikstjórans.

 Trúlega er ég bara svona mikill kjáni.  


mbl.is Scorsese fékk loks Óskarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband