Enn af framsókn - og enn með litlum staf

Samkvæmt þessari könnun kemst Bjarni Harðarson ekki inn á þing, en hann er einn örfárra framsóknarmanna sem ég vil sjá á þingi. En jafnvel þó hann sé ágætur maður, fjölskylduvinur o.s.frv...sem og reyndar Guðni Ágústsson, þá get ég ekki með nokkru móti réttlætt það fyrir sjálfum mér að kjósa framsókn. Ég á þó frekar von á því að þeir sæki á, enda hefð fyrir því. Og hver veit nema Bjarni hafi það að lokum, það kæmi mér allavega ekki á óvart. 

Bjarni skrifar annars ágæta grein í Sunnlenska fréttablaðið í dag þar sem hann reynir að telja sunnlenskum kjósendum trú um að framsókn sé forsenda farsællar landsstjórnar. Hmmmm.....hvar hefur Bjarni verið undanfarin 12 ár?

Reyndar víkur Bjarni að því í upphafi greinarinnar að vissulega hafi framsókn verið í ríkisstjórn undanfarin 12 ár, en það sé nú eiginlega ekki alveg að marka því þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé svo miklu stærri hafi hann í raun ráðið mestu.

 Í sambandi við það væri gaman að fá svör frá Bjarna varðandi 2 lítil atriði:

1. Var það vegna þingstyrks Sjálfstæðisflokksins sem Ísland var sett á lista hinna staðföstu þjóða?

2. Var það vegna þingstyrks Sjálfstæðisflokksins sem Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra sá ekki ástæðu til að aðhafast neitt þegar hann fékk í hendurnar kolsvarta skýrslu um málefni Byrgisins.  

Og svona mætti lengi telja............Halo

Bjarni segir líka í sinni ágætu grein að fari svo að framsóknarflokkurinn komi mjög illa út úr kosningunum megi búast við því að hann setjist ekki í ríkisstjórn. Það er nefnilega það! Ef það er eitthvað sem er alveg víst í íslenskum stjórnmálum þá er það sú staðreynd að framsóknarflokkurinn mun alltaf setjast í ríkisstjórn, hafi hann til þess hið minnsta tækifæri. 

Ég leyfi mér að enda þennan framsóknarpistil á orðum sem ég skrifaði fyrir um 2 mánuðum síðan, en þau eru enn í fullu gildi:

Auðvitað fagna ég því almennt að framsóknarflokkurinn skuli tapa fylgi, þó ég geti vel hugsað mér að sjá Bjarna Harðar á þingi, en ég veit hinsvegar af fenginni reynslu að það er því miður ekki tímabært að fagna strax.

Ég þekki nefnilega nokkuð marga framsóknarmenn og flestir eiga þeir það sammerkt að tuða og býsnast heldur hraustlega yfir því sem fer í taugarnar á þeim en gera ekki nokkurn skapaðan hlut í því. Gagnslausar liðleskjur myndi einhver segja.

Þegar Gallup eða Fréttablaðið hringir og spyr hvern þeir ætli að kjósa fussa þeir og sveia, skjóta eitthvað út í loftið, t.d. VG, eða segja ekki neitt, en á kjördag koma þeir allir skríðandi heim rétt eins og kona sem hefur dvalið í  kvennaathvarfinu en kemur aftur heim, til þess eins að láta lemja sig á nýjan leik. 

Nú skora ég á alla framsóknarmenn að standa einu sinni við stóru orðin og kjósa eitthvað annað - eða skila auðu. Flokkurinn á ekkert annað skilið. Það er honum sjálfum fyrir bestu að fá aðeins á baukinn, rétt eins og ofbeldismanninum sem endurheimtir ekki konuna sína úr kvennaathvarfinu eða alkanum sem ekki er hjálpað upp í rúm heldur er látinn sofa á eldhúsgólfinu í eigin skítalykt. Að afloknum slíkum kosningum er hugsanlega hægt að endurvekja tiltrú þjóðarinnar á framsókn. Altént mun ég þá fyrst íhuga að rita framsókn með stóru effi.    


mbl.is Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband