Sumartími á Seyðisfirði

Seyðfirðingar gæla nú við þá hugmynd að færa klukkuna hjá sér fram um tvo tíma á sumrin, til að njóta sólarinnar eilítið lengur. Ég veit nú ekki hvað mér á að finnast um það, get ekki alveg séð að það gangi upp að eitt svæði á landinu sé á allt öðrum tíma, en mér finnst frábært hjá þeim að vekja máls á þessu. Og óneitanlega ber það vott um áræðni að þora að stinga upp á slíku í fullri alvöru.

Ég hef reyndar lengi verið þeirrar skoðunar að við Íslendingar ættum að færa klukkuna framar, bæði að vetri og sumri. Það er að vísu ekki alveg kórrétt landfræðilega séð, en hér á landi eru aðstæður vissulega dálítið sérstakar og því hafa margir bent á að það væri fýsilegur kostur að sveigja aðeins milli tímabelta og stilla okkur t.d. saman við hinar norðurlandaþjóðirnar, sem eru einum tíma á undan okkur á veturna og tveimur á sumrin. Með því móti nytum við sólarinnar aðeins lengur á kvöldin og eins væri ekki verra að "tapa" ekki alltaf 1-2 klukkutímum þegar maður skreppur til Köben t.d. Í stuttum helgarferðum á vegum íslenskra ferðaskrifstofa og flugfélaga, sem oftar en ekki bjóða upp á tafir (og jafnvel krókaleiðir upp á síðkastið), er hver klukkustund dýrmæt Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Sammála! Klukkuna fram um tvo tíma og dagatalið um 3 ár. Það ætti þá að stemma nokkurnveginn við restina af heiminum.

Heimir Tómasson, 4.6.2008 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband