En þó skoðunum væri aldrei þröngvað upp á mig var umhverfið allt frekar sovéskt, enda stundaði karl faðir minn nám í Moskvu um 6 ára skeið - og var þó frekar fljótur að læra!
Þjóðviljinn var keyptur í áskrift, sendiherrar Sovétmanna voru tíðir gestir á heimilinu og höfðu iðulega meðferðis borðfána, barmmerki, bangsa eða babúskur sem þeir gáfu okkur krökkunum - og vodka sem þeir gáfu pabba. Ennfremur áttu báðir afar mínir Rússa-jeppa og bílarnir sem foreldrar mínir áttu meðan ég dvaldi í þeirra húsum voru; Moskvitch, Volga, Lada 1300 og Lada Safir - í þessari röð. Allt helvíti skemmtilegir bílar
Að maður minnist nú ekki á það enn einu sinni að 12 ára gamall var ég sendur í sumarbúðir ráðstjórnarríkjanna í Austur-Þýzkalandi!
Ég fór snemma að hafa áhuga á pólítík og hneigðist ósjálfrátt fremur til vinstri en hægri, án þess þó nokkurntíma að ná að verða hreinræktaður kommúnisti. Þó átti ég mín tímabil þar sem ég hélt uppi vörnum fyrir Sovét og fleiri misgóða hluti, en ég held að óhætt sé að segja að ég hafi verið fremur leitandi af vinstri manni að vera a.m.k.
Alþýðubandalagið, sem á þeim tíma var sá flokkur sem leitaði lengst til vinstri höfðaði nokkuð til mín, en þó ekki allskostar, og ný framboð eins og Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn fannst mér meira spennandi - fyrst um sinn a.m.k. Volvo og Saab urðu síðan uppáhaldsbílarnir mínir, sem er nú í meira lagi jafnaðarmannalegt.
Eitt átti ég þó klárlega sammerkt með kommúnistunum, en það var andúð á auðvaldinu, og á efri táningsárum mínum var ég mjög sammála vinstri mönnum um það að skilyrðislaust ætti að hækka skatta á fyrirtæki. Þeim bæri sannarlega að borga meira til samfélagsins og létta þannig undir með pöpulnum sem þeir þræluðu út fyrir lúsarlaun daginn út og inn. Ég skipti þannig algerlega gagnrýnislaust í 2 mismunandi fylkingar; fyrirtækjum annarsvegar og fólki hinsvegar.
Síðar meir, þegar mesta vinstri reiðin bráði af mér, gerði ég mér grein fyrir því að báðar fylkingar samanstanda vitaskuld af fólki - segir sig sjálft. Enn síðar tók ég síðan þátt í rekstri verslunarinnar Sjafnarblóm, sem foreldrar mínir stofnuðu þegar Vegagerð ríkisins hafði ekki lengur not fyrir strafskrafta móður minnar, og þá komst ég að því af eigin raun að skattbyrði fyrirtækja er ekkert til að hafa í flimtingum í framboðsræðum.
Sannleikurinn sem við mér blasti var altént sá að til að standa skil á skyldusköttum og opinberum gjöldum mátti hafa sig allan við - og jafnvel gott betur á stundum. Sérstaklega fyrstu árin, þegar verið var að byggja upp reksturinn og borga niður þær skuldir sem stofnað var til í upphafi. Sem betur fer reyndist móðir mín útsjónarsamur og duglegur stjórnandi og reksturinn var með miklum ágætum alla tíð, en það kostaði mikla vinnu og nákvæmni.
Þarna lærðist mér semsagt að fyrirtækjarekstur var ekkert lúxuslíf, í það minnsta ekki í okkar tilviki. Reksturinn dugði til að framfleyta foreldrum mínum og borga mér og öðrum starfsmönnum mannsæmandi laun, en ekkert umfram það. Enda stóð svosem aldrei neitt annað til.
Í dag á ég sjálfur, ásamt félögum mínum í hljómsveitinni Á móti sól, lítið fyrirtæki sem sér um rekstur sveitarinnar. Í anda sósíalismans var því gefið heitið Samyrkjubúið Ég sé um rekstur fyrirtækisins og þar er nákvæmlega sama upp á teningnum og var hjá Sjafnarblómum. Fyrstu árin, þegar innkoman var lítil sem engin og markaðurinn ekki fallinn að fótum okkar, var oft erfitt að standa skil á sköttunum og engum var verra að skulda en ríkissjóði. Þar á bæ voru engin grið gefin.
Með tímanum hefur vegur hljómsveitarinnar vaxið og auðveldara verið að standa skil á sköttum og öðru slíku, en þó erum við ekki enn orðnir að þeim auðvaldsmönnum sem ég taldi fyrirtækjaeigendur undantekningarlaust vera í den tid. Síður en svo. Við erum allir fjölskyldumenn með ung börn á framfæri, og það er nú ekki auðveldara en svo hér í þessu nýríka landi að við erum allir í fullri vinnu annarsstaðar til að framfleyta okkur.
Því fer það mjög í taugarnar á mér þegar ég heyri vinstri menn 21.aldarinnar; Vinstri-græna, tala um fyrirtæki með sama hætti og kommúnistar gerðu forðum. Hafa menn virkilega ekki vaxið upp úr þeirri vitleysu? Auðvitað eru til fyrirtæki og fyrirtækjaeigendur sem græða á tá og fingri og gætu hæglega borgað meira til samfélagsins, og víst er að margt þetta fólk svíkur undan skatti og svínar á náunganum í leiðinni, en það breytir því ekki að fullt af fólki fer einungis út í fyrirtækjarekstur til að sjá sér og sínum farborða. VG-liðar virðast engu skeyta um slíkt heldur setja öll fyrirtæki undir sama hattinn.
VG hefur það á stefnuskrá sinni að hækka skatta á fyrirtæki, hvaða nafni sem þau nefnast, og jafnvel á einstaklinga líka. Það er eitt af því sem gerir mér erfitt um vik að kjósa þann annars ágæta flokk.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.4.2007 | 15:26 (breytt 6.7.2008 kl. 00:39) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég klaufaðist til að eyða út athugasemdum við þessa færslu. Ég bið hlutaðeigandi afsökunar og lofa að slíkt mun ekki endurtaka sig . Eins langar mig að svara G. Olgu, þó hennar athugasemd sé ekki lengur sýnileg. Þetta verður þá bara okkar á milli Olga mín .
Það er alveg hárrétt hjá þér að menn verða að pæla í hlutunum og finna vissu, í það minnsta í sínu hjarta, um það hvað þeir ættu að kjósa og hversvegna. Það er einmitt það sem ég er að reyna að gera, svo ég geti tekið ákvörðun sem byggir á öðru en tilfinningu, erfðum og þess háttar hégóma.
Ég hef það raunar fyrir sið, ólíkt því sem allt of margir kjósendur virðast gera, að íhuga vel og vandlega þá kosti sem í boði eru áður en ég geri upp hug minn. Það hefur verið óvenju erfitt að þessu sinni, m.a. vegna þess að ég hef verið býsna ánægður með framgöngu VG í mörgum málum á kjörtímabilinu og því velt því grundigt fyrir mér hvort ég ætti að setja X við U.
Eftir að hafa skoðað málin hef ég orðið afhuga því að kjósa VG, þannig er það nú bara, m.a. af þeim ástæðum sem ég tilgreini í færslunni hér að ofan.
Heimir Eyvindarson, 22.4.2007 kl. 15:47
Sæll félagi Heimir
Ég sé að lítið ertu lesinn í stefnu Vinstri grænna. Það er þó svo að margflutt tillaga okkar á þingi um stuðning við lítil og meðalstór fyrirtæki. Þú sérð bæði í stefnuplöggum okkar og í umræðum á þingi að þetta er örugglega einhver framsóknarþvæla sem hefur skilað sér í eyrun á þér
Kíktu bara á stefnuna, skoðaðu málflutning á þingi, ræddu við frambjóðendur.
Öllum er skylt að kjósa samkvæmt sinni sannfæringu. En hér dettur mér helst í hug að einhver hafi platað þig.
Enda svo þennan pólitíska boðskap á vísunum í stefnu okkar, og þingumræður, því ef bloggið ber nafn með rentu þá nennirðu sjálfsagt ekki að leita þetta uppi.
Bendi á fyrirspurn hér: http://www.althingi.is/skodalid.php?lthing=131&lidur=2004-11-17T12:43:03
...og á stefnu VG í málaflokknum hér:
http://www.vg.is/stefna/vinnabyggd/
Þakka annars fyrir fínt blogg og enn betri samræður. Sé þig líklega bráðlega nú snemmsumars??
Gestur Svavarsson (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 23:39
Blessaður Gestur og þakka þér fyrir ágæta athugasemd. Það er alveg laukrétt hjá þér að ég er ekki vel lesinn þegar kemur að stefnu Vinstri grænna. Keikur tel ég mig ekki minni mann fyrir vikið.
Hins vegar er það svo að ég hef margoft heyrt frambjóðendur VG bölsótast yfir gróða fyrirtækja, og í framhaldi af því hamrað á því að þeim bæri að borga meira til samfélagsins, en þetta með litlu og meðalstóru fyrirtækin hefur hreinlega farið fram hjá mér. Hvernig á því stendur veit ég ekki. Kannski þyrfti ykkar fólk að draga aðeins úr vinstri reiðinni og leggja frekar áherslu á að kynna stefnumál sín . Hvað veit ég? Altént hef ég oftar heyrt ykkur tala um skattahækkanir en stuðning. Þú fyrirgefur.
Þetta kemur reyndar heim og saman við það sem ég hef áður sagt hér á síðunni, og víðar, að það er alveg merkilegt með vinstri menn hvað þeir eru miklir klaufar í markaðssetningu. Það á bæði við um VG og Samfylkinguna. Förum kannski nánar út í það síðar.
Þrátt fyrir leti mína kíkti ég á þessa linka sem þú varst svo vingjarnlegur að setja hér inn, enda finnst mér þægilegt að fá hlutina upp í hendurnar með þessum hætti, og ég verð nú að segja að mér finnst það sem þar kemur fram ekki mjög skýrt. Vissulega hljómar þetta skemmtilega en ég er litlu nær. Hvernig á t.a.m. að skilgreina hvað eru lítil og meðalstór fyrirtæki - og hver á að gera það? Á að fara eftir Evrópustöðlum? Þinn formaður bendir á að flest fyrirtæki á Íslandi falli samkvæmt þeim stöðlum undir skilgreininguna lítil eða meðalstór - hvar stöndum við þá?
Munu blómabúðir og popphljómsveitir njóta stuðnings á við nýsköpunarfyrirtæki? Vinstri-grænir eru nú ekki yfir sig hrifnir af sveitaballapoppinu
Bestu kveðjur í Hafnarfjörðinn, sjáumst í sumar.
Heimir Eyvindarson, 23.4.2007 kl. 00:26
Blessaður Gestur og þakka þér fyrir ágæta athugasemd. Það er alveg laukrétt hjá þér að ég er ekki vel lesinn þegar kemur að stefnu Vinstri grænna. Keikur tel ég mig ekki minni mann fyrir vikið.
Hins vegar er það svo að ég hef margoft heyrt frambjóðendur VG bölsótast yfir gróða fyrirtækja, og í framhaldi af því hamrað á því að þeim bæri að borga meira til samfélagsins, en þetta með litlu og meðalstóru fyrirtækin hefur hreinlega farið fram hjá mér. Hvernig á því stendur veit ég ekki. Kannski þyrfti ykkar fólk að draga aðeins úr vinstri reiðinni og leggja frekar áherslu á að kynna stefnumál sín . Hvað veit ég? Altént hef ég oftar heyrt ykkur tala um skattahækkanir en stuðning. Þú fyrirgefur.
Þetta kemur reyndar heim og saman við það sem ég hef áður sagt hér á síðunni, og víðar, að það er alveg merkilegt með vinstri menn hvað þeir eru miklir klaufar í markaðssetningu. Það á bæði við um VG og Samfylkinguna. Förum kannski nánar út í það síðar.
Þrátt fyrir leti mína kíkti ég á þessa linka sem þú varst svo vingjarnlegur að setja hér inn, enda finnst mér þægilegt að fá hlutina upp í hendurnar með þessum hætti, og ég verð nú að segja að mér finnst það sem þar kemur fram ekki mjög skýrt. Vissulega hljómar þetta skemmtilega en ég er litlu nær. Hvernig á t.a.m. að skilgreina hvað eru lítil og meðalstór fyrirtæki - og hver á að gera það? Á að fara eftir Evrópustöðlum? Þinn formaður bendir á að flest fyrirtæki á Íslandi falli samkvæmt þeim stöðlum undir skilgreininguna lítil eða meðalstór - hvar stöndum við þá?
Munu blómabúðir og popphljómsveitir njóta stuðnings á við nýsköpunarfyrirtæki? Vinstri-grænir eru nú ekki yfir sig hrifnir af sveitaballapoppinu
Bestu kveðjur í Hafnarfjörðinn, sjáumst í sumar.
Heimir Eyvindarson, 23.4.2007 kl. 00:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.