Steingrímur lipur og sveigjanlegur að vanda

Getur Steingrímur ekki sjálfum sér um kennt? Ég fæ ekki betur séð en að "tilboð" hans til framsóknar um að verja minnihlutastjórn Samfylkingar og VG falli hafi gert allar vonir um vinstri stjórn að engu. Það kemur í ljós sem ýmsir bentu á fyrir kosningar, þar á meðal ég, að VG eru of herskáir og ósveigjanlegir til að nokkur geti unnið með þeim. Þegar allt kemur til alls detta atkvæði greidd vinstri grænum einfaldlega nánast jafn dauð niður og þau sem greidd voru Íslandshreyfingunni!

Þó ég hafi ekki nokkurt einasta álit á framsóknarflokknum skil ég þá fullkomlega að hafa móðgast við þetta útspil Steingríms. Miðað við hversu snjall Steingrímur er greinilega á mörgum sviðum virðist hann ekki hafa til að bera góða samskiptahæfni, sem hlýtur að vera nauðsynleg stjórnmálaforingjum í lýðræðisríkjum.

Þetta ber ekki vott um neina kænsku, þetta er einfaldlega ávísun á það að VG mun sitja áfram í stjórnarandstöðu, rétt eins og allir sem vildu vita vissu fyrir kosningar. Og nú kvartar hann og kveinar yfir því að enginn vilji tala við hann! Hvernig skyldi nú standa á því vinur? 


mbl.is Steingrímur: Stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar allt of hægrisinnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Árnason

Nú komust flokkar til valda hérna sem voru álíka herskáir og mér skilst að VG séu. Þetta eru núna hin ljúfustu lömb, fá einhver málamynda lög sett og eru bara ánægð. Virðast ekki vita að þau eru á hraðferð í slátrun, en það er annað mál.

Hjalti Árnason, 18.5.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband