Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Ég fór einmitt að hugsa, í tilefni færslunnar sem ég var að senda frá mér um vandræðagang vinstri manna í gegnum tíðina, að ég ætti náttúrlega ekki að kasta fram svona fullyrðingum um slagorðaleysi stjórnmálaflokka án þess að kanna málin aðeins.
Ég kíkti þessvegna á síður flokkana sem bjóða fram til Alþingis og ég fæ ekki betur séð en að það sé rétt hjá mér að Samfylkingin sé eini flokkurinn sem ekki flaggar slagorði. Sé það rétt á hún hrós skilið. Slagorð eru oft góð og virka vel, en oft eru þau ekki til neins. Þessvegna er ég þeirrar skoðunar að betra sé að hafa ekkert slagorð en slagorð sem segir ekkert.
Slagorð flokkanna fyrir kosningarnar eru þessi:
Nýir tímar - á traustum grunni - Sjálfstæðisflokkurinn. Þetta er eiginlega ekki neitt, en vissulega hefur maður heyrt þau verri. Og eflaust virkar þetta ágætlega.
Forysta fyrir íslenska þjóð - Frjálslyndi flokkurinn. Það vita allir að Frjálslyndir verða aldrei í forystu fyrir íslenska þjóð, þannig að þetta slagorð gerir ekki neitt nema kannski að undirstrika þjóðarrembing þeirra.
Árangur áfram - ekkert stopp! - Framsóknarflokkurinn. Mjög brjálæðislegt og óaðlaðandi. Vondur draumur Tómasar vinar míns sem innihélt Jón Sigurðsson í brjálæðislegu rækjusamlokuáti (búinn með 7 eða 8 minnir mig) með EKKERT STOPP merki á enninu kemur oftar en ekki upp í hugann þegar ég heyri þetta slagorð
Lifandi land - Íslandshreyfingin. Það er nefnilega það, segir akkurat ekki neitt.
Allt annað líf - Vinstri Grænir. Mér finnst þetta reyndar ágætt en það skemmir fyrir VG hvað það er auðvelt að snúa útúr því.
Ég sá annað slagorð frá VG á barmmerki um daginn. Hugsaðu - það pirrar ríkisstjórnina. Mér finnst það býsna gott, það er allavega dálítill broddur í því. Það er þó ekki nærri eins beitt og slagorð sem Alþýðubandalagið setti á barmmerki í kringum 1980; Notaðu smokkinn - það fæðist Sjálfstæðismaður daglega! Hvort það var smekklegt er svo annað mál.
Annars kom Geir H. Haarde með eitt skemmtilegasta slagorð seinna ára í íslenskri pólítík þegar hann sóttist eftir 3. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á eftir Davíð Oddssyni og mannvitsbrekkunni Birni Bjarnasyni; Einn, tveir og Geir! Algjör snilld
Stjórnmál og samfélag | 28.4.2007 | 20:30 (breytt 6.7.2008 kl. 00:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég hef oft hneykslast á klaufagangi vinstri manna í markaðssetningu, þ.e. auglýsingum á sjálfum sér, framsetningu á sínum málum o.s.frv. Ég held að ég hafi fyrst áttað mig á þessum vandræðagangi vinstri manna þegar ég sá frétt í Þjóðviljanum sáluga sem átti að sýna það í eitt skipti fyrir öll hve alþýðlegir þingmenn Alþýðubandalagsins væru. Innihald fréttarinnar var að þingmennirnir höfðu klætt sig í gallabuxur og tekið strætó! Þarna fékk ég kjánahroll í fyrsta sinn.
Síðan þetta var hef ég margoft veitt vandræðagangi á vinstri vængnum athygli og jafnframt tekið eftir því hvernig hægri mönnum hefur á hinn bóginn hvað eftir annað tekist snilldarlega að vekja á sér jákvæða athygli, og ekki síst snúa sig út úr vandræðum án þess að hljóta skaða af. Það eitt að Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda velli sem langstærsti flokkur landsins eftir 16 ára setu í ríkisstjórn, og hver afglöpin á fætur öðrum, meðan fylgið hrynur af samstarfsflokknum þykir mér til marks um frábæra markaðssetningu. Vinstri menn geta kannski ekki mikið lært af þeim hægri þegar kemur að pólítík og prinsipp málum, og vilja vonandi ekki, en margt gætu þeir lært í markaðstækni.
Í dag heyrði ég hinsvegar loksins auglýsingu frá vinstri sem eitthvað vit var í. Auglýsingin vakti athygli mína og fékk mig til að hugsa í smástund. Eins og auglýsingar um stjórnmál ættu að gera. Auglýsingin var frá Samfylkingunni og í henni var vakin athygli á því að flokkurinn hefði 4 sinnum á síðasta kjörtímabili gert það að tillögu sinni í þinginu að stimpilgjöld yrðu lögð af en framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu alltaf sagt nei.
Þessi auglýsing er góð. Hún byggir á ísköldum staðreyndum (vona ég) um réttlætismál sem varðar fjölda fólks og ríkisstjórnarflokkarnir hafa báðir, bresti mig ekki minni, á loforðalista sínum fyrir þessar kosningar. Því vona ég að fólk sem heyrir auglýsinguna hugsi sig um eitt augnablik, og velti því fyrir sér hvers vegna framsókn og Sjálfstæðisflokkur hafa afnám stimpilgjalda á stefnuskrá en vilja þó ekki hrófla við þeim.
Það sem mér finnst síðan einna þægilegast við auglýsinguna er að hún endar ekki á innihaldslausu slagorði. Vinstri menn hafa nefnilega í gegnum tíðina verið mjög gefnir fyrir uppblásin slagorð, en ég held að ég fari rétt með að Samfylkingin flaggi engu slíku fyrir þessar kosningar, þó sumir frambjóðendur flokksins tali reyndar meira og minna í slagorðastíl. Það eldist nú kannski af þeim blessuðum.
Stjórnmál og samfélag | 28.4.2007 | 19:48 (breytt 6.7.2008 kl. 00:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
framsóknarmenn keppast nú við að bera í bætifláka fyrir Jónínu Bjartmarz sem á að hafa reddað tengdadóttur sinni metafgreiðslu á íslenskum ríkisborgararétti. Menn virðast sammála um að svoleiðis lagað megi ráðherrar alls ekki gera, enda er það víst bannað með lögum. Jónína sjálf segist ekki hafa haft neitt með það að gera að þessi tilvonandi tengdadóttir fékk ríkisborgarrétt á silfurfati.
Hvurslags eiginlega tengdamamma er Jónína? Ég hefði svo sannarlega hringt í félaga mína í nefndinni til að liðka fyrir málum ef ég hefði lent í sömu aðstöðu og hún.
Er það kannski ég sem er spilltur eftir allt saman?
Stjórnmál og samfélag | 27.4.2007 | 21:39 (breytt 6.7.2008 kl. 00:35) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Allt er í heiminum hverfult, sagði einhver, en eitt klikkar þó aldrei: framsóknarflokkurinn (ritist ávallt með litlum staf) sér um sína - og er aldeilis forbangsaður (danska=forbavset ) þegar einhverjum dettur í hug að gera athugasemdir við gjörningana.
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.4.2007 | 21:15 (breytt 6.7.2008 kl. 00:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta þýðir að Birgir Ármannsson dettur út af þingi.
Verðum við þá ekki að vona að Birkir Jón komist inn fyrir norðan?
VG bætir við sig í Reykjavík suður samkvæmt könnun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.4.2007 | 23:40 (breytt 6.7.2008 kl. 00:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það vekur athygli að í auglýsingu frá Sjálfstæðisflokknum sem dreift var inná sunnlensk heimili í dag er Árna Johnsen hvergi að finna. Árni Mathiesen og Kjartan Ólafsson eru einir á annarri hliðinni, en með fríðan hóp sjálfstæðismanna í bakgrunni á hinni hliðinni. 2.maður á lista flokksins er hvergi sjáanlegur
Tilviljun?
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2007 | 19:17 (breytt 6.7.2008 kl. 00:37) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Eyþór Arnalds leggur merkilega útaf niðurstöðum nýjustu skoðanakönnunar á fylgi stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi. Á bloggsíðu sinni sér hann ástæðu til að upphefja Sjálfstæðisflokkinn fyrir að gera vel við konur, en samkvæmt könnuninni munu einu þingkonur Suðurkjördæmis koma úr röðum Sjálfstæðisflokks.
Á nú að fara að monta sig af því að vera með konur í 4. og 5. sæti framboðslistans? Á eftir Árna Johnsen og Kjartani Ólafssyni. Já, það er stórmannlegt .
Fyrst og síðast finnst mér allt tal um kynjahlutfall algerlega óþarft, mér er alveg sama hvort ég kýs konu eða karl svo framarlega sem viðkomandi er ekki vitleysingur. Ég kaus einu sinni Kvennalistann sáluga, það hafði ekkert með kynjahlutfall að gera.
Stjórnmál og samfélag | 23.4.2007 | 00:56 (breytt 6.7.2008 kl. 00:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Niðurstöður könnunar á fylgi stjórnmálaflokka í Suðurkjördæmi, sem birt er á mbl.is í dag, eru svakalegar svo ekki sé fastar að orði kveðið, en þó má hugga sig við að hugsanlega séu þær dálítið ónákvæmar.
Sé fréttin lesin til enda sést nefnilega hvernig fylgistölurnar eru reiknaðar: Fylgistölur eru reiknaðar út frá svörum við þremur spurningum: Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: En hvaða flokkur eða listi yrði líklegast fyrir valinu? Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?
Maður hlýtur að spyrja sig hvaða tilgangi síðasta spurningin þjónar, og eins hvernig reiknað er út úr svörum við henni.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1265832
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2007 | 23:19 (breytt 6.7.2008 kl. 00:38) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
En þó skoðunum væri aldrei þröngvað upp á mig var umhverfið allt frekar sovéskt, enda stundaði karl faðir minn nám í Moskvu um 6 ára skeið - og var þó frekar fljótur að læra!
Þjóðviljinn var keyptur í áskrift, sendiherrar Sovétmanna voru tíðir gestir á heimilinu og höfðu iðulega meðferðis borðfána, barmmerki, bangsa eða babúskur sem þeir gáfu okkur krökkunum - og vodka sem þeir gáfu pabba. Ennfremur áttu báðir afar mínir Rússa-jeppa og bílarnir sem foreldrar mínir áttu meðan ég dvaldi í þeirra húsum voru; Moskvitch, Volga, Lada 1300 og Lada Safir - í þessari röð. Allt helvíti skemmtilegir bílar
Að maður minnist nú ekki á það enn einu sinni að 12 ára gamall var ég sendur í sumarbúðir ráðstjórnarríkjanna í Austur-Þýzkalandi!
Ég fór snemma að hafa áhuga á pólítík og hneigðist ósjálfrátt fremur til vinstri en hægri, án þess þó nokkurntíma að ná að verða hreinræktaður kommúnisti. Þó átti ég mín tímabil þar sem ég hélt uppi vörnum fyrir Sovét og fleiri misgóða hluti, en ég held að óhætt sé að segja að ég hafi verið fremur leitandi af vinstri manni að vera a.m.k.
Alþýðubandalagið, sem á þeim tíma var sá flokkur sem leitaði lengst til vinstri höfðaði nokkuð til mín, en þó ekki allskostar, og ný framboð eins og Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn fannst mér meira spennandi - fyrst um sinn a.m.k. Volvo og Saab urðu síðan uppáhaldsbílarnir mínir, sem er nú í meira lagi jafnaðarmannalegt.
Eitt átti ég þó klárlega sammerkt með kommúnistunum, en það var andúð á auðvaldinu, og á efri táningsárum mínum var ég mjög sammála vinstri mönnum um það að skilyrðislaust ætti að hækka skatta á fyrirtæki. Þeim bæri sannarlega að borga meira til samfélagsins og létta þannig undir með pöpulnum sem þeir þræluðu út fyrir lúsarlaun daginn út og inn. Ég skipti þannig algerlega gagnrýnislaust í 2 mismunandi fylkingar; fyrirtækjum annarsvegar og fólki hinsvegar.
Síðar meir, þegar mesta vinstri reiðin bráði af mér, gerði ég mér grein fyrir því að báðar fylkingar samanstanda vitaskuld af fólki - segir sig sjálft. Enn síðar tók ég síðan þátt í rekstri verslunarinnar Sjafnarblóm, sem foreldrar mínir stofnuðu þegar Vegagerð ríkisins hafði ekki lengur not fyrir strafskrafta móður minnar, og þá komst ég að því af eigin raun að skattbyrði fyrirtækja er ekkert til að hafa í flimtingum í framboðsræðum.
Sannleikurinn sem við mér blasti var altént sá að til að standa skil á skyldusköttum og opinberum gjöldum mátti hafa sig allan við - og jafnvel gott betur á stundum. Sérstaklega fyrstu árin, þegar verið var að byggja upp reksturinn og borga niður þær skuldir sem stofnað var til í upphafi. Sem betur fer reyndist móðir mín útsjónarsamur og duglegur stjórnandi og reksturinn var með miklum ágætum alla tíð, en það kostaði mikla vinnu og nákvæmni.
Þarna lærðist mér semsagt að fyrirtækjarekstur var ekkert lúxuslíf, í það minnsta ekki í okkar tilviki. Reksturinn dugði til að framfleyta foreldrum mínum og borga mér og öðrum starfsmönnum mannsæmandi laun, en ekkert umfram það. Enda stóð svosem aldrei neitt annað til.
Í dag á ég sjálfur, ásamt félögum mínum í hljómsveitinni Á móti sól, lítið fyrirtæki sem sér um rekstur sveitarinnar. Í anda sósíalismans var því gefið heitið Samyrkjubúið Ég sé um rekstur fyrirtækisins og þar er nákvæmlega sama upp á teningnum og var hjá Sjafnarblómum. Fyrstu árin, þegar innkoman var lítil sem engin og markaðurinn ekki fallinn að fótum okkar, var oft erfitt að standa skil á sköttunum og engum var verra að skulda en ríkissjóði. Þar á bæ voru engin grið gefin.
Með tímanum hefur vegur hljómsveitarinnar vaxið og auðveldara verið að standa skil á sköttum og öðru slíku, en þó erum við ekki enn orðnir að þeim auðvaldsmönnum sem ég taldi fyrirtækjaeigendur undantekningarlaust vera í den tid. Síður en svo. Við erum allir fjölskyldumenn með ung börn á framfæri, og það er nú ekki auðveldara en svo hér í þessu nýríka landi að við erum allir í fullri vinnu annarsstaðar til að framfleyta okkur.
Því fer það mjög í taugarnar á mér þegar ég heyri vinstri menn 21.aldarinnar; Vinstri-græna, tala um fyrirtæki með sama hætti og kommúnistar gerðu forðum. Hafa menn virkilega ekki vaxið upp úr þeirri vitleysu? Auðvitað eru til fyrirtæki og fyrirtækjaeigendur sem græða á tá og fingri og gætu hæglega borgað meira til samfélagsins, og víst er að margt þetta fólk svíkur undan skatti og svínar á náunganum í leiðinni, en það breytir því ekki að fullt af fólki fer einungis út í fyrirtækjarekstur til að sjá sér og sínum farborða. VG-liðar virðast engu skeyta um slíkt heldur setja öll fyrirtæki undir sama hattinn.
VG hefur það á stefnuskrá sinni að hækka skatta á fyrirtæki, hvaða nafni sem þau nefnast, og jafnvel á einstaklinga líka. Það er eitt af því sem gerir mér erfitt um vik að kjósa þann annars ágæta flokk.
Sjálfstæðisflokkur bætir við sig tveimur þingmönnum í Suðurkjördæmi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2007 | 15:26 (breytt 6.7.2008 kl. 00:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég held að tímasetning skipti stóru máli í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Þessvegna finnst mér það til marks um seinheppni Samfylkingarinnar að hafa sett Evrópumálin á oddinn fyrir síðustu kosningar, þegar enginn nennti að pæla í svoleiðis hlutum, en sett ESB aðild í salt fyrir þessar kosningar þegar greinilegt er að meirihluti þjóðarinnar virðist þeirrar skoðunar að fyrr eða síðar munum við ganga Evrópusambandinu á hönd. Hvað sem tautar eða raular. Því þá ekki að gera það strax?
Ekki nóg með að fólk sé tilbúið til að hugsa slíka hugsun til enda um þessar mundir heldur held ég líka að alveg burtséð frá því hvort það er skynsamlegt eða ekki að ganga í ESB á þessum tímapunkti sé fremur auðvelt að telja fólki trú um að hagsmunum okkar sé betur borgið í ESB en utan þess. Til að mynda get ég sjálfur alveg ímyndað mér að hlutir sem fara mjög í taugarnar á mér um þessar mundir s.s. óstöðugleiki krónunnar, hátt vaxtastig, sukkið á bönkunum, stimpil- og lántökugjöld, verðtrygging og þessháttar ófögnuður hverfi eins og dögg fyrir sólu þegar inn í ESB verður komið. Hver vill ekki taka húsnæðislán í Deutsche Bank með 3% vöxtum, án verðtryggingar og stimpilgjalda og án milligöngu íslensku bankanna? Nú veit ég svosem ekkert um það hvort það verður hægt ef við göngum í ESB, en mér finnst það ekki ótrúlegt. Það er í það minnsta mín tilfinning.
Ég leyfi mér nefnilega að fullyrða að stór hluti kjósenda fer eftir tilfinningunni einni saman. Hvaða tilfinningu þeir hafa fyrir þessum eða hinum frambjóðandanum eða þessu eða hinu kosningamálinu. Það fólk sem setur sig inní hvert einasta mál sem það telur að skipti máli og tekur ákvörðun um hver hreppir atkvæði þess á grundvelli slíkrar yfirlegu er að ég held í miklum minnihluta. Ég leyfi mér ennfremur að fullyrða að ekki nokkur einasti maður getur sagt til um hvort rétt eða rangt sé að Ísland gangi í Evrópusambandið. Það er ekki fyrir nokkurn lifandi mann að setja sig inní alla þá hluti sem þar spila inní þannig að á endanum mun tilfinningin ein ráða.
Í því sambandi bendi ég á að sá mæti maður Hjörleifur Guttormsson var eini íslenski stjórnmálamaðurinn sem las EES samninginn og allt það sem honum tilheyrði á sínum tíma, og fyrir það bar ég mikla virðingu fyrir honum. Að þeim yfirlestri loknum tók hann síðan þá ákvörðun að greiða atkvæði gegn inngöngu Íslands í EES, en nú rúmum 10 árum síðar virðast allir stjórnmálamenn sammála um að inngangan í EES hafi verið gæfuspor hið mesta. Þannig að það er greinilega ekki nóg að vera duglegur að lesa
Ef ég stjórnaði kosningabaráttu Samfylkingarinnar myndi ég setja ESB á oddinn, það er altént mín tilfinning að fólk sé opið og móttækilegt fyrir slíkum vangaveltum og Samfylkingin myndi hala inn talsvert af atkvæðum þeirra kjósenda sem enn eru óákveðnir, sem eru í grófum dráttum svo að segja allir nema þau tæpu 40% sem alltaf kjósa Sjálfstæðisflokkinn.
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins kjósa flokkinn vegna þess að þeir trúa því að hann sé fullkominn. Fylgi flokksins er yfirleitt mjög stöðugt og kjósendur virðast trúa og treysta flokksforystunni í algjörri blindni, líkt og tíðkast í sértrúarsöfnuðum. Höfuðstöðvar flokksins prýða flennistórar myndir af fyrrverandi og núverandi foringjum flokksins, líkt og var í Sovét forðum og allir trúa því að þeir séu mestir og bestir og engum dettur í hug að til sé grænna gras. Aðrir kjósendur fara ýmist eftir skynsemi sinni eða tilfinningu.
Flestir telja að Ísland verði komið í ESB árið 2050 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 17.4.2007 | 18:19 (breytt 6.7.2008 kl. 00:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar