Þegar ég lærði til þroskaþjálfa las ég mikið um fólk sem af einhverjum ástæðum er ekki treystandi til að taka ákvarðanir sem varða lífsgæði þess - er þess vegna svipt sjálfræði. Þetta getur verið allskonar fólk, sumt er fjölfatlað, sumt ekki með fulla greind, sumt veilt á geði o.s.frv...
Sumt það fólk sem ég fékk tækifæri til að fræðast nánar um var hrætt við að fóta sig í þjóðfélaginu og vildi helst aðstoð við alla skapaða hluti, en svo var einnig um að ræða fólk sem var svo plagað af ranghugmyndum að það taldi að sér væru allir vegir færir - jafnvel þó því færi fjarri.
Sumt það fólk kom m.a.s. svo vel fyrir að það gat villt á sér heimildir og leikið lausum hala í þjóðfélaginu um talsvert skeið, án þess að félagsþjónustan uppgötvaði það. Þetta fólk olli í sumum tilvikum sjálfum sér og öðrum gífurlegum skaða - með því að hella sér út í misgáfulega hluti án þess að vera á nokkurn hátt í stakk búið til þess.
Það eru líklega tvö ár síðan ég var að garfast í þessu verkefni, en af einhverjum ástæðum hefur mér stundum verið hugsað til þess þegar menn hafa komið með þau mótrök fyrir því að við gengjum ESB á hönd, að þá myndum við ekki lengur ráða sjálf öllum okkar gjörðum.
Í kreppunni hefur þessi umræða aftur komið upp. Geir Hårde hefur t.d. sagt að það yrði þrautalending að fá aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, vegna þess að þeirri aðstoð myndu fylgja svo ströng skilyrði.
Afsakið, en ég sé bara ekkert slæmt við það. Allir samningar sem verða til þess að minnka vald okkar til að taka ákvarðanir sem skipta máli fyrir framtíð okkar eru af hinu góða.
Ég held að það sé löngu ljóst að okkur er engan veginn treystandi til þess.
Hefðum líklega aldrei átt að fara undan pilsfaldi Dana.
Við getum samt haldið áfram að vera hress .
Flokkur: Bloggar | 11.10.2008 | 18:38 (breytt kl. 18:40) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Blessaður Tómas.
Í sjálfu sér veit ég ekkert um það. Ég veit heldur ekkert um það hvort það er gáfulegt hjá okkur að ganga í ESB, þó ég haldi það. Það sem ég er að fara í þessum pistli er bara það að mér finnast það ekki rök í málinu að vald okkar til ákvarðanatöku minnki. Mér finnst við einfaldlega hafa sýnt það að okkur gengur ekkert sérstaklega vel að fara með það .
En ef þetta eru skilyrðin, sem þú ert að nefna, þá líst mér ekkert á það. Það er búið að skera nóg niður nú þegar. Heilbrigðiskerfið líkist t.d. æ meir heilbrigðiskerfi Breta á tímum M. Thatcher.
Heimir Eyvindarson, 11.10.2008 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.