Kanar eru klikk

Ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en ég heyrði í gær að í Virginíu væru lög um skotvopnaeign mjög skýr: Sá sem ekki er með byssuleyfi má ekki undir neinum kringumstæðum kaupa fleiri en eina byssu í mánuði.

Ótrúlegt að svona harmleikir skuli eiga sér stað þar sem svo vel er á málum haldið............


mbl.is Árásarmanninum í Virginíu hafði verið vísað á geðdeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held nú samt að byssueign bandaríkjamanna hafi nákvæmlega EKKERT með þennan harmleik að gera. Þetta ódæði á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þessa stráks, sem var eins og fréttin segir mikið veikur á geði.

Ekki rukum við íslendingar upp í ljósi þess að aldrei fyrr hafa jafn margir nýskráðir bílar farið í umferð og á síðasta ári og á sama tímabili hafa aldrei fleiri látist í umferðinni. Hefðum við kannski átt að takmarka bílaeign íslendinga til að koma í veg fyrir dauðsföll í umferðinni?

Ég held það þurfi að leita annarra ráða en það, hvort sem við á byssueign bandaríkjamanna eða bílaeign íslendinga...

Atli Bjarnason (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 05:38

2 identicon

Þetta staðlaða svar Íslendinga "kanar eru klikk" við öllu sem að kemur í fréttirnar sem að eru þeim ofviða er orðið þreytandi. "Þeir" eru ekkert meira klikk en Íslendingar, sem að drepa, nauðga og misnota líka. Ef ég man rétt, þá eru morðin jafn mörg, ef ekki fleiri, á Íslandi ef miðað er við mannsfjölda. Gleðilegt sumar.

Logevity (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 07:26

3 identicon

Logevity: Þú ættir að láta athuga minnið, eða þínar heimildir.

Í Bandaríkjunum eru 5.5-6 morð á hverja 100.000 íbúa skv. Wikipedia.

Ísland hefur tölur á bilinu 0.35-1.78 á hverja 100.000 íbúa (1-5 morð á ári).

Kanar ERU klikk (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 08:40

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Auðvitað getum við ekki alhæft um hvað það var sem orsakaði þennan harmleik. Það er ekki hægt að kenna almennri skotvopnaeign Bandaríkjamanna alfarið um og ekki heldur því að boðorðin 10 séu ekki lengur sýnileg í amerískum skólum, eins og Gunnar í Krossinum heldur fram. Geðveila þessa manns á væntanlega stærstan þátt í því hvernig fór, en ég leyfi mér samt að spyrja hvort þjóðfélag þar sem sjálfsagt þykir að unglingar af götunni geti keypt skotvopn svo að segja að vild og þegnarnir virðast meira og minna þjást af ofsóknarbrjálæði og hræðslu sé ekki býsna líklegt til að lenda í hremmingum af þessu tagi? Þetta er allavega ekki í fyrsta skipti, og örugglega ekki það síðasta sem svona hlutir gerast þar vestra. Því miður. 

Heimir Eyvindarson, 19.4.2007 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband