Jón Ólafsson með fullt hús hjá tónlist.is

Ég má til með að segja frá því að ég kíkti í fyrsta skipti á þennan nýja vef hjá tónlist.is áðan og það var óneitanlega skemmtileg tilviljun, eftir að hafa séð Stefán Hjörleifsson vísa því alfarið á bug að stjörnugjöfin á tónlist.is væri á einhvern hátt óeðlileg, að það fyrsta sem fyrir augu bar var plata Jóns Ólafssonar fóstbróður Stefáns - með fullan farm af stjörnum Wink

En vefurinn fannst mér fínn og það er vonandi að það verði hægt að skapa um hann góða sátt, en til þess að það verði þurfa náttúrlega allir aðilar að koma fram af heiðarleika. Ég hef reyndar lítið getað fylgst með þessu máli en mér sýnist vanta dálítið upp á í þeim efnum. Því miður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já - það finnst mér líka merkilegt - en það er náttúrulega ekki sama lag * eða *fóst*bræðra*lag*  Ef Ragnar Reykás kæmist í málið væri hann held ég ansi fljótur að finna fnyk í lofti.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 01:56

2 Smámynd: Anna Sigga

Sæll sæll Heimir! Hvað segirðu mér? Hvernig er platan hans Jóns? -er hún kannski fullt hús stiga plata eða er hún eins og floppetíflopp

Anna Sigga, 23.5.2007 kl. 11:25

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Hæ Anna Sigga. Ég hef ekki heyrt plötuna hans Jóns og hef þessvegna enga skoðun á henni, en mér fannst þetta samt skemmtileg tilviljun

Heimir Eyvindarson, 23.5.2007 kl. 13:22

4 Smámynd: Hjalti Árnason

Það var merkilegur fjandi! Ég held að við verðum að fara að gera það sama.

.......Músik.is..........popptónlist.is............bítlabaul.is..........garg.is............

......þaðsemmammaþinhlustarekkiá.is.....þaðsemvantaráspilalistabylgjunnar.is.

eða kannski bara tonlist.no?

Hjalti Árnason, 23.5.2007 kl. 20:50

5 identicon

Ekki þessar samsæriskenningar. Þaðer svo hallærislegt. Ég var fyrsti maðurinn til að gera athugasemdir við stjörnugjafir www.tonlist.is eftir breytingar því þar stóð ekki steinn yfir steini. Hvorki hjá mér eða öðrum. Einhver meistaraverk með Spilverkinu voru með 2 stjörnur á meðan einhvert prump var með 5 stjörnur.Hver ein og einasta Nýdönsk plata var með 3 stjörnur til að byrja með, veit ekki hvernig það er í dag.Ekki ákvað Stefán það eða hvað? Hefði hann þá ekki átt að setja 5 stjörnur á hljómsveit sína? Ég held að þetta hafi einfaldlega verið handvömm í upphafi. Ykkur til upplýsingar þá er ég eingönu með 3 stjörnur núna á tonlist.is og vona að öllum líði skár. Og það er afþví að einhver einn notandi tonlist.is ákvað þetta..Sjálfum finnst mér þessi stjörnugjöf algjörlega óþörf og truflar hugsanlega kaupendur frá því að taka sjálfstæðar ákvarðanir.

Jón Ólafsson (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband