Enn af vandræðagangi vinstri manna

Ég er að læra, en í fjarska heyri ég í sjónvarpinu. Silfur Egils er í gangi, og ég laumast fram og sé Valgerði, Össur, Ögmund og Guðlaug Þór takast á um Impregilo, Bechtel, norskar varnir o.fl.

Ég hef yfirleitt mjög gaman af Ögmundi í svona þáttum, hann er vel inní málum, rökfastur og fylginn sér. En verandi vinstri maður verður honum oft á í messunni og glutrar oft niður góðri stöðu sem hann hefur komið sér í. Gott dæmi um það var þegar hann var kominn með Valgerði og Guðlaug alveg út í horn í umræðum um hið alræmda Impregilo, með dyggri aðstoð Össurar, en skaut svo yfir markið með ómarkvissum og ótímabærum skotum á Bechtel! Eflaust hefur hann haft mikið til síns máls, en þetta voru klárlega taktísk mistök í stöðunni og urðu til þess að Valgerður sneri málum sér í hag. Því miður.

Rétt seinna fór hann mikinn í gagnrýni sinni á það að norski herinn eigi að sjá um varnir landsins. Að sama skapi hefur hann eflaust mikið til síns máls í þeim efnum, ekki hef ég hundsvit á því svo mikið er víst Smile, en fólki flestu er held ég bara nákvæmlega sama um þessa hluti. Finnst það í versta falli fyndið að norðmenn eigi að verja okkur, og það á friðartímum! Þessvegna voru þessi læti Ögmundar yfir norskum vörnum ótímabær og ekki til þess fallin að auka honum og flokki hans fylgi. Því miður.

Gengur vonandi betur næst........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband