Áfram Ísland!

Ég heyrði nýtt stuðningslag handboltalandsliðsins um helgina. Lagið var hreinlega pantað af Kastljósi (og Sigga Sveins) og höfundurinn, Valgeir Guðjónsson, var ekki seinn að svara kallinu. Útkoman er skemmtilegt og grípandi lag, rétt eins og forveri þess - Gerum okkar besta - sem Valgeir samdi fyrir ólympíuleikana 1988.

Í því sambandi er vert að rifja aðeins upp: 1988 var mikil stemmning í kringum handboltalandsliðið okkar, enda stóð mikið til. Ólympíuleikar í Seoul framundan og liðið, sem hafði verið á stöðugri uppleið síðan á ÓL '84 stóð á meintum hátindi ferils síns.

En þegar til kom stóð liðið engan veginn undir væntingum og var í raun ekki nema skugginn af sjálfum sér.

Nú, 20 árum síðar, er svipuð staða uppi, allavega þegar þetta er ritað en auðvitað er ennþá von til þess að strákarnir sýni hvað í þeim býr. Og þá veltir maður því fyrir sér hvort það sé eitthvað sniðugt að Valgeir sé að blanda sér í þettaWoundering.

Fari svo að strákarnir nái ekki að hrista af sér slyðruorðið mun ég altént draga Kastljósið til ábyrgðar Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig í fjáranum getur þér þótt þetta nýja stuðningslag gott. Það er hreint út sagt ömurlegt og strákunum í landsliðinu finnst það meira að segja líka. Hef sjaldan heyrt eins slappt stuðningsmannalag, það er næstum því eins lélegt og FH lagið.

Sósi Sig (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 09:25

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Og ef það er ekki Kastljósinu um að kenna ÞÁ ERU ÞAÐ RAUÐU BÚNINGARNIR

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 21.1.2008 kl. 16:33

3 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Heimir minn Þórhallur í Kastljósinu getur nú lengi á sig blómum bætt, nú með hjálp manna sem eru á hverfanda hveli. Siggi kominn af blómaskeiðinu og líka Valgeir. Hins vegar er mat mitt að Alfreð sé orðinn uppgefinn, því þetta gengur að manni virðist aldrei upp sama hvað hver segir. Hulda litur búninganna gæti gert útslagið, eins og hann gerði með "gömlu" Jóns Baldvins kratana.

Eiríkur Harðarson, 21.1.2008 kl. 17:11

4 identicon

Mér léttir bara stórum að geta kennt Kastljósinu um þetta.  Mér finnst þetta lag bara svona ekta stemmningslag, það var að vísu ekki gott sánd þegar þetta var flutt í Kastljósinu, vantaði eitthvað upp á þar.

En úr því minnst er á lagasmíð þá verð ég að lýsa mig sammála því sem Magni samstarfsmaðurinn þinn í ÁMS sagði þegar hann fjallaði um þig sem lagasmið í einhverju viðtali á Rás 2 um daginn. Keep up the good work

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 17:17

5 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hulda: Já búningarnir hafa klárlega sitt að segja. Spurning að reyna að finna skáröndóttu búningana sem danir hönnuðu um árið og áttu að láta þá virðast stærri .

Eiríkur: Alfreð er toppþjálfari, það er ekki spurning. Hann virðist að vísu ekki neinn yfirburða "peptalker", ef marka má það sem heyrist til hans í leikhléum, en ég get ekki ímyndað mér að þessi slaka byrjun landsliðsins sé af því að Alfreð sé orðinn eitthvað þreyttur.

Anna: Já mér líst miklu betur á að kenna Kastljósinu um en Alfreð . Og kærar þakkir fyrir hrósið, ég met það mikils.

Heimir Eyvindarson, 21.1.2008 kl. 21:02

6 identicon

Ég stóð mig nú vel í vídeóinu á laginu

Sæmi (IP-tala skráð) 22.1.2008 kl. 22:50

7 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Sæmi toppaði myndbandið  smjúts

Ennþá eru þeir í RAUÐU búningunum !!!!!!!!

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.1.2008 kl. 17:54

8 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já Sæmi er yfirburðamaður í myndbandinu! Í dag voru bláir búningar aftur, og hvergi minnst á lagið og það var ekki að sökum að spyrja - Ungverjar steinlágu. Reyndar held ég að þessir búningar skipti engu máli, ég man það t.d. eins og gerst hefði í gær þegar við unnum Rúmena, sem þá voru stórþjóð í handboltanum, 25-23 á HM´86 í rauðu búningunum. En svona lag má aldrei gera aftur, sama hversu gott það er.

Heimir Eyvindarson, 23.1.2008 kl. 21:42

9 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Og það hafðist nú að sjálfsögðu vegna BLÁA litsins

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.1.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband