Áfram Spánn!

Ég hef ákveðið að halda með Spánverjum á EM. Í gegnum tíðina hef ég yfirleitt haldið með Hollendingum, en Nistelroy og Robben hafa aðeins dregið úr aðdáun minni á þeim. Torres vinur minn er í spænska liðinu og nokkrir fleiri núverandi og fyrrverandi púllarar og auk þess spilar liðið stórskemmtilegan bolta, þannig að ákvörðunin um að halda með þeim var frekar auðveld.

Danska blaðið BT greinir í dag frá 24 ástæðum fyrir því að Spánverjar verði Evrópumeistarar. Ég ætla að tína til nokkra punkta úr yfirferð blaðsins;

1. Gullkálfurinn Raúl er ekki með: Hann hefur verið í liðinu í 5 heims- og Evrópukeppnum og liðið hefur ekkert unnið í þau skipti.

2. Góður mórall í liðinu, m.a. vegna þess að Raúl er ekki með!

3. Þeir spila hraðan bolta: Ein ástæða þess að Aragones valdi ekki Raúl.

4. Þeir hafa Torres

11. Nokkrir þeirra eru vanir að spila í Bretlandi þar sem boltinn er hraðari og harðari.

14. Luis Aragones er snarruglaður; það hjálpar ef þú þjálfar Spánverja!

16. Þeir fá 650 þús. evrur á kjaft ef þeir vinna.

17. Þeirra lélegasti maður, Fabregas, er sá besti í arsenal Wink .

18. Þeir hafa spilað 15 leiki í röð án þess að tapa.

19. Þeir eru frábærir leikarar; David Villa, Luis Garcia og Diego Capel eru meistarar í að láta sig falla með tilþrifum!

23. Þeir njóta stuðnings Spánverja, Baska, Katalóna og Brasilíumanna.

24. Þeir njóta einnig stuðnings klámdrottningarinnar Luciu Lapiedra!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

arsenal með stórum staf?

Meinleg áslattarvilla hjá þér félagi.

Ari (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 23:36

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Úps! Búinn að laga það, takk

Heimir Eyvindarson, 12.6.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Viva Spania, sérstaklega út af atriði 19

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 13.6.2008 kl. 10:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband