Versti leikari í heimi?

 

Vincent D'onofrio Ég kýs þennan!

Þetta er Vincent D'onofrio úr Law&Order: Criminal Intent, fyrir þá sem ekki þekkja meistarannWhistling

Dead_047

Einhverjar fleiri uppástungur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hef ekki séð Spaugstofuna síðan '92, og þá var Siggi fyndnastur, hann er það örugglega enn.

En þessi ljóshærði maður úr OC er af vönduðum () svipnum að dæma greinilega ansi magnaður! Ég er svo heppinn að það horfir enginn á þessa þætti heima hjá mér.

En ég var ekki svo heppinn þegar Judging Amy var á dagskrá, konan mín horfði á hvern einasta þátt. Sú sem lék móður Amy kemst nálægt Vincent vini mínum í leikhæfileikum, algjörlega ömurleg: http://www.starpulse.com/Actresses/Daly,_Tyne/gallery/SGS-009480/ 

Heimir Eyvindarson, 7.12.2007 kl. 23:50

2 Smámynd: Anna Sigga

Ohh vá magnað Heimir við virðumst vera með nokkuð áþekkan smekk hvað varðar óþolandi leikara (ef marká má þessa tvo sem þú nefnir) Reyndar verð ég líka að vera sammála ofanskrifðuðum Björgvini Þór með hann Ryan úr OC. en ég er líka með eintaklega fordóma virðist vera fyrir aðalkvenleikurum. T.d þá ÞOLI ég ekki AMY sjálfa úr Judging Amy, Meredith Grey úr Grey´s Anatomy fer í mínar fínustu, Ally McBeal óþolandi og svo mætti lengi telja (þó þykja mér ekki alltaf þættirnir leiðinlegir þó persónurnar fari í pirrurnar á mér)

 Hvað varðar lélega (eða óþolandi) karlleikara þá get ég allavega nefnt einn... Lieutenant Horatio Caine.CSI:Miamileikarann David Caruso og svo hefði ég nefnt þennan Vincent gaur líka

Anna Sigga, 8.12.2007 kl. 12:00

3 identicon

Æi- og hann sem var svo brjálæðislega góður í Men in Black  ég horfi aldrei á Law and Order nú orðið. Kannski að ég kíki til að skoða hvort hann er svona voðalegur

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 8.12.2007 kl. 14:56

4 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Anna Sigga: Auðvitað erum við með sama smekk! Reyndar finnst mér David Caruso svo lélegur að það er gaman að horfa á hann, hann fer hringinn!

Anna: Já það er rétt, hann var nefnilega þrælflott geimvera í MIB. Kannski er hann bara geimvera?

Björgvin: Þetta er bara spurning um viljastyrk.

Heimir Eyvindarson, 9.12.2007 kl. 01:22

5 identicon

Ég er svo sammála systur minni með David Caruso, þoli hann ekki, hann fer ekki hringinn hjá mér, finnst hann ömurlegur!

Bryndís (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 14:30

6 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það er hreinn og tær skandall að tilnefna incent D´Onofrio sem versta leikarann. Hann er alæðislegur, eins og sést ljómandi vel í mörgum myndum, sérstaklega Full Metal Jacket, hvar hann stelur senunni. Eins hefur David Caruso oft sannað leikhæfileika sína oft, t.d. í King of New York.

Báðir leikararnir eru að leika illa skrifaðar ofurlöggur í "spin-off" þáttum, eflaust leikstýrt af byrjendum. Hæfileikar þeirra týnast því í hraðsuðuframleiðslunni, enda sést það ákaflega vel, sérstaklega í CSI-Miami, hversu óhemjulélegir allir leikararnir virðast vera.

Ingvar Valgeirsson, 10.12.2007 kl. 17:43

7 identicon

mér dettur nú í hug Steve Guttenberg sá hin sami og lék í lögguskólanum 1 og uppúr og 3 menn og baby og ef minnið mitt bregst ekki þá gengum við vinirnir út af mynd í hléi sem hann var í aðalhlutverki og fjallaði um læknanema og ég held að það hafi ég aldrei gert hvorki fyrr né síðar sat meira að segja allan tíman í bíóinu á myndunum Yentl með Barböru Streisand og íslenska stórvirkinu BLOSSI.

Sæmi (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:08

8 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já Steve Guttenberg! Hann var hrikalegur. Ég man samt ekki eftir þessari læknanemamynd, en útgöngunnar minnist ég.

En manstu eftir Tony Danza?

Heimir Eyvindarson, 13.12.2007 kl. 23:40

9 identicon

Jæja, ég skal toppa ykkur öll: Andrew Shue http://imdb.com/name/nm0795576/

Sæll! (Melroses Place fór ekki fram hjá neinum á sínum tíma, hvað þá endursýningarnar á S1)! Ef Andrew er ágætur leikari, þarf að gefa öllum öðrum leikurum og statistum í heiminum óskarsverðlaun í skaðabætur!

daxarinn (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 02:40

10 Smámynd: Hjalti Árnason

Mér dettur strax í hug Angela Lansbury eða hvað hún hét, kellingin í murder she wrote. Ég hefði heldur ekki viljað vera vinur hennar, þeir voru allir drepnir á hrottalegasta hátt. Chuck Norris er heldur enginn afbragðs leikari, en helv. flinkur að slást. Annars horfi ég ekki það mikið á sjónvarp að ég sé hæfur til að tjá mig um málefnið.

Hjalti Árnason, 16.12.2007 kl. 18:34

11 identicon

Matlock kallinn átti nú stundum snilldartakta þá sérstaklega í myndinni SPY HARD

Sæmi (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband