Handbækur eru til margra hluta nytsamlegar. Eins og nafnið gefur til kynna er handbók bók sem maður getur haft við höndina, og ég held að flestir leggi þann skilning í orðið að handbók sé uppflettirit af einhverju tagi. Grönspættebogen sem Rip Rap og Rup hafa ávallt við hendina er t.d. mjög gott dæmi um úrvals handbók, en í hana leita ungarnir í hvert sinn er þeir standa ráðþrota gagnvart einhverju - og finna undantekningarlaust prýðileg svör.
Ég held að við notum of lítið af handbókum. Líklega er það í mínu tilviki vegna þess að ég er einn af þeim sem telja sig vita flest um flest, og svoleiðis fólki finnst fremur vandræðalegt að fletta í bók sé það spurt ráða. Mun glæsilegra að svara strax, hátt og snjallt og af svo miklum sannfæringarkrafti að sá sem spyr velkist ekki eitt augnablik í vafa um ágæti svarsins! Jafnvel þó svarið sé þvæla. Þetta er kannski hreinlega hluti af þjóðareðlinu, það er miklu flottara að afgreiða alla hluti í hvelli en að ræða málin og skoða þau frá ólíkum hliðum, sbr. REI málið og ótalmargt fleira. Hefði t.d. sveitarstjóri Ölfushrepps gefið sér tíma til að glugga í handbók um góða siði í opinberri stjórnsýslu (sem ég geri ráð fyrir að sé til) þegar Orkuveitan bauð 45 milljóna mútugreiðslu gegn virkjunarleyfum hefði hann aldrei sagt já. Hann hefði séð það svart á hvítu að svona lagað gerir maður ekki. Og svo mætti lengi telja.
Það sem fékk mig til að leiða hugann að handbókum er nám mitt við Kennaraháskóla Íslands, en á leslista eins námskeiðsins eru nokkrar afbragðs handbækur. Þær eru skemmtilegar aflestrar og fullar af fróðleik, t.d. stendur í einni þeirri, Litrófi kennsluaðferðanna, að ætli maður sér að nota myndbönd við kennslu sé ekki ráðlegt að hafa minna sjónvarp en 27-28 tommu og einnig sé gott að hafa fjarstýringu við hendina. Ómetanlegur fróðleikur!
En til marks um það hve hlutverk handbóka er illilega misskilið hér á landi er okkur gert að læra efni þessara handbóka utanbókar fyrir próf. Það finnst mér mjög miður því það rýrir illilega gildi handbókanna - maður þarf þá ekkert á þeim að halda lengur. Tekur bara stóra sjónvarpið og fjarstýringuna umhugsunarlaust
Flokkur: Menntun og skóli | 25.11.2007 | 23:35 (breytt 5.7.2008 kl. 23:53) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
bara eins og alla aðra daga
sjónvarp + fjarstýring - handbók = karlmaður
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.11.2007 kl. 23:41
Ég hélt að sölu á minni sjónvörpum hefði verð hætt hérlendis þegar Visa-rað var fundið upp...
Ingvar Valgeirsson, 26.11.2007 kl. 09:31
Góður!
Bryndís (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 16:43
Þú ert ekki einn, ég er í mínum tækniskóla að læra 30 ára gamla rafeindatækni í þriðja skipti. sem betur fer eru engin alvöru próf. eitthvað þarf ég að læra, en inn í einkunnina eru teknir hlutir eins og mæting, áhugi, félagsleg samskipti o.fl. opinn og jákvæður skratti eins og ég getur ekki fallið!
Hjalti Árnason, 27.11.2007 kl. 18:46
Það er vinsæl aðgerð þegar allt er komið í óefni að lesa handbækur, en alls ekki fyrr...
Það er til aðgerð sem gegnur undir skamstöfuninni R.T.F.M. hjá nokkrum félögum mínum, en til hennar er gripið þegar allt er komið í óefni. Þessi skamstöfun útleggst Read The Fucking Manual, en við hér á skerinu erum nú ekki þekkt fyrir að nota þessslags heldur fiktað með ómældu pirri og tímaeyðslu þar til að búið er að redda málunum, eða allt komið í óefni...
Grænjaxlablókina hinsvegar, myndi ég hafa með mer hvert sem er, ef hún væri til.....
Eiður Ragnarsson, 28.11.2007 kl. 00:09
Heimir þú bara hlýtur að ÞURFA handbók á Hvergerðingana úr því að þú þurftir að álpast út í Hveragerði.
Eiríkur Harðarson, 28.11.2007 kl. 00:47
Þú ert allveg svakalegur höfundur, "hné og olnbogar" allveg frábær setning.
Golli.
Golli (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 23:58
Þú ert fínn Heimir
Anna Sigga, 30.11.2007 kl. 19:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.