Aðgerðaáætlun vegna óvæntra heimsókna ísbjarna!

Þingmenn Vinstri-grænna eru sumir hverjir bálreiðir yfir því að hér á landi sé ekki til sérstök aðgerðaáætlun vegna óvæntra heimsókna ísbjarna! Vissulega er leiðinlegt að bangsi skyldi felldur, og líklega voru viðbrögðin ekki eins og best verður á kosið, en aðgerðaáætlun vegna óvæntra heimsókna ísbjarna! Er það?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Svo eru stundum að koma Framsóknarmenn á Norðfjörð, helsta vígi kommanna á Austurlandi. Ætli það sé til aðgarðaáætlun vegna þess?

Ég efast um það. Kom þangað um daginn og varð ekki var við neitt.

Gestur Guðjónsson, 4.6.2008 kl. 09:16

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hehehe .

Heimir Eyvindarson, 4.6.2008 kl. 09:32

3 identicon

Eru ekki Framsóknarmenn í útrýmingarhættu? Það væri þá ekki nema að aðgerðaráætlunin fælist í því að veiða þann síðasta og stoppa hann upp, svona eins og gert var með geirfuglinn.

Njörður (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 12:14

4 Smámynd: Anna Sigga

Auðvitað á hún að vera til!

Anna Sigga, 4.6.2008 kl. 21:36

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Mér fannst aðgerðin í Skagafirði heppnast ágætlega - björninn var skotinn og þarf ekki að hafa frekari áhyggjur af honum. Kostar miklu minna en að þvæla kvikindinu, uppfullu af deyfilyfi, með þyrlu landhelgisgæslunnar alla leið til Grænlands. Kostnaður við slíkt væri himinhár og engan vegin réttlætanlegur.

Ingvar Valgeirsson, 6.6.2008 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband