Lifi verkalýðurinn!

1.maí er í dag, til hamingju! Taki það til sín sem eiga Smile.

Það er sem betur fer frí á mínum vinnustað eins og svo mörgum öðrum, en það er þó lítið um frí hjá mér. Ég byrjaði að læra snemma í morgun og svo erum við félagarnir í Á móti sól að spila á fjölskylduhátíð hér á Selfossi í dag. Þannig að það er nóg að gera, verðugur er verkamaðurinn launa sinna segir einhversstaðar. Ekki kvarta ég, nenni því í það minnsta ekki í dag.

Ég er nú kannski að gera dálítið mikið úr því hvað ég er duglegur. Aðalástæðan fyrir því hvað ég byrjaði snemma að læra er að sjálfsögðu sú að í kvöld er stórleikur í sjónvarpinu sem ég má alls ekki missa af. Liverpool - Chelsea í undanúrslitum meistaradeildarinnar! Ég held að það væri við hæfi, svona á degi verkalýðsins, að mínir menn frá hinni miklu verkamannaborg Liverpool færu með sigur af hólmi í kvöld. Þó ég hafi reyndar ekki mikla trú á því, því miður. Enda held ég að þeir haldi ekkert upp á 1.maí, þeir eru bara með Labour day eins og kanarnir einhverntíma í haust minnir mig. Kannski er ég bara að bulla, það hefur gerst áður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Árnason

Er eitthvað leyndarmál hvað þú ert að læra?

Hjalti Árnason, 1.5.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Nei, nei alls ekki. Hef bara ekkert verið að flíka því beint. Ég stunda grunnnám við Kennaraháskóla Íslands.

Heimir Eyvindarson, 2.5.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband