Færsluflokkur: Enski boltinn
...vann sætan sigur á Arsenal í kvöld, og mætir Chelsea í undanúrslitum meistaradeildarinnar. Ég velti því fyrir mér hvað spekingarnir sem hafa lítið gert annað í vetur en að hallmæla Liverpool liðinu og mæra Arsenal segja núna. Tala nú ekki um ef svo fer að Liverpool vinnur meistaradeildina - ekki er Arsenal að fara að vinna neitt!
Annars eiga liðin hrós skilið fyrir góða skemmtun síðustu 7 daga, þetta voru allt hörkuleikir og á köflum spiluðu bæði lið flottan fótbolta.
Og talandi um flottan fótbolta. Ég sá athyglisverða grein á www.Kop.is um "skemmtilega Arsenal og leiðinlega Liverpool", en sá söngur hefur verið óvenju hávær í vetur. Í greininni er bent á nokkrar tölulegar staðreyndir, t.d. að Liverpool hefur skorað fleiri mörk í vetur en Arsenal, meðalaldur þessa bráðunga liðs Arsenal, sem Arsene Wenger segist endalaust vera að byggja upp er svipaður og Liverpool liðsins og svo sá punktur sem mér fannst einna merkilegastur: Á þeim tíma sem Wenger hefur verið með Arsenal hefur liðið fengið fleiri gul og rauð spjöld en nokkuð annað lið í Úrvalsdeildinni! Samt gerir hann varla annað en að væla yfir því hvað hin liðin eru gróf, og hvað allir eru vondir við unglingana sem hann er að byggja upp!
Wenger á reyndar hrós skilið fyrir að breyta Arsenal úr einu alleiðinlegasta fótboltaliði veraldar yfir í léttleikandi og á köflum skemmtilegt lið, það ætla ég ekki að taka af honum. En það breytir því ekki að nú stefnir í sjöunda titlalausa tímabil hans - af ellefu alls! Það er nú ekkert sérstakt .
Enski boltinn | 9.4.2008 | 00:29 (breytt 5.7.2008 kl. 23:34) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Það er hálf súrt að halda með Liverpool þessa dagana. Ekki vegna þess að það gangi eitthvað óskaplega illa hjá liðinu, heldur fyrst og fremst vegna andans sem virðist ríkja í herbúðum félagsins.
Í gær mátti lesa á netmiðlum að eigendur félagsins hefðu rætt við Jurgen Klinsmann um að taka við félaginu færi svo að Rafael Benites hætti, eins og það var orðað, og það finnst mér enn eitt dæmi um óeðlilega framkomu eigenda félagsins í garð framkvæmdastjórans - sem hefur að mínu mati gert heilmikið fyrir félagið og er fullfær um að koma því í allra fremstu röð fái hann til þess frið. En friðinn virðist hann ekki ætla að fá, því miður.
Ég held að það hljóti að vera eitthvað að hjá félagi sem er svona á tauginni alla daga. Auðvitað mætti ganga betur en það er nú ekki eins og himinn og jörð séu að farast! Við erum enn með í meistaradeildinni og bikarkeppninni og í deildinni erum við í 4.sæti, höfum tapað 9 stigum meira en toppliðið. Það er þriggja leikja sveifla, það eru nú öll ósköpin!
Oftast nær taka toppliðin út slæman kafla einhverntíma á tímabilinu og ég leyfi mér að vona að sá kafli sé nú búinn hjá okkur, en ekki toppliðunum þremur. Deildin vinnst oftast á 80-90 stigum og við getum enn náð því, að því gefnu að slæmi kaflinn sé nú að baki. Það er heldur ekkert óalgengt að meistaraliðin tapi 4-6 leikjum, við höfum tapað tveimur. Að vísu eru jafnteflin orðin allt of mörg, en það er algjör óþarfi að fara á límingunum yfir gengi liðsins. Það er á algjörlega réttri leið, liðið spilar mun skemmtilegri fótbolta en undanfarin ár og við erum komnir með heimsklassa striker í Fernando Torres. Leiðin liggur bara upp á við - ekki spurning! Nú þarf bara að rétta úr sér og hætta að væla!
Þessi hræðilegi kafli liðsins er ekkert til að missa svefn yfir og þessvegna finnst mér sorglegt að sjá hversu taugaóstyrkur Benites er orðinn. Hann er farinn að minna óþægilega á Houllier kallinn, fer í vörn þegar fréttamenn þjarma að honum o.s.frv. Það finnst mér benda til þess að eitthvað sé að hjá klúbbnum. Má ég líka rifja það upp að Houllier kallinn kom Lyon í fremstu röð í Evrópu eftir að hann hrökklaðist frá Liverpool, þannig að honum var klárlega ekki alls varnað þó honum gengi illa með Liverpool liðið. Líklega þarf Jóhann Ingi bara að taka það að sér að berja sjálfstraustið í klúbbinn á ný .
Auðvitað hefði ég ekkert á móti því að sjá Jurgen Klinsmann, Jose Mourinho eða einhvern álíka töffara taka við liðinu, og líklega er staða Benites orðin það erfið eftir það sem á undan er gengið í samskiptum hans og eigenda liðsins að hann mun ekki ná að berja í liðið þann þrótt sem upp á vantar til að allt smelli saman, en það segi ég alveg satt að mér þætti mikið vænna um að liðið yrði enskur meistari undir stjórn Benites en t.a.m. Mourinho.
Ekki það að ég sé einhver sérstakur aðdáandi Benites, finnst hann raunar oft stórundarlegur ef út í það er farið, en mér finnst einfaldlega óþolandi að fylgjast með þeirri móðursýki og taugaveiklun sem virðist ríkja á Anfield. Afhverju í ósköpunum þurfum við að vera með bakið upp við vegg í bullandi vörn eins og staða liðsins er í dag? Staðreyndin er sú að liðið er eitt það besta í heiminum á góðum degi, en góðu dagarnir eru enn sem komið er ekki nægilega margir. Það skrifa ég eingöngu á of lítið sjálftrausts félagsins í heild sinni.
Í þessu sambandi hefur oft verið litið til Manchester United og áranna sem Alex Ferguson hefur verið þar við stjórnvölinn. Man U. missti ekki trúna á að kallinum tækist að koma klúbbnum í fremstu röð, eftir mörg mögur ár, jafnvel þó liðið endaði í 11. sæti þriðja tímabilið sem hann stjórnaði því og í því þrettánda tímabilið þar á eftir! Það var síðan ekki fyrr en á 6.tímabilinu sem honum tókst loks að gera liðið að meisturum. Og þá var ekki aftur snúið.
Benites er nú á sínu fjórða tímabili með Liverpool. Í fyrra endaði liðið í þriðja sæti í deildinni og komst í úrslit meistaradeildarinnar. Er það svo ömurlegur árangur að réttlætanlegt sé að kalla eftir afsögn framkvæmdastjórans? Stjóra sem hefur á sínum stutta ferli með liðið landað evrópumeistaratitli, enskum bikar og stórbikar Evrópu?
Lið á borð við Liverpool á að bera sig betur.
Enski boltinn | 15.1.2008 | 00:38 (breytt 5.7.2008 kl. 23:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég þarf nú að fá frekari skýringar með þessari frétt. Ef þessi nýtilkomna kostun verður til þess að áskriftarverðið lækki frá því sem nú er þá kannski skoðar maður málin aðeins, en ef þetta hagstæða verð sem Ari talar um er 4300 kallinn sem allir vita að er 70-80% hækkun frá því sem Skjárinn rukkaði fyrir boltann s.l. vetur þá hef ég endanlega fengið nóg af þessu batteríi.
Ef 365 miðlar ætla virkilega að halda þessari vitleysu til streitu, þ.e. að halda því fram að verð á enska boltanum hafi ekki hækkað umtalsvert milli ára, þá skila ég myndlyklinum og segi um leið upp öllum stöðvum félagsins og áskriftinni hjá Vodafone líka! Ég vona innilega að ég verði ekki einn um það.
Mér flökrar við þessu bulli .
Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | 12.8.2007 | 00:01 (breytt 6.7.2008 kl. 00:10) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Pétur Pétursson framkvæmdastjóri tekjusviðs 365 miðla sagði í viðtali á Stöð 2 fyrr í kvöld að það væri af og frá að áskriftarverð á enska boltanum hefði hækkað umtalsvert milli ára!
Þetta er afar athyglisverð fullyrðing, í ljósi þess að Skjárinn bauð uppá enska boltann í fyrravetur fyrir 2500 kall á mánuði en á Sýn 2 kemur pakkinn til með að kosta 4390 krónur! Hvernig u.þ.b. 75% hækkun milli ára getur ekki talist umtalsverð er mér alveg fyrirmunað að skilja!
Helstu rök Péturs fyrir reikningskúnstunum eru þau að hækkunin hjá þeim sem borga áskrift að Stöð 2 og Sýn til viðbótar við þessa nýju stöð, Sýn 2, muni einungis verða um 10-15%, og því sé aðeins í undantekningartilvikum um hækkun sem orð sé á gerandi að ræða .
Mér er bara alveg skítsama (fyrirgefið orðbragðið) hvaða pakkar eru í boði fyrir trygga áskrifendur 365 miðla. Ég var reyndar lengi vel í þeirra hópi, en gafst uppá Lögregluhundinum Rex og fleira "úrvalsefni" sem Stöð 2 bauð uppá fyrir 5000 kall á mánuði . Staðreyndin er sú að ég gat keypt enska boltann hjá Skjánum (gerði það reyndar ekki) á 2500 s.l. vetur, án skuldbindinga. Ef ég kaupi sama pakka, án skuldbindinga, hjá 365 kostar hann 4390. Þannig lítur dæmið einfaldlega út og ég fæ ekki séð hverslags undantekningartilvik það er .
Ef hangilæri í Hagkaupum er verðlagt á 5000 kall þá kostar það 5000 kall. Sé hinsvegar hægt að fá það helmingi ódýrara með því að kaupa að auki 30 rúllur af klósettpappír og 2 sígarettupakka, þá er þar um einhverskonar frávik að ræða. Eða hvað?
Enski boltinn | 24.7.2007 | 01:44 (breytt 6.7.2008 kl. 00:12) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar