Kjartan Ólafsson

Ég hef áður tjáð mig um það hversu einstaklega dapurlegur þingmannafloti Sunnlendinga er. Til glöggvunar skal rifjað upp að meðal þeirra sem kosnir voru á þing fyrir kjördæmið í síðustu kosningum eru Árni Johnsen, Árni Mathiesen, Bjarni Harðarson og Kjartan Ólafsson!

Mér varð á að skipta yfir á útsendingu frá Alþingi rétt í þessu og varð þar vitni að einstaklega glæsilegum málflutningi eins þessara snillinga, Kjartans Ólafssonar. Hann afhjúpaði ævintýralega fáfræði sína og óskynsemi þegar hann af einhverjum algjörlega óskiljanlegum ástæðum ákvað að blanda sér í umræður um kvótakerfið!

Fyrir Alþingi liggur semsagt þingsályktunartillaga um innköllun aflaheimilda, þ.e. að þjóðin eignist aftur fiskinn í sjónum. Fiskinn sem útgerðarmenn fengu á silfurfati fyrir 25 árum og hafa gengið þannig um, m.a. vegna brottkasts og annars óþverra sem óhjákvæmilega hefur fylgt kvótakerfinu, að aflaheimildir í dag eru helmingi minni en fyrir 25 árum þegar þetta frábæra kerfi var sett á - að sögn til þess að vernda og efla fiskistofnana!

Innlegg Kjartans í þessa umræðu var á þá leið að nú væri nóg komið af kúvendingum í sjávarútvegi, hinir góðu og duglegu útgerðarmenn sem við Íslendingar værum svo heppnir að eiga að gætu ekki lifað við það að endalaust væri verið að gjörbreyta fiskveiðistjórnunarkerfinu!

Í andsvari var Kjartani vinsamlega bent á að kvótakerfið hefði verið sett á 1984 og síðan þá hefðu engar kúvendingar orðið! Hann steig þá aftur í pontu og minntist ekki frekar á hvað blessaðir útgerðarmennirnir ættu bágt að það væri alltaf verið að breyta hjá þeimWink, en lagði í staðinn ríka áherslu á það að nú væri alls ekki rétti tíminn til að hlaupa til og gjörbreyta öllu; kvótakerfinu, kosningalögunum, stjórnarskránni o.s.frv....!!! 

Kjartan er semsagt mjög ánægður með hvernig hlutirnir fúnkera hér á ÍslandiLoL.

Hann gat þess einnig í ræðu sinni að við ættum stærsta þjóðgarð í Evrópu......ég er enn að reyna að átta mig á því hvað það kemur kvótakerfinu við. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Grein hans í síðustu Dagskrá um sláturgerð og meinta snilligáfu/skyggnigáfu höfundar fór alveg með mig.

Hvað getur maður sagt?

Soffía Valdimarsdóttir, 2.3.2009 kl. 19:54

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Akkurat

Heimir Eyvindarson, 2.3.2009 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband