Eru þetta góð vísindi?

Niðurstöður könnunar á fylgi stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi, sem birt er á mbl.is í dag, eru svakalegar svo ekki sé fastar að orði kveðið, en þó má hugga sig við að hugsanlega séu þær dálítið ónákvæmar.

Sé fréttin lesin til enda sést nefnilega hvernig fylgistölurnar eru reiknaðar:  Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa?“ Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: „En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu?“ Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?“

Maður hlýtur að spyrja sig hvaða tilgangi síðasta spurningin þjónar, og eins hvernig reiknað er út úr svörum við henni.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1265832 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Árnason

haha! Þetta er kommúnismi í praksis!!

Hjalti Árnason, 23.4.2007 kl. 20:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband