Aftur til Berlínar

Við Auður ætlum að skella okkur til Berlínar um helgina. Þangað hef ég ekki komið síðan á tímum kalda stríðsins þegar ég, ungur kommúnistasonurinn, var sendur í sumarbúðir ráðstjórnarríkjanna í Austur-Þýzkalandi eins og ég hef áður komið að.

Ég hlakka til að eyða afmælisdeginum á Berlin-Alexanderplatz, en þar í grennd gat maður keypt amerískt gos og sælgæti gegn framvísum vestrænna skilríkja - sem var óneitanlega talsvert betra fæði en krana-teið, kardimommudroparnir og maltbrauðið sem boðið var upp á í sumarbúðunum.

Meira um það síðar.....góða helgi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða helgi og til hamingju með afmælið á morgun.

Bryndís

Bryndís (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 09:59

2 Smámynd: GK

Ég þarf að eyða einum degi í Berlín í maí, á heimleiðinni frá úrslitaleik Meistaradeildarinnar (krossa puttana að Púllararnir komist þangað). Hvað er skylda að sjá ef maður á einn dag í Berlín?

GK, 15.4.2007 kl. 00:29

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Í fyrsta lagi verð ég að óska þér til hamingju með að eiga miða á úrslitaleikinn, og í öðru lagi krossa ég puttana að sjálfsögðu með þér - enda púllari í gegn. Hvað Berlín varðar þá held ég að þú ættir að kíkja á Checkpoint Charlie, og safnið þar. Mér fannst það standa upp úr a.m.k. Ég get líka mælt með Park Inn hótelinu, það er frábært.

Heimir Eyvindarson, 17.4.2007 kl. 08:29

4 Smámynd: GK

Takk fyrir það. Ég hafði Checkpoint Charlie einmitt í huga...

GK, 18.4.2007 kl. 01:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband