Þetta eru athyglisverðar pælingar og það verður spennandi að sjá hvað kemur útúr þessari könnun ef af henni verður. Vingjarnlegir og ríkir eru norðmenn klárlega, kannski hrokafullir en alls ekki óáhugaverðir! Ef ég yrði spurður álits á norðmönnum myndi ég svara í mjög löngu máli, þeir eru nefnilega svo dásamlegir á margan hátt - en líka alveg dásamlega vitlausir. Fyrir það fyrsta eiga þeir þennan olíusjóð sinn óhreyfðan inn á bankabók. Vextirnir einir hlaupa á milljörðum á ári ef mig misminnir ekki en ekki tíma þeir að taka út eitthvað smotterí til að gera mannsæmandi vegi eða halda uppi sæmilegum vörnum gegn dópistaklíkunum sem hafa lagt undir sig heilu hverfin í Osló, en þetta vinalega sveitaþorp, sem eitt sinn var, á nú þann vafasama heiður að þar er neysla harðra vímuefna s.s. heróíns mest á öllum norðurlöndunum. Norðmenn hljóta þó að hafa ágæta ímynd í alþjóðasamfélagi stjórnmálanna. Þeir eru öflug þjóð sem hefur oft vakið athygli fyrir vasklega framgöngu. T.d. í málefnum Ísraels og Palestínu o.fl. Eins standa þeir enn keikir fyrir utan ESB, sem skapar þeim nokkra sérstöðu. En þó stjórnmála- og embættismenn kunni að líta norðmenn jákvæðum augum held ég að pöpull heimsins sjái þá bara eins og þeir eru: Syngjandi glaðir kjánar á gönguskóm , með lítil en vel snyrt yfirskegg íklæddir brúnum mokkasíum á tyllidögum. Karlarnir upp til hópa alveg lausir við það að vera svalir, sem er svosem ágætt, og konurnar undarlega óspennandi sé t.d. miðað við kvenpeninginn í nágrannalandinu Svíþjóð, sem er nú bara rétt hjá;-). Sá pöpull heimsins sem heimsækir Noreg mun eftir sem áður dásama náttúrufegurðina og vingjarnlegheit heimamanna, en furða sig um leið á hrikalegu verðlaginu, kjötfarshamborgurum, bensínlausum bensínstöðvum og pulsum í lúffum og lompum svo fátt eitt sé nefnt. En hvað sem öllu þessu líður er alltaf gaman að koma til Noregs, þó ekki væri nema bara fyrir þetta yndislega tungumál þeirra. Heja Norge
Eru Norðmenn ríkir og hrokafullir eða vingjarnlegir og óáhugaverðir? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Ferðalög | 24.5.2007 | 00:04 (breytt 6.7.2008 kl. 00:24) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Norðmenn mega þó eiga það að þeir eru sú þjóð sem ráðstafar mestu á haus til þróunarmála, eitthvað sem við erum að fikra okkur í átt að, þótt hægt fari.
Gestur Guðjónsson, 24.5.2007 kl. 00:20
Góður punktur. Það er einmitt í þessu alþjóða stjórnmálasamfélagi sem þeir standa sig hvað best sýnist mér. Við gætum svo sannarlega tekið þá til fyrirmyndar um margt í þeim efnum.
Heimir Eyvindarson, 24.5.2007 kl. 08:20
"Norðmenn mega þó eiga það að þeir eru sú þjóð sem ráðstafar mestu á haus til þróunarmála, eitthvað sem við erum að fikra okkur í átt að, þótt hægt fari"
Þetta er það á eftir að fara með Norðmenn, endalausir styrkir og fjárveitinga út um allt, kaupa sér vinsældir og líta vel út út á við.
Þeir hafa ekki einu sinn kontrol á því hvað þeir gera við peningana sem þeir spreða í innflytjendur sem búa í Noregi, hvernig stendur á því að ekki einn sómali hefur fasta vinnu í Noregi á meðan að 90% af sómölum í USA hefur fasta vinnu og borgar sína skatta.
Við getum aftur á móti lært margt af Norðmönnunum en innflytjandastefna og mengunar áróður þeirra er ekki hátt skrifað hjá mér.
Ingþór (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 17:22
Bíð spennt eftir að þú "lazy boy" farir að skrifa um norskan fótbolta ...jú þeir eiga eitt besta kvennalandslið í heimi .... og ég hvet þig að skrifa þá pistla á norsku
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.5.2007 kl. 20:41
Norsk kvinnefotball er nok göy og noen af fotballjentene er kjempegreit. Det er jo klart. Norge vant VM for 10-15 år siden .........og meira veit ég nú ekki um norskan kvennafótbolta .
Heimir Eyvindarson, 24.5.2007 kl. 23:11
Mögnuð lýsing af frændum okkar. Fannst þó eitt vanta, þeir selja ekki Coco Puffs og það er ekki fræðilegur möguleiki að finna kaffihús sem selur almennilegt kaffi Gekk heilan dag um Osló fyrir nokkrum árum í þeirri veiku von að finna kaffihús sem seldi Cappuchino. Fann loksins eitt, það seldi svokallað cappuchino, í glasi með haldi, og það var vægast sagt mjög undarlegt, á litinn, svona nánast hvítt. Ég leitaði að kaffibragði svona ca. niður í hálft glas, gafst þá upp, fór í næstu matvörubúð og keypti Nescafé. Þegar ég ræddi þetta vandamál við norska samstarfsfélaga urðu þeir í framan eins og ég talaði framandi tungum
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 00:38
*klapp* *klapp* *klapp* Heimir, ég vissi ekki að þú værir svona velgefinn.... nei vá! Fannst þetta bara svo fallegt og skemmtilegt, þú ert ágætasti penni.
Anna Sigga, 25.5.2007 kl. 14:42
Eg ætla að vera leiðinlegur og leiðrétta þennan annars ágæta pistil.
Mér sýnist að noregur sé á leiðinni inná kortið - verður kannski kominn þangað um aldamótin
-Hef ekki fengið kjötfarsborgara lengi - næstum því farinn að sakna þeirra!
-Held að tugmiljarðar séu nærri lagi. Og þeir eru í fond. Ég hlakka til að verða ellilífeyrisþegi
-mokkasínurnar heita sailorskór - hér eru trillukarlarnir svölustu gæjarnir
-Hafið þið heyrt um bílapartasöluna sem rauði kross noregs setti á stofn í afríku? Sendi haug af víponum (Dodge weapon) til afríku. Þeir eru 40-50 ára gamlir, eyða 40 lítrum á hundraðið. Frábær lausn á flutningavandamálum afríkubúa þar sem er stutt á milli bensínstöðva. NOT!
-Anna, Það er búið að redda kaffinu! Það fór einhver að tala um starbucks í fjölmiðlum fyrir nokkrum árum. Kaffihúsin fengu sér espressovélar og bensínstöðvarnar, hárgreiðslustofurnar, bílasalarnir og allir hinir. fólk er meir að segja með þetta heima hjá sér. Kaffið er yfirleitt jafn vont en það er það líka á starbucks.
-Norðmenn eru líka allt í einu orðnir hrikalega feitir. Ég er nú kominn í aðeins betra form en ég var í þegar ég kom, en mér finnst ég tágrannur núna með mín rúmu 0,1 tonn
-En án gríns, Gera könnun um eitthvað sem allir vita.........
Hjalti Árnason, 25.5.2007 kl. 21:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.