Páskatúrinn að baki

Þá er árlegur páskatúr hljómsveitarinnar afstaðinn, við spiluðum á 4 stöðum, 3 böll og eina stutta tónleika, og skemmst er frá því að segja að allt heppnaðist þetta eins vel og hægt er að óska sér. Þeir sem vilja skoða myndbönd úr túrnum og fræðast meira um hljómsveitina geta kíkt á nýja bloggsíðu okkar www.amotisol.blog.is

Gleðilega páska


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Gleðilega páska

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 23.3.2008 kl. 15:57

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sömuleiðis

Heimir Eyvindarson, 23.3.2008 kl. 17:59

3 identicon

Heyrði í þér hjá Hemma Gunn áðan. Mikið gaman! Gvenda sagði að hann bróðir minn væir meira að segja sætur í útvarpinu. Til hamingju með þetta og gleðilega páska

Heiðrún Dóra (IP-tala skráð) 23.3.2008 kl. 18:48

4 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

aloha Heimir -  smá félagsmálapakki  ... hvernig líst þér á opnun gullkistunnar hjá RUV.  Er það kúl að félagið okkar hálfgefi gullið með þessum hætti og heldur þú að það standist eitthvað t.d. LÖG.

Pálmi Gunnarsson, 24.3.2008 kl. 12:48

5 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Er hægt að fá sönginn þinn sem hringitón ?

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 25.3.2008 kl. 19:18

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sæll félagi Pálmi.

Ég verð nú að viðurkenna að ég hef ekki kynnt mér þennan samning til hlítar, mætti t.d. ekki á fundinn þar sem samningurinn var kynntur - og að ég held borinn undir atkvæði - þannig að ég get nú svosem lítið sagt.

Ég verð hins vegar að segja að ég er alveg búinn að fá nóg af þessu félagi okkar, svo gjörsamlega raunar að ég - stéttvísi sósíalistinn sjálfur - er við það að missa trú á stéttarfélögum yfirleitt. Meira um það síðar, kannski.

Mér finnst sorglegast í þessu sú ömurlega staðreynd hvað við eigum hallærislegt ríkisútvarp. Afsakið orðbragðið. Að þessi grundvallarstofnun í íslensku menningarlífi skuli ekki tíma að borga fyrir molana í "gullkistunni" er lélegt - svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Mér finnst líka athyglisverður punktur hjá þér hvort þessi samningagerð standist lög. Ég var nú bara ekki búinn að hugsa svo langt, en mér finnst það satt að segja dálítið hæpið. Svona þegar þú nefnir það. Á sínum tíma var samið um mannsæmandi greiðslur fyrir endurflutning, og það hefur vafalítið haft áhrif á aðra þætti samningsins á þeim tíma, það er dálítið sérkennilegt að breyta því með þessum hætti löngu síðar........ég skal ekki segja............?

Í þessum nýja samningi var um leið samið um hækkun til handa tónlistarmönnum sem koma fram í sjónvarpinu, t.d. fær hljóðfæraleikari sem spilar popplag í Kastljósi nú 18 þúsund fyrir viðvikið í stað 15 þúsunda áður. Þarna finnst mér bæði RÚV og FÍH á villigötum, hljómar kannski undarlega en ég mun skýra það síðar.

Það er gott og blessað út af fyrir sig að í lok hvers (að ég held) Kastljóssþáttar sé lifandi tónlistaratriði, en ég verð að segja að ég gæti alveg lifað hamingjusamur án flestra þeirra! Hefði t.d. ekki verið fær leið að sýna í bland, mola úr kistunni góðu og nýtt efni? Og borga eðlilegt gjald fyrir hvorttveggja?  

Heimir Eyvindarson, 25.3.2008 kl. 23:06

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Páskatúrinn búinn, enginn meðlimur skorinn á háls og hljómsveitarrútan óbrunnin, öfugt við hvað gerist hjá sumum öðrum...

Ingvar Valgeirsson, 28.3.2008 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband