Mér leiðast heimskuleg ferðatilboð

E-kort og Expressferðir bjóða upp á tilboðsferð til Berlínar í október. Flogið verður með Iceland Express og gist á Park Inn hótelinu í austurhlutanum. Ferðin kostar 48,900 á mann, og verðið miðast við að maður deili herbergi með öðrum. Innifalið í verði er auk flugs og gistingar gönguferð um borgina - líklega undir leiðsögn, það kemur þó ekkert fram um það.

Það vill til að ég hef flogið til Berlínar með express og gist á þessu sama hóteli. Hvort tveggja var alveg til fyrimyndar, en það kostaði hinsvegar alls ekki eins mikið og þessi svonefnda tilboðsferð. Tveggja manna herbergi á þessu hóteli kostar 7500 pr.nótt, það er 3,750 á mann. 3 nætur, eins og gert er ráð fyrir í tilboðinu, myndu þá kosta 11,250 á mann. Það segir mér að tilboðsverðið á fluginu sé tæpar 38,000 krónur. Það er ekki merkilegt tilboð, miðað við það að yfirleitt kostar flug til Berlínar og aftur heim 25-30 þús. Kannski gönguferðin sé svona helv. dýr?

Tilboð þýðir aftur hvað.....?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Velkomin í Hveragerði

Hér eru ÓKEYPIS gönguferðir í boði fyrir þá sem nenna...það þarf ekkert að fara til Berlínar til þess að ganga

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 1.9.2007 kl. 10:24

2 identicon

Fékk þetta svokallaða tilboð seint heim til mín og fannst það bara asnalega ómerkilegt og varla geta kallast tilboð.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 1.9.2007 kl. 19:35

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já Björgvin það er góð hugmynd. Ég hermi hana upp á þig þegar þú kemst til valda, sem verður vonandi fyrr en síðar .

Heimir Eyvindarson, 10.9.2007 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband