Ég man ekki eftir að hafa fengið borgað

Ég er nú ekki viss um að það sé rétt að einhverjum tónlistarmönnum sé hyglað á kostnað annarra á tónlist.is, ekki umfram það sem eðlilegt getur talist a.m.k. Þá á ég við að auðvitað er vefurinn fyrst og fremst söluvefur þannig að stjórnendurnir hljóta að leggja áherslu á það sem þeir telja söluvænlegast hverju sinni. Ábyggilega standa einhverjir minni útgefendur höllum fæti gagnvart t.d. Senu þar eins og annarsstaðar, en það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að mínu viti. Að neita því er kannski óeðlilegt, en það er önnur saga.

Hitt er svo annað mál að ég á dálítinn slatta af lögum þarna inni og ég hef aldrei fengið krónu borgaða Wink

 


mbl.is Hygla ekki á tonlist.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Árnason

Þá er kannski ekkert svo mikið öðruvísi að nota morpheus, exeem, bittorrent og það allt - maður sleppur allavega við að borga. En þú færð ekki heldur krónu frá þeim....

Hjalti Árnason, 22.5.2007 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband