Lítill bær með stórt hjarta

Það er svo sannarlega gott að búa í Hveragerði. Samheldni bæjarbúa er einstök. Það sannaðist heldur betur í gær á styrktartónleikum sem starfsfólk grunnskólans, í samvinnu við Hljómlistarfélag Hveragerðis, stóð fyrir á Hótel Örk. Fullt var út úr dyrum og stemmningin mögnuð.

Við félagarnir í Hljómlistarfélaginu erum einfaldlega orðlausir yfir velvilja allra þeirra sem komu að þessu verkefni; hljómlistarfólkinu, Hótel Örk, Hjálparsveitinni o.s.frv.....listinn er endalaus.

Takk fyrir frábæra kvöldstund Smile.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Takk fyrir frábæra kvöldvöku, hún var öllum til sóma og enn betra að markmiðið með tónleikunum náðist

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.11.2008 kl. 16:07

2 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Takk sjálfur!

Þorparar hjálpa þorpurum og þannig á það að vera!

Soffía Valdimarsdóttir, 7.11.2008 kl. 19:09

3 identicon

Og næst syngjum við öll saman lag.

"Lítið lag um  "bærinn okkar"(tm)...

Sævar (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 22:19

4 Smámynd: Bryndís Valdimarsdóttir

Já þetta var frábært kvöld. Þið stóðuð ykkur vel.

Bryndís Valdimarsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:54

5 Smámynd: Bryndís Guðmundsdóttir  (Binna)

Stundum saknar maður þess að búa ekki lengur í litlu samfélagi. Maður týnist einhvern vegin í fjöldanum hérna norðan heiða. Litlu bæjar og sveitafélögin geta verið svo frábær þegar fólk þarf að þjappa sér saman, eða rétta hjálpar hönd.

Hveragerði var nú bara lítið þorp þegar ég bjó þar

Bryndís Guðmundsdóttir (Binna), 8.11.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband