Ívar Ingimarsson

Ívar Ingimarsson miðvörður Reading í Englandi hefur tilkynnt að hann muni ekki gefa kost á sér í íslenska landsliðið í framtíðinni. Hann ber því við að hann sé orðinn þrítugur og þurfi orðið það mikla hvíld að hann telji ekki skynsamlegt að eyða dýrmætum frítíma sínum í að þvælast í landsleiki.

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um svona lagað. Hvað ef allir hugsuðu svona? Hvað má t.d. Hermann Hreiðarsson segja, sem spilar í sömu deild og Ívar? Hann er eldri en Ívar, og ætti því að þurfa a.m.k. jafnmikla hvíld, en það stöðvar hann ekki í því að mæta í hvern einasta landsleik af fullum krafti. Það er nú heldur ekki eins og landsleikjaálag hafi verið að drepa íslenska leikmenn undanfarin ár. Er liðið ekki að spila þetta 8-10 leiki á ári?

Ég ætla ekki að fara að hrauna yfir Ívar hér, hann hefur eflaust sínar ástæður fyrir ákvörðuninni. En vonandi eru þær merkilegri en þessi hvíldarleysispæling! Hún er veigalítil þykir mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa þessa síðu þína. Ég bara skil ekki hvað Ívar Ingimarsson er að væla þetta er engin aldur á honum.

Svo vantar mig að vita hver var trommari Á Móti Sól 1995-1997

Hef sett inn á síðuna hjá mér upplýsingar um Íslenskir einherja/Hljómsveitir

Guðmundur Heiðar Gunnarsson (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 19:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband