Færsluflokkur: Bloggar

Bloggleti

Ég þjáist af bloggleti þessa dagana. En nú hef ég loksins ágæta afsökun, ég er nefnilega á leið til Danmerkur í sumarhús þannig að það er ekki von á miklu bloggi frá mér næstu 10 dagana c.a.

Góðar stundir.


Amsterdam

Þá er maður kominn til Amsterdam í fyrsta skipti. Framundan er heilmikið prógramm, m.a. Rolling Stones tónleikar á morgun, þannig að líklega bloggar maður ekki mikið á næstunni.

Kópavogur - Grindavík - Patreksfjörður

Hljómsveitin Á Móti Sól verður á fullu um helgina. Dagskráin er sem hér segir:

Föstudagur 1.júní - Players, Kópavogi
Laugardagur 2.júní - Festi, Grindavík
Sunnudagur 3.júní - Félagsheimilið, Patreksfirði

Góða skemmtun:-).


You´ll never walk alone

Jæja þá er maður farinn að geta litið upp eftir vonbrigðin og hættur að hugsa um allt það sem liðið og dómarinn hefði hugsanlega getað gert betur, t.d. að flauta leikinn ekki af mínútu of snemma og þá óþægilegu staðreynd að nú hefur hann dæmt 4 tapleiki Liverpool og 6 sigurleiki AC Milan. Shocking

Ég held að Liverpool liðið geti borið höfuðið hátt eftir þennan leik, og ekki síst stuðningsmennirnir. Það var glæsilegt að heyra þá syngja hástöfum You´ll never walk alone þrátt fyrir tapið. Alveg örugglega mögnuðustu stuðningsmenn í heimi.


mbl.is AC Milan Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jón Ólafsson með fullt hús hjá tónlist.is

Ég má til með að segja frá því að ég kíkti í fyrsta skipti á þennan nýja vef hjá tónlist.is áðan og það var óneitanlega skemmtileg tilviljun, eftir að hafa séð Stefán Hjörleifsson vísa því alfarið á bug að stjörnugjöfin á tónlist.is væri á einhvern hátt óeðlileg, að það fyrsta sem fyrir augu bar var plata Jóns Ólafssonar fóstbróður Stefáns - með fullan farm af stjörnum Wink

En vefurinn fannst mér fínn og það er vonandi að það verði hægt að skapa um hann góða sátt, en til þess að það verði þurfa náttúrlega allir aðilar að koma fram af heiðarleika. Ég hef reyndar lítið getað fylgst með þessu máli en mér sýnist vanta dálítið upp á í þeim efnum. Því miður.


Gamlir kunningjar um helgina

Það er gaman að segja frá því að við drengirnir í Á móti sól ætlum að endurnýja kynnin við gamla félaga, ef svo má segja, um helgina. Á föstudaginn verðum við á Gauk á Stöng, en það er orðið ansi langt síðan þar var síðast stiginn dans við okkar undirleik. Staðurinn opnaði með pompi og prakt um síðustu helgi og er víst bara ansi flottur. Það verður gaman að spila þar aftur.

Á laugardaginn spilum við síðan á opnunardansleik í Valaskjálf á Egilsstöðum, en það er álíka langt, ef ekki lengra síðan við spiluðum þar síðast. Sá frábæri staður hefur verið lokaður alltof lengi, en nú er búið að taka allt í gegn skilst mér, þannig að það verður ekki síður spennandi að spila loksins þar aftur en á Gauknum. 


Sumir draumar rætast

Ég setti smá óskalista inná síðuna í gær og eins og gengur rættust sumar óskirnar, en aðrar ekki.

1. Það kviknaði á Lindinni þegar ég startaði bílnum mínum. Ég skil ekki hvað veldur þessu en þetta er dálítið óþægilegt. Til að útskyra þetta nánar þá er Lindin kristileg útvarpsstöð og annar bíllinn minn er þeim undarlegu kostum búinn að hann dreifir orði Guðs af miklum móð og algjörlega óumbeðinn um leið og hann er ræstur.

2. Ríkisstjórnin féll að vísu ekki en hún mun örugglega ekki starfa áfram, svo það er kannski hálfur sigur. Í það minnsta hafa framsóknarmenn verið óþreytandi við að lýsa því yfir að undanförnu að ef flokkurinn fengi ekki nema 6-7 menn kjörna á þing væri alveg ljóst að þeir settust ekki í ríkisstjórn.

3. Jón Sig. komst ekki inná þing.

4. Samfylkingin fékk ágæta kosningu. Að vísu var ég að vona að útkoman yrði enn betri hér í Suðurkjördæmi svo Björgvin G. yrði sterkari kandidat í menntamálaráðherrann. Sjáum hvað setur.

5. Sigmundur Ernir já.........tölum betur um það síðar LoL

6. Kosninganóttin var vissulega spennandi, þó ég hafi ekki upplifað sömu gríðarlegu spennuna og Sigmundur Ernir Wink

7. Robbie Fowler var nú víst ekki að spila fyrr en í dag, og ég held að honum hafi gengið sæmilega. Hann var allavega kvaddur með virktum.

8. West Ham hélt sér í deildinni.

9. Veit ekki með Eirík.

10. framsókn fékk fremur háðuglega útreið á flestum stöðum.

11. Bjarni Harðar komst á þing. Til hamingju Smile

12. Flestir hugsa ég að hafi átt góðan dag, eða í það minnsta viðunandi, nema kannski Ómar Ragnarsson og Jón Sigurðsson. Svo hugsa ég að Árna Johnsen og Birni Bjarnasyni hafi brugðið nokkuð þegar líða tók á nóttina og fréttir bárust af því að kjósendur Sjálfstæðisflokksins hefðu strikað yfir þá í stórum stíl. En Geir lýsti því strax yfir að slíkt skipti engu máli, allavega ekki í tilviki Björns, þannig að hann hefur allavega getað sofnað rólegur út frá tindátunum sínum. Þetta hafa ekki verið nema svona 4-5000 manns að segja álit sitt. Hvaða máli skipta svoleiðis smámunir? 

 

 


Nordmenn er gale!

Mér var bent á þetta í dag. Enn ein staðfestingin á því hvað norðmenn geta verið dásamlega vitlausir stundum.

Við búum á Íslandi, landi umhleypinga - og forræðishyggju

Hvað ætli sé búið að sekta marga fyrir austan fyrir að vera enn á nagladekkjum?
mbl.is Veturinn hefur ekki sleppt taki sínu enn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

You´ll never walk alone

Ekki er maður nú meiri spámaður en svo að maður taldi algjörlega útilokað að sagan gæti endurtekið sig svona rækilega. Ég verð að viðurkenna að alveg þar til Kuyt setti síðasta vítið í netið hjá Chelsea í gær var ég viss um að Chelsea myndi hafa þetta, og einhvernveginn fannst manni United líklegri áður en flautað var til leiks í kvöld.

En það breytir því ekki að 23.maí verður rosalegur úrslitaleikur, og ekki væri nú verra ef úrslitin yrðu þau sömu og fyrir tveimur árum Smile. Þó ég voni nú heilsunnar vegna að hann verði ekki eins svakalega dramatískur, ég er hreinlega ekki viss um að ég myndi þola annan slíkan leik!

 


mbl.is AC Milan í úrslitaleikinn gegn Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband