Euroshopper

Ég fylgdist með strákunum í 10. flokki Hamars spila körfubolta um helgina. Það er reyndar yfirlýst skoðun mín að það sé alveg á mörkunum að körfubolti teljist íþróttagrein, en það breytir því ekki að það má hafa gaman að því að fylgjast með honumWink. Sérstaklega þessum efnilegu strákum.

Þar sem ég hef fengið það hlutverk hjá Lárusi formanni, sem á það sammerkt með Hemma Gunn að manni dettur ekki í hug að segja nei við hann Smile, að halda úti bloggsíðu fyrir þessa körfustráka þá greip ég myndavélina með mér og þar sem hún var náttúrlega batteríslaus þegar til átti að taka skaust ég í Bónus og keypti pakka af Euroshopper rafhlöðum. Það er skemmst frá því að segja að þær fara í flokk með saltlausu saltstöngunum, óæta snakkinu og ósteikjanlegu frönsku kartöflunum í þessari undarlegu seríu. Ég var búinn að taka sex myndir þegar alkaline batteríin sögðu stopp Grin.

Evrópusinni eins og ég ætti kannski bara að þegja yfir þessu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Euroshopper er daglega kallað Eurotrash. Og ef að þú kauir ethvað Eurodrasl á 100 kall í bónus þá kostar það 250 kr í Hagkaup og 450 í 10 -11. en kostar líklega 15 kr í innkaupi

Ingvar, 10.11.2008 kl. 00:08

2 identicon

Það vill ekki svo til að þú eigir einn af þessum efnilegu strákum?

Heiðrún Dóra Eyvindardóttir (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 19:27

3 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Rafhlöðum!!! - elska sona tal..........

Soffía Valdimarsdóttir, 10.11.2008 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband