Hópferð á hestamannaball í Danmörku!

Við félagarnir í Á móti sól erum að fara að spila á hestamannaballi í Danmörku laugardaginn 26.apríl. Það er í tengslum við stórt hestamannamót sem ber heitið Gangarts Cup og er haldið í Rönde, í nágrenni Århus.

Ég var að reka augun í það að Iceland Express og Hestafréttir bjóða upp á hópferð á keppnina - og ballið!

Ferðin kostar 64,900 og innifalið er flug fram og til baka, rúta frá Kaupmannahöfn á mótssvæðið - og til baka, gisting í 2 nætur (1 í Köben og 1 í Århus) og síðast en ekki síst íslensk fararstjórn, en það er enginn annar en folinn Fjölnir Þorgeirsson sem stýrir ferðinni Smile

Nánari upplýsingar eru á vef Express ferða: http://www.expressferdir.is/viewtrip.php?idt=843   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju með daginn félagi
Kveðja úr snjónum á Höfn...

Liljan á Höfn (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 10:45

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

 er það ekki í dag

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 14.4.2008 kl. 16:44

3 identicon

Til Hamingju með Afmælið Heimir

Björk (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 19:17

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Til hammó með ammó. Sáða í blaðinu, gamli.

Ingvar Valgeirsson, 14.4.2008 kl. 19:36

5 Smámynd: Anna Sigga

Til hamingj með daginn í gær Heimir minn :)

Anna Sigga, 15.4.2008 kl. 07:46

6 Smámynd: Eyþór Árnason

Svolítið seinn... en til hamingju með daginn í gær...

Eyþór Árnason, 15.4.2008 kl. 10:42

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk öll

Heimir Eyvindarson, 15.4.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband