Slakaðu nú aðeins á vinur

Jose Mourinho er frábær knattspyrnustjóri. Það held ég að enginn efist um, en fyrir mitt leyti er ég fyrir löngu orðinn þreyttur á þessu eilífa væli. Auðvitað er þetta í grunninn sálfræðihernaður, en ég held að hann standi höllum fæti í því stríði um þessar mundir a.m.k.

Ég held að honum væri hollast að slaka aðeins á og sýna öðrum aðeins meiri kurteisi. Hann talar um að Ronaldo muni aldrei komast á þann stall sem honum ber ef hann gerist sekur um lygar. Á sama hátt held ég að Mourinho fái ekki þá viðurkenningu sem honum ber fyrr en hann lætur af þessum ósið.


mbl.is Mourinho segir Ronaldo vera lygara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til að geta dregið ályktanir er stundum gott að líta á staðreyndir.

Fjöldi vítaspyrnumarka sem United hefur fengið á sig á Trafford þetta úrvalsdeildartímabil : 2

Fjöldi vítaspyrnumarka sem Chelsea hefur fengið á sig á Brúnni þetta tímabil :0

Auðvitað gera dómararnir stundum mistök, en það hefur alltaf verið hluti af leiknum, amk í þeim fjölda tilvika þar sem Jose nokkur hefur grætt á því. Man eftir fjölda slíkra.

Þórarinn (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 23:00

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Akkurat. Þetta er leiðindaraus í kallinum.

Heimir Eyvindarson, 26.4.2007 kl. 23:30

3 identicon

Mourinho hefur alltaf látið svona. Endalaus væll. Kannski sálfræðibragð en mikið voðalega er það orðið þreytt hjá honum. Áfram West Ham!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 27.4.2007 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband