Krónískur lygari?

Árni Mathiesen var spurður að því í morgun hvort hann væri að hætta í pólitík. Viðbrögð hans voru á þessa leið:

Árni: „Hvaða vitleysa?"

Blaðamaður: „Þetta er ekki rétt?"

Árni: „Nei, nei."

Blaðamaður: „Þannig að þú ert bara kokhraustur?"

Árni: „Já, já."

Blaðamaður: „Þetta eru ekki réttar fréttir?"

Árni: „Nei, þetta eru ekki réttar fréttir."

Örfáum klukkustundum síðar tilkynnir hann síðan að hann sé hættur í pólitík! Samkvæmt mínum heimildum hafði það legið fyrir alllengi að Sjálfstæðismenn í kjördæmi Árna legðust gegn því að hann færi fram á ný. Þetta hafði honum verið tilkynnt, m.a. af kjördæmisráð flokksins. Hvers vegna hann kýs þá að ljúga þegar hann er inntur eftir þessu leiðir þá hugann að því hvort það geti verið að honum sé eðlislægt að ljúga.

Það er einnig athyglisvert að velta því fyrir sér að eini fjölmiðillinn sem segir frá þessum tvískinnungshætti Árna er Visir.is, alræmdur Baugsmiðill.

Í hvaða flokk setur þetta þá hina miðlana? Hví meta þeir það svo að þetta sé ekki fréttnæmt?

Ekki ætla ég að fara að bera blak af Baugi hér, en mér sýnist altént að það sé full þörf fyrir einhverja hinna svokölluðu Baugsmiðla.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Það var orðið mjög auðvelt að sjá þegar þessi maður var kominn í vandræði í viðtölum. Hann byrjaði að blikka augunum ótt og títt þegar þurfti að grípa til vafasamra "útskýringa". Minnti á Lúðvík Jósepsson fyrir mörgum árum. Reif alltaf af sér gleraugun þegar þurfti á slíku að halda.

Davíð Löve., 26.2.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband