Ég á hinsvegar til að gleyma því í hinu daglega amstri að ég hafi einhverja galla, verð næstum því heilagur á köflum. En hrekk svo við og átta mig, oftast nær.
Ég varð fyrir þessu í dag þegar ég las nafnlaust grín í Blaðinu um Jakob Frímann Magnússon tónlistarmann, sem skipar fyrsta sæti framboðslista Íslandshreyfingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Nú hef ég enga sérstaka skoðun á Jakobi sem stjórnmálamanni, en greinin hreyfði engu að síður við heilagleika mínum.
Grínið var eitthvað á þá leið að Jakob hefði nú brasað margt í gegnum tíðina, bæði í tónlist og stjórnmálum, en flestir væru sammála um að aldrei fyrr hefði hann náð fyrsta sæti. Þegar ég las þetta firrtist ég við og fannst fremur ósmekklegt að afgreiða manninn á þennan hátt, jafnvel þó hann liti út fyrir að vera framapotari. En svo hrökk ég við og hugsaði með mér að ég væri nú meiri hræsnarinn, en hræsni er klárlega galli. Ég hefði sjálfur oft gert grín að náunganum með einum eða öðrum hætti. Það flokkast einnig undir galla. Bingó! Tveir gallar, beint í andlitið, á meðan ég las eina örstutta grein í blaði. Geri aðrir betur.
En burtséð frá öllu gallahjali þá held ég að óhætt sé að fullyrða að Jakob Frímann, hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á honum, hefur náð prýðisgóðum árangri á ýmsum sviðum. Fyrir hartnær 40 árum stofnaði hann, ásamt fleirum, einhverja ástsælustu hljómsveit Íslandssögunnar, Stuðmenn, en þeir hafa sannarlega oft náð fyrsta sæti, eiga aðsóknarmet í hinum ýmsu samkomuhúsum og fjöldamörg lög sem hafa náð hylli þjóðarinnar. Mörg þeirra hefur Jakob samið, einn eða í félagi við aðra. Hann framleiddi einnig kvikmyndina Með allt á hreinu, sem er ein allra vinsælasta kvikmynd sem gerð hefur verið hér á landi, svo fátt eitt sé nefnt.
Mér er til efs að ferilskrá blaðamannsins sem skrifar um Jakob í dag sé jafn glæsileg. Þó veit maður aldrei...........
Flokkur: Tónlist | 19.4.2007 | 01:42 (breytt 6.7.2008 kl. 00:40) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 85159
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.