Hin staðfasta Samfylking

Ég tek undir það að mér finnst ansi vægt tekið á Íraksmálinu. Það virðist ljóst að Samfylkingin hefur alls ekki staðið eins fast í lappirnar í þeim efnum og látið var í veðri vaka fyrir kosningar. Við munum því áfram prýða lista hinna staðföstu þjóða, því miður. Hvað jafnréttismálin áhrærir held ég nú að Katrín þurfi ekki að hafa áhyggjur, ráðherralisti Samfylkingarinnar bendir í það minnsta ekki til þess. Annars leiðast mér mjög svona kynjakvótaæfingar. Það er nú einu sinni svo að tæplega 70% þingmanna eru karlmenn og flestir þeirra hafa komist á þing eftir að hafa gengið í gegnum tvennar kosningar, fyrst prófkjör og því næst alþingiskosningar. Í báðum tilvikum hygg ég að konur hafi att við þá kappi á jafnréttisgrundvelli. Í ljósi þess finnst mér hæpin krafa að kvenþjóðin eigi heimtingu á 50% ráðherrastóla. Þegar kemur að slíku vali finnst mér einfaldlega ekki skipta máli hvort viðkomandi er kona eða karl. Til að fyrirbyggja misskilning þá er rétt að taka það fram að ég hef lítið út á ráðherralista Samfylkingarinnar að setja. Ingibjörg er jú formaðurinn og Jóhanna hefur gríðarlega reynslu, sérstaklega af þeim málaflokki sem hún mun hafa umsjón með og mér skilst að Þórunn hafi mikla þekkingu á umhverfismálum. Það eina sem ég hef verulegar áhyggjur af er að Kristján L. Möller muni reynast okkur sunnlendingum erfiður ljár í þúfu þegar farið verður að ræða tvöföldun Suðurlandsvegar, mig minnir að ég hafi einhverntíma heyrt hann lýsa því yfir að 2+1 vegur væri yfrið nóg. Það er fráleit vitleysa, alveg burtséð frá því hvort Kristján er karl eða kona.
mbl.is Katrín: Væg afstaða til jafnréttismála og Íraksstríðsins vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þér með kynjakvótann.  Samfylkingin er með soldið skrýtnar reglur í sínu jafnrétti, fyrst er einhver kynjajöfnun í prófkjöri en svo dugir það ekki þegar kemur að ráðherravali.  Það verður bara að vera með fléttulista ef menn eru með svona æfingar, en mér finnst það reyndar fáránlegt líka, það er ekkert lýðræði, punktur.  Annars er svona ráðherraval alltaf erfitt og engin regla í því.  Á t.d. fyrsti maður á lista að ganga fyrir þeim sem eru á eftir honum, jafnvel þó hann hafi aldrei stigið inná þing?  Árni Magg gerði það með eftirminnilegum hætti, og hvar er hann í dag??

Er reyndar glaður að fyrrverandi mágur minn hann Bjöggi sé orðinn ráðherra og skil ekki þá sem töldu hann tæpan inn.  Ég bind vonir við hann, þrátt fyrir að við séum ekki tengdir fjölsylduböndum lengur

Heimir, er þetta með Íraksstríðið ekki bara aukaatriði í þessu öllu?  Fyrir mér er þetta orðin þreytt lumma, þó ég hafi ekki verið hlynntur þessari yfirlýsingu á sínum tíma.   Skil bara vel að Samfylkingin hafi fallist á svona málamyndun.

Verð að loka þessu á Framsókn.  Þeir vinna hvern sigurinn á fætur öðrum í PR klúðri, aulahætti og leiðindum, alveg magnað.  Jón Sig er hættur...og hverjum er ekki sama??  Guðni tekur við....því miður þá breytir það engu.....og Valgerður í varformanninn....yesss,má ég vera memm???    En hverjir eru að taka við hjá Framsókn?   Sæunn, Birkir, Guðjón Ó, Höskuldur, Páll Magg, Björn Ingi..........nei takk, þetta er náttúrulega bara bilun.

Að lokum.  Góður punktur með Möllerinn.  Hann er óður í göng og ýmis gæluverkefni í sínu kjördæmi og jöfnun flutningskostnaðar.....ansi hræddur um að Suðurlandsvegur sé neðarlega á lista...en....ekki gleyma Bjögga, hann þarf að keyra veginn daglega og hefur mikil áhrif.  

Rilli (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 19:44

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Auðvitað er ég sammála Rilla um margt, eins og vant er. Verð samt að segja, jafnvel þó ég hljómi eins og þrasgjörn kona, að það er akkurat þetta viðhorf Rilla gagnvart Íraksstríðinu sem er hættulegt. Við nennum ekkert að velta okkur uppúr svona vitleysu endalaust og þessvegna komast menn upp með svona skandal æ ofan í æ. Ég finn það alveg á sjálfum mér að mér finnst ég ekki beint ferskur þegar ég brydda uppá þessu en ég læt mig samt hafa það  Staðfastur eins og Steingrímur J.

En auðvitað skil ég Samfylkinguna ágætlega. Sjálfstæðismenn voru jú gerendur í Íraksmálinu og eru greinilega ekki tilbúnir til að bakka útúr því með afgerandi hætti þannig að það varð að lenda málinu einhvernveginn. Einhversstaðar verða menn jú að geta gefið eftir.  

Ég deili að sjálfsögðu með Rilla gleðinni yfir því að Björgvin í Skarði sé orðinn ráðherra. Ég hefði reyndar heldur viljað sjá hann í mennta- eða samgöngumálunum en hann á örugglega eftir að pluma sig vel hvar sem er. Vonandi tekst honum líka að sannfæra Möllerinn um mannsæmandi Suðurlandsveg.

framsókn já......þeir verða seint sakaðir um snilli í PR málum . Í sambandi við það finnst mér rétt að benda Rilla á að ég var rett búinn að festa kaup á húsi um daginn en þá rak ég augun í DV og snarhætti við.....mögnuð áhrif sem þessi snepill hefur

Heimir Eyvindarson, 23.5.2007 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband