Ég kaus einu sinni Kvennalistann

Eyþór Arnalds leggur merkilega útaf niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar á fylgi stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Á bloggsíðu sinni sér hann ástæðu til að upphefja Sjálfstæðisflokkinn fyrir að gera vel við konur, en samkvæmt könnuninni munu einu þingkonur Suðurkjördæmis koma úr röðum Sjálfstæðisflokks.

Á nú að fara að monta sig af því að vera með konur í 4. og 5. sæti framboðslistans? Á eftir Árna Johnsen og Kjartani Ólafssyni. Já, það er stórmannlegt Wink.

Fyrst og síðast finnst mér allt tal um kynjahlutfall algerlega óþarft, mér er alveg sama hvort ég kýs konu eða karl svo framarlega sem viðkomandi er ekki vitleysingur. Ég kaus einu sinni Kvennalistann sáluga, það hafði ekkert með kynjahlutfall að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

Ég er mikið á móti kynjakvóta. En ég er mjög ánægður þegar konur ná langt og geta verið fyrirmynd dætra minna.

Annars er ég merkilega oft sammála skrifum þínum og þú ert líka virkilega góður penni.

Tómas Þóroddsson, 23.4.2007 kl. 19:19

2 Smámynd: Hjalti Árnason

Ég kaus líka kvennalistann, held það hafi verið einu kosningarnar sem ég skilaði gildu.......

Hjalti Árnason, 23.4.2007 kl. 20:24

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk. Annars er ekkert skrýtið að við séum sammála, báðir yfirburðamenn

Heimir Eyvindarson, 23.4.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband