Menningarnótt

Það var virkilega gaman að fá að taka þátt í stórtónleikunum á Miklatúni á menningarnótt. Veðrið var frábært, allur aðbúnaður hinn ágætasti og stemmningin góð.

Eftir að við höfðum lokið leik færðum við okkur fram fyrir sviðið og horfðum á Megas og Mannakorn. Það var virkilega gaman að sjá Megas með þetta frábæra band með sér og ekki síður skemmtilegt að sjá Mannakorn. Magnús Eiríksson hefur lengi verið einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum, fer t.d. langt með að vera uppáhaldssöngvarinn minn Smile. Og engir aukvisar með honum, hin elskulega Ellen Kristjánsdóttir og svo meistari Pálmi sem er nú hreint ekki slæmur söngvari, og ekki síst frábær bassaleikari.

Þegar tónleikunum lauk röltum við svo niður á Hafnarbakka til að fylgjast með flugeldasýningunni og að henni lokinni hófum við leik á Gauk á Stöng, en þar spiluðum við fyrir fullu húsi fram eftir nóttu.

Takk fyrir mig Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá ykkur, voruð bara ansi þéttir. :D

Esther (IP-tala skráð) 22.8.2007 kl. 00:34

2 Smámynd: Rúnarsdóttir

Verði þér að góðu

Rúnarsdóttir, 22.8.2007 kl. 12:52

3 identicon

Mér finnst bassaleikarinn Pálmi stundum falla í skuggann af söngvaranum - þess vegna var þeim mun ánægjulegra að sjá þetta komment þitt . Ég hlustaði á báða konsertana (um daginn og kvöldið) á Rás 2. Fannst þið þéttir og flottir  og reyndar fannst mér bókstaflega allir meira og minna brillera þarna og skemmti mér konunglega yfir útvarpinu mínu alla menningarnæturdagskrána 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 21:46

4 identicon

Ég fór á þessa tónleika og skemmti mér SVO vel. Ekki heyrt í ykkur lengi og var óskaplega glöð og stolt. Gaman að sjá hvað krakkarnir tóku vel undir og skemmtu sér þegar þið spiluðuð. Til hamingju með þetta!

Dóra (IP-tala skráð) 27.8.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband