Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Í skoðanakönnun sem birt er í blaðinu í dag mælist fylgi Vinstri-grænna u.þ.b. 15%. Það er talsvert minna en aðrar spár hafa sýnt. Ég varð náttúrlega dálítið montinn þegar ég rak augun í þetta því ég spáði því hér á síðunni fyrir nokkru síðan að VG fengi 14-15% fylgi í kosningunum. (Besserwizzer).
Mér hefur sjálfum dottið í hug að kjósa VG, enda er ég oft sammála því sem flokksmenn leggja til, og víst er að ýmis stefnumál VG eiga mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Fólk minnist einarðrar afstöðu flokksins í Íraksmálinu, Kárahnjúkamálinu, Öryrkjamálinu o.s.frv. og getur vel hugsað sér að kjósa yfir sig svo harðskeytt lið með svo sterkan baráttumann í frontinum sem Steingrímur J. óneitanlega er. Enda þjóðin hrifin af sterkum foringjum.
En það er bara svo margt sem mælir ekki með því að kjósa VG að ég held að það komi ekki til að ég geri það - þá loks er dagurinn kemur.
Þeir eru kannski hraustastir og baráttuglaðastir, en það er bara ekki nóg. Ég nenni eiginlega ekki að telja upp hvað það er sem mér líkar síst við í málflutningi Steingríms og félaga, en ég geri það klárlega síðar.
En, það er dálítið sniðugt að þegar Steingrímur J. fór að þvaðra um netlöggu og kynjakvóta í sjónvarpinu um daginn var eins og þjóðin vaknaði af dái. Það rifjaðist skyndilega upp fyrir henni hvílíkur forræðishyggjumaður Steingrímur í rauninni er. Hann var á t.d. móti bjórnum á sínum tíma. Það voru allir búnir að gleyma því maður!
Svo má líka spyrja sig hvort flokkurinn sé líklegur til að setjast í ríkisstjórn. VG unnu stórsigur í síðustu sveitastjórnarkosningum en sitja nær allsstaðar í minnihluta. Þessi þvermóðska VG minnir um margt á Kvennalistann sáluga sem vann stórsigur í kosningum 1987 en gat ekki hugsað sér að taka þátt í stjórnarsamstarfi. Ef Vinstri-grænir temja sér ekki aðeins meiri sveigjanleika er hætta á að örlög flokksins verði hin sömu og Kvennalistans. Því miður.
Dregur úr fylgi VG samkvæmt könnun Blaðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.4.2007 | 08:33 (breytt 6.7.2008 kl. 00:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Samkvæmt þessari könnun kemst Bjarni Harðarson ekki inn á þing, en hann er einn örfárra framsóknarmanna sem ég vil sjá á þingi. En jafnvel þó hann sé ágætur maður, fjölskylduvinur o.s.frv...sem og reyndar Guðni Ágústsson, þá get ég ekki með nokkru móti réttlætt það fyrir sjálfum mér að kjósa framsókn. Ég á þó frekar von á því að þeir sæki á, enda hefð fyrir því. Og hver veit nema Bjarni hafi það að lokum, það kæmi mér allavega ekki á óvart.
Bjarni skrifar annars ágæta grein í Sunnlenska fréttablaðið í dag þar sem hann reynir að telja sunnlenskum kjósendum trú um að framsókn sé forsenda farsællar landsstjórnar. Hmmmm.....hvar hefur Bjarni verið undanfarin 12 ár?
Reyndar víkur Bjarni að því í upphafi greinarinnar að vissulega hafi framsókn verið í ríkisstjórn undanfarin 12 ár, en það sé nú eiginlega ekki alveg að marka því þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé svo miklu stærri hafi hann í raun ráðið mestu.
Í sambandi við það væri gaman að fá svör frá Bjarna varðandi 2 lítil atriði:
1. Var það vegna þingstyrks Sjálfstæðisflokksins sem Ísland var sett á lista hinna staðföstu þjóða?
2. Var það vegna þingstyrks Sjálfstæðisflokksins sem Halldór Ásgrímsson þáverandi utanríkisráðherra sá ekki ástæðu til að aðhafast neitt þegar hann fékk í hendurnar kolsvarta skýrslu um málefni Byrgisins.
Og svona mætti lengi telja............
Bjarni segir líka í sinni ágætu grein að fari svo að framsóknarflokkurinn komi mjög illa út úr kosningunum megi búast við því að hann setjist ekki í ríkisstjórn. Það er nefnilega það! Ef það er eitthvað sem er alveg víst í íslenskum stjórnmálum þá er það sú staðreynd að framsóknarflokkurinn mun alltaf setjast í ríkisstjórn, hafi hann til þess hið minnsta tækifæri.
Ég leyfi mér að enda þennan framsóknarpistil á orðum sem ég skrifaði fyrir um 2 mánuðum síðan, en þau eru enn í fullu gildi:
Auðvitað fagna ég því almennt að framsóknarflokkurinn skuli tapa fylgi, þó ég geti vel hugsað mér að sjá Bjarna Harðar á þingi, en ég veit hinsvegar af fenginni reynslu að það er því miður ekki tímabært að fagna strax.
Ég þekki nefnilega nokkuð marga framsóknarmenn og flestir eiga þeir það sammerkt að tuða og býsnast heldur hraustlega yfir því sem fer í taugarnar á þeim en gera ekki nokkurn skapaðan hlut í því. Gagnslausar liðleskjur myndi einhver segja.
Þegar Gallup eða Fréttablaðið hringir og spyr hvern þeir ætli að kjósa fussa þeir og sveia, skjóta eitthvað út í loftið, t.d. VG, eða segja ekki neitt, en á kjördag koma þeir allir skríðandi heim rétt eins og kona sem hefur dvalið í kvennaathvarfinu en kemur aftur heim, til þess eins að láta lemja sig á nýjan leik.
Nú skora ég á alla framsóknarmenn að standa einu sinni við stóru orðin og kjósa eitthvað annað - eða skila auðu. Flokkurinn á ekkert annað skilið. Það er honum sjálfum fyrir bestu að fá aðeins á baukinn, rétt eins og ofbeldismanninum sem endurheimtir ekki konuna sína úr kvennaathvarfinu eða alkanum sem ekki er hjálpað upp í rúm heldur er látinn sofa á eldhúsgólfinu í eigin skítalykt. Að afloknum slíkum kosningum er hugsanlega hægt að endurvekja tiltrú þjóðarinnar á framsókn. Altént mun ég þá fyrst íhuga að rita framsókn með stóru effi.
Stóraukið fylgi VG í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.4.2007 | 21:34 (breytt 6.7.2008 kl. 00:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er svo mikil vitleysa að það er engu lagi líkt. Getur einhver heilvita maður hugsað sér að kjósa framsóknarflokkinn í vor?
Það leiðir hugann að öðru: Ég las góða grein á blogginu hans Guðmundar Steingrímssonar, sem er nú af miklum framsóknarættum. Þetta er mjög góð lesning, ef maður lítur framhjá kosningaáróðrinum...........
http://gummisteingrims.blog.is/blog/gummisteingrims/#entry-144744
Ég get vel hugsað mér að kjósa Guðmund á þing. Það er líka mjög auðvelt fyrir mig að slá slíku fram því hann er ekki í framboði í mínu kjördæmi þannig að ég hef ekkert um það að segja. En það er önnur saga. Ég gat líka á tímabili vel hugsað mér að kjósa pabba hans, jafnvel þó hann væri framsóknarmaður.
Þannig er nefnilega um marga góða menn að manni líkar málflutningur þeirra, burtséð frá því hvaða flokki þeir tilheyra. Stundum veltir maður því meira að segja fyrir sér hvað þessi eða hinn sé nú að gera í hinum eða þessum flokknum. Og ég er einn af þeim sem gleðst þegar einhver hefur dug til að taka sjálfstæða ákvörðun, þvert á flokkslínur eins og það er kallað.
Ég veit ekki hvernig stendur á því að við lítum á flokkshollustu sem dygð. Altént virðist það mjög ríkt í okkur að úthrópa þá einstaklinga sem rísa upp gegn flokknum sínum sem liðhlaupa eða svikara. En hvað með flokkana sjálfa....eru þeir alltaf hafnir yfir alla gagnrýni? Hvor ætli hafi t.d. breyst meira á s.l. 20 árum Steingrímur Hermannsson eða framsóknarflokkurinn?
Þegar ég hugleiði þessa hluti verður mér oft hugsað til afa míns heitins. Hann var einn af stofnfélögum Alþýðuflokksins á fyrri hluta 20. aldarinnar og ég veit ekki betur en hann hafi haldið tryggð við flokkinn allt til dauðadags, en það veit sá sem allt veit að sá Alþýðuflokkur sem Jón Baldvin og nafni hans Sigurðsson stjórnuðu þegar afi var kominn á lokasprettinn átti afar fátt sameiginlegt með flokknum sem hann tók þátt í að byggja upp. En honum þætti vænt um "flokkinn" sinn.
Svona er sjálfsagt með marga. T.d. get ég vel ímyndað mér að margir framsóknarmenn haldi tryggð við flokkinn, einmitt vegna þess að þeim þykir vænt um hann. Halda í einhverja minningu um flokk sem eitt sinn var málsvari bænda og búaliðs og hafði hin mannlegu gildi í hávegum. Svona sósíaldemókratískur jafnaðarmannaflokkur eins og þeir gerðust bestir.
En því miður fyrir þetta fólk er það staðreynd að flokkar breytast með tímanum. Því er alls ekki við hæfi að rægja fólk sem rís upp og gengur frá borði þegar kúrsinn hefur verið tekinn í kolöfuga átt miðað við það sem ætlað var - og lagt var upp með.
Allt er í heiminum hverfult - stjórnmálaflokkar líka.
Umræða um stjórnarskrárfrumvarp stendur enn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 13.3.2007 | 00:14 (breytt 6.7.2008 kl. 00:47) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eins og flestir vita verður kosið til Alþingis í vor. Það er farið að færast fjör í pólítíkina og menn eru farnir að vekja á sér athygli með einum eða öðrum hætti til að stuðla að góðri kosningu í vor.
Mikið hefur verið rætt um fylgi flokkanna í skoðanakönnunum að undanförnu, rétt eins og einhver tíðindi séu á ferðinni. Vinstri grænir eru í stórsókn og framsókn að þurrkast út o.s.frv. Það getur verið ágætis dægradvöl að velta þessum hlutum fyrir sér en á endanum kjósum við öll það sama og síðast. Í meginatriðum a.m.k.
Vinstri flokkarnir hafa í gegnum tíðina yfirleitt verið með 35-40% fylgi, svipað og Sjálfstæðisflokkurinn og síðan hafa framsóknarmenn og ný framboð barist um restina.
Sjálfstæðisflokkurinn er alltaf með tæplega 40% fylgi, alveg sama hvað á gengur. Gildir einu hvort þeir gera góða hluti eins og tala í gang góðæri, eða alvonda eins og að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við George W. Bush (sem helsti ráðgjafi Sjáfstæðisflokksins, hannes hólmsteinn gissurarson, hefur bæ ðe wei sagt að sé afburðagáfaður maður!).
Þessi siðblinda flokksmanna kristallast kannski í því að í eina skiptið sem þeir hafa fengið slæma útreið í kosningum á síðustu 16 árum tóku þeir það á engan hátt til sín heldur skelltu sér beint í að mynda stjórn. Rétt eins og þeir hefðu fengið umboð þjóðarinnar til þess. Þarna er ég að vísa til kosninganna 2003 þegar flokkurinn tapaði 4 þingmönnum. Mestu munaði þar um stórtap í kjördæmi formannsins sjálfs, Davíðs Oddsonar. Samt sat hann sem fastast við völd.
En skammtímaminni kjósenda er það sem flokkurinn þrífst á öðru fremur og því spái ég flokknum 37-38% fylgi eins og venjulega.
framsóknarflokkurinn fær yfirleitt 17-19 % fylgi og mælist alltaf langt fyrir neðan það í skoðanakönnunum. Ég hef áður útskýrt hvernig stendur á því og vísa í eldri pistla hér á síðunni ef menn vilja skoða það nánar.
Flokkurinn hefur að vísu aldrei verið eins aumkunarverður og einmitt á þessu kjörtímabili og þessvegna held ég að hann muni kannski ekki ná nema 13-15% fylgi. Þeir munu samt sem áður falast eftir völdum, sanniði til.
Það sem ég held að muni fyrst og fremst verða til þess að flokkurinn haldi sæmilega sjó í vor er persónufylgi þeirra sunnlendinga Guðna Ágústssonar og Bjarna Harðarsonar. Það, í bland við fremur slakt mannval á listum annarra flokka í kjördæminu, gæti jafnvel tryggt framsókn 3 menn í Suðurkjördæmi.
Samfylkingin er í krísu þessa stundina. Eins og ég hef sagt áður verða þau að fara að taka á sig rögg og ráða PR mann, eða reka þann sem þau eru með. Klaufagangurinn í yfirlýsingum er pínlegur. Og hvað er með þetta menntaskólalýðræðishjal í flokknum? Fólk nennir ekkert að hlusta á þetta píp. Það vill bara töff flokk með flottan formann. Eins og Ingibjörg getur svo sannarlega verið. Foringjadýrkun Íslendinga á sér engin takmörk, við erum tiltölulega nýorðin lýðveldi og kunnum ekkert á svona lýðræðiskjaftæði.
Og hvað er líka málið með þennan varaformann? Hvaða líkur eru á því að hann taki við stjórn flokksins ef eitthvað kemur upp á? Svona álíka miklar og að Guðni Ágústsson verði formaður framsóknarflokksins. Akkurat engar, eins og sannaðist s.l. sumar. Það stóð aldrei til að Guðni yrði formaður, hann var bara hafður þarna uppá punt. Ég get vel skilið framsóknarmenn að hafa Guðna uppá punt en ég sé ekki puntið í Ágústi Ólafi. Hann er eflaust vandaður drengur og duglegur, en hann hefur engan sjarma - svo ekki sé minnst á að hann er álíka mælskur og Guðlaugur Þ. Þórðarson!
Þessi varaformannstuska Samfylkingarinnar lenti í 4.sæti í prófkjöri í öðru Reykjavíkur kjördæminu, og var rosa ánægður með traustið!!! Hmmm. Þýðir það ekki að a.m.k. 7 manns í Reykjavík einni njóta meira trausts innan flokksins en varaformaðurinn. Hvurslags traust er það?
Þrátt fyrir allt þetta verður Samfylkingin að líkum með 27-29% fylgi í vor.
Vinstri-Grænir hafa verið á miklu flugi samkvæmt skoðanakönnunum og mælast nú álíka stórir og Samfylkingin. Það skrifast að ég held að stærstum hluta á persónu formannsins Steingríms J. Sigfússonar, enda þjóðin hrifin af sterkum og skeleggum foringjum eins og ég hef áður komið inná. Eins held ég að það sé sérstakt áhugamál fýldra framsóknarmanna að hóta því í skoðanakönnunum að kjósa VG.
Víst er að ýmis stefnumál VG eiga mikinn hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Fólk minnist einarðrar afstöðu flokksins í Íraksmálinu, Kárahnjúkamálinu, Öryrkjamálinu o.s.frv. og getur vel hugsað sér að kjósa svo harðskeytt lið með svo sterkan baráttumann í frontinum.
En eins og yfirleitt er um vinstri menn eru þeir óttalegir klaufar þegar kemur að tækniatriðunum. Þeir eru kannski hraustastir og baráttuglaðastir, en herkænskuna skortir algjörlega.
Flokkurinn stendur á hátindi ferilsins með öll vopn í hendi. Ríkisstjórnin í andarslitrunum, keppinauturinn á vinstri vængnum í tómu rugli og fólk farið að velta því fyrir sér í alvöru að koma flokknum til valda. Þegar staðan er svona þá er vænlegast að láta litið á sér bera. Quit while you´re ahead.
En búa vinstri menn yfir slíkri herkænsku? Aldeilis ekki. Þegar Steingrímur J. fór að þvaðra um netlöggu í sjónvarpinu var eins og þjóðin vaknaði af dái. Það rifjaðist skyndilega upp fyrir henni hvílíkur forræðishyggjumaður Steingrímur í rauninni er. Hann var á t.d. móti bjórnum á sínum tíma. Það voru allir búnir að gleyma því maður!
Andstæðingar flokksins munu líka gera sér mat úr því þegar kosningabaráttan fer að harðna að flokkurinn er ekki líklegur til að setjast í ríkisstjórn. Nærtækasta dæmið sem menn munu taka máli sínu til stuðnings er að VG unnu stórsigur í síðustu sveitastjórnarkosningum en sitja nær allsstaðar í minnihluta. Þessi þvermóðska VG minnir um margt á Kvennalistann sáluga sem vann stórsigur í kosningum 1987 en gat ekki hugsað sér að taka þátt í stjórnarsamstarfi. Ef Vinstri-grænir temja sér ekki aðeins meiri sveigjanleika er hætta á að örlög flokksins verði hin sömu og Kvennalistans. Því miður.
Þessi endemis klaufagangur verður til þess að VG fær ekki nema 14-15% fylgi í kosningunum, svo ég haldi nú áfram að spá
Frjálslyndi flokkurinn hefur einnig verið á talsverðu flugi í skoðanakönnunum en það hlýtur bara að vera eitthvað grín. Flokkurinn fékk 7,4% í síðustu kosningum og ég yrði steinhissa ef þeir fengju meira en það. Ég spái 5%.
Framtíðarlandið er svo óskrifað blað og gæti skekkt myndina dálítið, aðallega á kostnað vinstri flokkanna. Það fer þó að sjálfsögðu allt eftir því hvort einhverjar kanónur á borð við Jón Baldvin taki þátt í gleðinni.
Aldraðir og öryrkjar gera varla mikinn usla.
Auðir og ógildir verða hugsanlega eitthvað færri en venjulega með tilkomu Framtíðarlandsins. Reyndar er alveg óþolandi að atkvæði þeirra sem mæta á kjörstað og kjósa að skila auðu og lýsa með því frati á alla sem í framboði eru skuli vera flokkuð með atkvæðum þeirra sem kunna ekki að kjósa og gera seðilinn sinn ógildan með einhverjum aulagangi.
Margrét, Ómar og Jakob Frímann saman í framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 5.3.2007 | 00:46 (breytt 6.7.2008 kl. 00:48) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Stjórnmál og samfélag | 11.2.2007 | 18:21 (breytt 6.7.2008 kl. 00:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég þekki marga framsóknarmenn og flestir eiga það sammerkt að tuða og býsnast yfir því sem fer í taugarnar á þeim en gera aldrei neitt í því. Vita gagnslausar liðleskjur svo talað sé mannamál. Þegar Gallup eða Fréttablaðið hringir og spyr hvern þeir ætli að kjósa fussa þeir og sveia, skjóta eitthvað út í loftið eða segja ekki neitt, en á kjördag koma þeir allir skríðandi heim rétt eins og kona sem hefur dvalið í kvennaathvarfinu en kemur aftur heim, til þess eins að láta ósköpin dynja yfir sig á nýjan leik.
Nú skora ég á alla framsóknarmenn að standa einu sinni við stóru orðin og kjósa eitthvað annað - eða skila auðu. Flokkurinn á ekkert annað skilið. Það er honum sjálfum fyrir bestu að fá aðeins á baukinn, rétt eins og ofbeldismanninum sem endurheimtir ekki konuna sína úr athvarfinu eða alkanum sem ekki er hjálpað upp í rúm heldur er látinn sofa á eldhúsgólfinu í eigin skítalykt. Að afloknum slíkum kosningum er hægt að endurvekja tiltrú þjóðarinnar á framsókn. Altént mun ég þá, og fyrst þá, rita framsókn með stóru effi.
Fylgi Samfylkingar eykst á ný en fylgi Framsóknarflokks í lágmarki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.2.2007 | 16:07 (breytt 6.7.2008 kl. 00:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í nágrannalöndum okkar þykir það sjálfsagt mál að ráðamenn axli ábyrgð. Skemmst er líkast að minnast þess að menningarmálaráðherra Svíþjóðar þurfti að segja af sér vegna þess að hún varð uppvís að því að borga ekki afnotagjöldin. Mér þætti gaman að sjá það gerast hér.
Halldór Ásgrímsson fór með völdin í utanríkisráðuneytinu þegar kolsvört skýrsla um málefni Byrgisins kom þar inná borð. Aukinheldur hafa a.m.k. 3 félagsmálaráðherrar framsóknarflokksins, Árni Magnússon, Jón Kristjánsson og Magnús Stefánsson (sem söng einmitt um traustan vin sem gat gert kraftaverk á sínum tíma.....;-) haft með málefni Byrgisins að gera. Eins er vert að geta þess að núverandi formaður fjárlaganefndar Birkir Jón Jónsson starfaði í ráðuneytinu um tíma. Samt dettur engum framsóknarmanni í landinu í hug að eitthvað af þessum ósköpum sé sér að kenna. Annaðhvort eru þeir algjörlega siðblindir eða nautheimskir! Hef reyndar alltaf hallast að því að hvorttveggja eigi við, en það er nú fullmikið sagt þannig að ég sleppi því.
Annars skil ég ekkert í flokknum að fórna ekki þessum Birki Jóni, svona rétt til að sýna smá lit í málinu og freista þess að vinna traust einhvers smá hluta þjóðarinnar á nýjan leik. Drengurinn er hvort sem er alveg vita gagnslaus. Auk þess gæti ég best trúað því að hann væri alveg til í að láta fórna sér. Hann virkar svona "allt fyrir flokkinn gaur". Hann er eiginlega dálítið eins og hann komi úr einhverri víraðri framsóknartilraunastofu - samsuða af Guðna Ágústssyni - framsóknarmanni allra framsóknarmanna - og sjálfstæðismanninum snyrtilega Birgi Ármannssyni, en það kæmi mér ekki á óvart - miðað við almenna smekkvísi framsóknarmanna - að þeim þætti Birgir hipp og kúl.
Þetta er reyndar ólíkleg tilgáta. Líklegra er að hér sé um að ræða afrakstur óheppilegra innvensla.
Stjórnmál og samfélag | 9.2.2007 | 22:25 (breytt 6.7.2008 kl. 00:51) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar