Jóladagatal Glitnis

Veit einhver um einhvern sem hefur einhverntíma fengið vinning í jóladagatali Glitnis? Ég hef altént tekið þátt frá upphafi og aldrei verið nálægt því að fá vinningErrm

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallmundur Kristinsson

Ég fékk tvo vinninga í fyrra eða hittifyrra!

Hallmundur Kristinsson, 9.12.2007 kl. 01:22

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Já!! Ég vann disk í gær..... Abbabbabb með dr Gunna. Núna finnst mér eins og það sé bara betra að vinna aldrei:)

Heiða B. Heiðars, 9.12.2007 kl. 01:24

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heyrðu gamli ég hef nú talið mig vera ljónheppinn með það að hafa unnið til verðlauna í hinu auvelda bingói, hins vegar er allt annað er ég hef tekið þátt í að reyna að vinna bara alveg eins og þegar rjúpan er að rembast við staurinn.

Eiríkur Harðarson, 9.12.2007 kl. 01:24

4 Smámynd: Eyþór Árnason

Ég hef alveg misst af þessu jóladagatali, en það gerir trúlega ekkert til. Ég vinn aldrei neitt, og þó; hef fengið þrjá rétta í lottó!

Eyþór Árnason, 9.12.2007 kl. 22:59

5 identicon

Og hvaða jóladagatal er þetta?

Bryndís R (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 23:11

6 identicon

Einu sinni fór ég með vinkonum mínum til spákonu. Hún horfði á mig og sagði: þú þarft ekkert að vera að bíða eftir lottóviningnum, þú ert svona manneskja sem vilt frekar vinna fyrir þínu og það verður þannig!

Nema hvað að amma mín gaf okkur systkinunum miða í HHÍ þegar við vorum skírð og endurnýjaði til 16 ára aldurs. Þá tók ég við mínum og á hann enn. Það er skemmst frá því að segja að það hefur tvisvar komið vinningur á þennan miðaskratta - 2500 kall í hvort skipti.

Sumum bara er ekki ætlað hreinlega að vinna í svona lottterí - þú ert bara einn af þeim!

Soffía Valdimarsdóttir (IP-tala skráð) 10.12.2007 kl. 08:54

7 Smámynd: Heimir Tómasson

Bara kvitta fyrir komuna...

Heimir Tómasson, 11.12.2007 kl. 17:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband