Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður sér svona dellu. Allt frá því að ég fór að fylgjast með stjórnmálum hef ég undrast eðli kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, einmitt vegna þess að það hefur verið alveg sama hvaða einstaklingar hafa skipað efstu sæti lista flokksins. Hjörðin hefur ávallt flykkst á kjörstað og sett x-ið á gamla staðinn. Einhvernveginn alveg hugsunarlaust, hlýtur að vera.
Flokkurinn er löngu búinn að átta sig á skilyrðislausri fylgispekt sunnlenskra sjálfstæðismanna því hingað hefur verið hægt að vandræðagemsa sem allir eru búnir að gefast upp á annarsstaðar (t.d. Árna M. Mathiesen) og það hefur ekki klikkað; þeir hafa fengið afbragðs viðtökur hér í sveitinni
Það kæmi mér ekki á óvart þótt fylgi Sjálfstæðisflokksins í þessu kjördæmi færi yfir 30% þegar talið verður upp úr kössunum á laugardag. Svo brjálæðislegt er hjarðeðlið hér sunnanlands.
D og S listi stærstir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 20.4.2009 | 16:24 (breytt kl. 16:28) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
var þetta ekki framgangur ÁJ í idolinu...
zappa (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 16:30
Er farinn að halda að fíflum landsins sé safnað saman í einu kjördæmi.
Anton Berg (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 16:34
Öfunda altaf svolítið Sunnlendinga hvað þar er blómlegt og öflugt atvinnlíf þegar ég er þar á ferð.
Ragnar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 16:37
Sæll Heimir.
Þú kemur inná hið sérstaka hjarðeðli þeirra sjálfstæðismanna og er það ekki að ástæðulausu, Því get ég ekki stillt mig um að benda á:http://ingimundur.blog.is/blog/ingimundur/entry/799294
Vertu annars velkominn og bestu kveðjur til þinna.
Ingimundur Bergmann, 20.4.2009 kl. 16:39
Ekki gleyma að X-S er að gera frábæra hluti líka. Sunnlendingar eru duglegir að verðlauna fyrrverandi BANKAmálaráðherra í mesta efnahagshruni Vesturlanda frá upphafi vega. Til hamingju Suðurland!!!!
Guðmundur St Ragnarsson, 20.4.2009 kl. 16:45
Þetta eru áhrifin frá kananum sem þarna hafa alltaf spilað stórt hlutverk. Sérstaklega á Suðurnesjum sem virðast vilja hafa pólitíkina út frá heimskulegu tveggja(hægri)flokka kerfi BNA Repúblicanarnir (Sjálfstæðisflokkur) og Demókratarnir (Samfylkingin) og breytir engu um hversu spillitir frambjóðendur þessara flokka eru eða bera mikinn hita og þunga af frægasta efnahagshruni Vesturlanda frá upphafi eða hafa rænt og rupplað á kostnað ríkisins verið settir jail-ið fyrir en fegnið uppreista æru í gegnum flokksræðið og klikuskap að nýju til að geta boðið sig áfram fram á þing.
En sé einhver í Sjálfstæðis-hjörðinni ekki viss í sinni sök þá má benda á þetta myndband til þess að hjálpa þeim hinum sama að sjá örlítið út úr horninu á dökkbláum blindragleraugunum:
http://www.youtube.com/watch?v=wnEuUZwxkyE
Þór Jóhannesson, 20.4.2009 kl. 16:53
Skelfing eigið þið nú bágt,ekkert málefnalegt frekar en fyrrid daginn hjá ykkur vinstraliði það er ykkar ær og kýr pólitíst skýtkast út í allt og alla.
Ragnar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 17:16
Þó ég sé flokksbundinn sjálfstæðismaður þá hef ég alla tíð haft mikla og eindregna skoðun á hvaða menn eigi að skipa framboðslista flokksins. Árna Johnsen hef ég alltaf strikað út, skilyrðislaust eftir dóm hans hér um árið. Um Árna Mathiesen þarf ekki að fjölyrða, þvílíkur bölvaður ruglustampur er þar á ferð.
Það er einmitt út af svona sendingum sem og almennri skynsemi sem að ég er algerlega á móti svona flokkakerfi eins og er við lýði. Einstklingskosningar strax og enga svona vitleysu eins og verið hefur undanfarið, þá ekki síst hjá Samfylkingunni.
Heimir Tómasson, 20.4.2009 kl. 17:23
Hvað á þessi færsla á þýða? Viljið þið kannski kjósa fyrir Sunnlendinga, Suðurnesjamenn, Vestmannaeyinga og Hornfirðinga?!?
Mér sýnist þessi skoðanakönnun ekki vera mikið öðruvísi en tölur annars staðar frá, ma. frá borginni.
Þannig að mér finnst að menn ættu fyrst að læra að kjósa 'rétt' heima hjá sér áður en þeir fara að kenna okkur Sunnlendingum að kjósa.
Svo er spurning hvort flokka megi þessa færslu undir fordóma...
Bjarni Ben (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 17:36
Hm... nafni minn er nú sunnlendingur og búsettur þar líka, þannig að fordómar eru þá athyglisverðir.
Eins og ég benti á þá er ég flokksbundinn sjálfstæðismaður en ég er mikið sammála Nafna.
Heimir Tómasson, 20.4.2009 kl. 17:42
Ragnar: Það má öfunda Sunnlendinga af mörgu, enda eru hér blómlegar sveitir og hið besta fólk upp til hópa. Ég þekki mikið af Sjálfstæðismönnum sem ég kann afskaplega vel við, það vantar ekki, en þeir eiga það þó flestir sameiginlegt að kjósa flokkinn fram í rauðan dauðann - algerlega óháð því hvaða fólk er á listanum! Þó sér maður vonarglætu í sumum .
Hvað varðar seinna komment þitt Ragnar þá veit ég nú ekki alveg hvað þú átt við með því.
Ingimundur: Velkominn í vinahópinn sömuleiðis og takk fyrir kveðjuna. Ég las þennan pistil þinn á sínum tíma. Hann er afbragðsgóður. Ég las líka grein eftir þig um daginn, Draugur í flagi, sem ég sá að er á blogginu þínu. Leyfi mér að benda mönnum á að lesa hana einnig: http://ingimundur.blog.is/blog/ingimundur/entry/850296/
Guðmundur: Ég ætla nú ekki að fara að verja þátt Björgvins G., eða Samfylkingarinnar ef út í það er farið, í því hruni sem við upplifum nú um stundir. Ég hef tjáð mig um það að flokkurinn var með buxurnar á hælunum alla sína stjórnarsetu með Sjálfstæðisflokknum, lamaður af fögnuði yfir því að fá loksins að vera með. En ég held að engum detti í hug að halda því fram að ábyrgð hans sé viðlíka þeirri ábyrgð sem Sjálfstæðisflokkurinn ber á ástandinu - eftir 18 ára stjórn efnahagsmála.
Kannski er hjarðeðlið komið til að vera hjá Samfylkingarmönnum á Suðurlandi, en það er varla hægt að tala um slíkt strax. Hjá Sjálfstæðisflokknum er það þó ófrávíkjanleg og sorgleg staðreynd - sem mýmörg dæmi sanna.
Gunnar Þór: Ég efast ekki um að margir Sjálfstæðismenn myndu kjósa spýtukalla - ef þeir væru "rétt" merktir.
Nafni: Þú semsagt kýst flokkinn, jafnvel þótt einhver spýtukall skipi efsta sætið
En grínlaust þá er það hárrétt hjá þér að það þarf að breyta þessu meingallaða kosningakerfi. Það er nú einmitt það sorglega við það að kjósendur hafa eiginlega ekki haft neitt vald. Einhverskonar persónukjör væri mun gáfulegra fyrirkomulag en það sem við búum við.
Hér þurfa útstrikanir að vera svo fáránlega margar til að það breyti einhverju að það er nánast vonlaust að hafa áhrif með þeim hætti. Sjáðu bara Björn Bjarnason í síðustu kosningum. Hann var strikaður út í stórum stíl - eðlilega - en hvað gerir flokkurinn? Gerir hann að ráðherra!!!
Sjálfstæðismenn mega ekki heyra á það minnst að koma á stjórnlagaþingi. Þeir virðast ánægðir með gamla systemið, enda hefur það reynst þeim afar vel í gegnum tíðina.
Bjarni Ben: ?
Heimir Eyvindarson, 20.4.2009 kl. 17:50
Það er nú akkurat málið Heimir, að við erum sammála um margt. Þessvegna hentar svona flokkakosningafyrirkomulag okkur illa. Auðvitað er að finna gott fólk í öllum flokkum - og vont líka, þessvegna væri alveg frábært ef einhver gæti fundið upp á persónukjörskerfi sem virkaði.
Heimir Eyvindarson, 20.4.2009 kl. 17:53
Hrólfr sonur Helga magra spurði föður sinn þegar karlinn vildi fara að ráðum Þórs og sigla norðr um landit: Hvárt myndi hann halda í Dumbshaf ef Þórr vísaði honum þangat? Faðir hans svaraði engu en stímdi norður í land og fékk vetr mikinn.
Því er eins farið með Sjallana - frekar að þola harðræði en að hugsa fyrir sig sjálfir.
Soffía Valdimarsdóttir, 20.4.2009 kl. 20:06
Heimir Eyvindarson, 20.4.2009 kl. 21:47
Jú nafni, ég hef kosið D hingað til en beiti útstrikunum miskunnarlaust. Þó að það hafi ekki mikið að segja þá er það mín eina leið til að koma minni óánægju á framfæri. Og af hverju kýs ég D þá? Af því að það sem að ég hélt að hann stæði fyrir var mér hugleiknara en það sem hinir flokkarnir stóðu fyrir (en hafandi séð B og S í action þá er reyndar ekki mikill munur. Kannski S og B fólkið grilli í hádeginu?).
Hinsvegar mun ég ekki kjósa þetta árið (öllu héldur, ég mun skila auðu), það er nákvæmlega enginn í framboði sem ég myndi vilja sjá á þingi.
Heimir Tómasson, 21.4.2009 kl. 00:41
Ég hef svarað því í þeim könnunum sem ég hef lent í í ár að ég muni skila auðu, það eru ekki beysnir kostir í boði. Og það held ég að sé rétt hjá þér að B og S muni stinga saman nefjum þegar líða fer á daginn.
Heimir Eyvindarson, 21.4.2009 kl. 07:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.