VG að fatast flugið

Í skoðanakönnun sem birt er í blaðinu í dag mælist fylgi Vinstri-grænna u.þ.b. 15%. Það er talsvert minna en aðrar spár hafa sýnt. Ég varð náttúrlega dálítið montinn þegar ég rak augun í þetta því ég spáði því hér á síðunni fyrir nokkru síðan að VG fengi 14-15% fylgi í kosningunum. Cool (Besserwizzer).

Mér hefur sjálfum dottið í hug að kjósa VG, enda er ég oft sammála því sem flokksmenn leggja til, og víst er að ýmis stefnumál VG eiga mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Fólk minnist einarðrar afstöðu flokksins í Íraksmálinu, Kárahnjúkamálinu, Öryrkjamálinu o.s.frv. og getur vel hugsað sér að kjósa yfir sig svo harðskeytt lið með svo sterkan baráttumann í frontinum sem Steingrímur J. óneitanlega er. Enda þjóðin hrifin af sterkum foringjum.

En það er bara svo margt sem mælir ekki með því að kjósa VG að ég held að það komi ekki til að ég geri það - þá loks er dagurinn kemur.

Þeir eru kannski hraustastir og baráttuglaðastir, en það er bara ekki nóg. Ég nenni eiginlega ekki að telja upp hvað það er sem mér líkar síst við í málflutningi Steingríms og félaga, en ég geri það klárlega síðar.

En, það er dálítið sniðugt að þegar Steingrímur J. fór að þvaðra um netlöggu og kynjakvóta í sjónvarpinu um daginn var eins og þjóðin vaknaði af dái. Það rifjaðist skyndilega upp fyrir henni hvílíkur forræðishyggjumaður Steingrímur í rauninni er. Hann var á t.d. móti bjórnum á sínum tíma. Það voru allir búnir að gleyma því maður!

Svo má líka spyrja sig hvort flokkurinn sé líklegur til að setjast í ríkisstjórn. VG unnu stórsigur í síðustu sveitastjórnarkosningum en sitja nær allsstaðar í minnihluta. Þessi þvermóðska VG minnir um margt á Kvennalistann sáluga sem vann stórsigur í kosningum 1987 en gat ekki hugsað sér að taka þátt í stjórnarsamstarfi. Ef Vinstri-grænir temja sér ekki aðeins meiri sveigjanleika er hætta á að örlög flokksins verði hin sömu og Kvennalistans. Því miður. 


mbl.is Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guðni Ágústsson var á móti EES, og þú ætlar pottþétt að kjósa Framsóknarflokkinn.

Sævar (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband