Gamalt tuð

Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaðurinn geðþekki á Stöð 2 og Sýn, tók fyrir nokkrum árum upp þann ósið að segja mikið mun í tíma og ótíma. Þeir voru mikið mun betri í síðari hálfleik... o.s.frv. Þetta fór óskaplega í taugarnar á mér, og mörgum fleiri raunar, á sínum tíma, en af því að Gaupi er að öðru leyti úrvalsmaður og mikill púllari leiddi ég þetta hjá mér Smile.

Síðan ég hætti með Stöð 2 og Sýn hef ég blessunarlega ekki heyrt þessa þvælu lengi, en nú ber svo við að ég er farinn að sjá þessari endemis vitleysu bregða fyrir á prenti! Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður á Fréttablaðinu bregður þessu nú óspart fyrir sig, og gengur meira að segja svo langt í blaðinu í dag að leggja Alfreð Gíslasyni óskapnaðinn í munn í viðtali!

Ég á einhvernveginn bágt með að trúa að Alfreð hafi svo litla tilfinningu fyrir íslensku máli að honum finnist þörf á að láta mikið og mun standa saman í setningum, jafnvel þó hann hafi búið lengi erlendis. Þó veit maður aldrei, kannski er ég bara svo blindaður af aðdáun á manninum að ég trúi engu misjöfnu upp á hann. Allavega þykir mér þetta afskaplega hvimleiður ávani, hver svo sem á í hlut.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Satt segirðu þetta er orðið þvílíkt pirrandi, það er bara þannig Heimir minn að við virðust vera orðnir soddan gamalmenni. Annars grínlaust þá er orðið svo mikið um að okkur yngra fólk noti málbjögu, tökuorð og slangur eins og við drekkum vatn. Kannski manni fari nú að renna í grun hvers vegna Ísland varð svona neðarlega í PISA-könnuninni þarna um daginn.

Eiríkur Harðarson, 14.1.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband