Þróunarstarf í menningarmálum?

Ég fékk mjög snemma áhuga fyrir menningarmálum enda talsvert um listsköpun á æskuheimili mínu og listamenn af ýmsu tagi þar tíðir gestir. Einhvernveginn eins og ósjálfrátt hef ég æ síðan viljað blómlegt menningar- og listalíf í öllum sveitum og talið það öllum til hagsbóta. En það er bara alls ekki sama hvernig að málum er staðið. 

Ég tel t.d. samning á borð við þennan algjörlega tilefnislausan og ekki til neins ætlaðan en að upphefja Sjálfstæðismenn hér í kjördæminu rétt fyrir kosningar. Mér er allavega mjög til efs að þessi svokallaði Menningarsamningur Suðurlands sé vel og vendilega ígrundaður og því finnst mér algjörlega ótímabært að merkja þessum málaflokki svo mikla peninga áður en grundvallarspurningum í menningarmálum er svarað.

Eins og t.d. þeirri stóru spurningu, hvað er menning? Sjálfur starfa ég t.d. að hluta til við listgrein, ef ég hef þá rétt til að nota slíkt orð yfir mína iðju, sem víðast hvar í kerfinu flokkast vart undir menningu. Lágmenningu í besta falli. Þó er það svo að popptónlist er oftast aðalkveikja þess að börn og unglingar leggja fyrir sig hljóðfæraleik, hvort heldur sem þeir á endanum leggja fyrir sig popp eða klassík, svo gripið sé til hefðbundinna skilgreininga. Í því samhengi vil ég nefna að á það hefur verið bent að ungmennum sem stunda tónlistarnám gengur betur í almennu námi en þeim sem ekki leggja slíkt fyrir sig, svo fátt eitt sé nefnt, og því er það með tónlist líkt og íþróttir að forvarnargildið er umtalsvert.

Hvað er t.d. átt við með þessari setningu: Ráðið hefur meðal annars það hlutverk að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum? Þróunarstarf í menningu já.....hvað skyldi það vera. Ætli höfundar plaggsins geti skýrt það nánar?

Nánar síðar.

 


mbl.is Menningarsamningur fyrir Suðurland undirritaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Þóroddsson

þetta heitir að kaupa atkvæði.....mjög ómerkilegt hjá þeim. Fyndið hvað þeir opinbera sig alltaf þegar þeir fara að tala um menningarmál.

Þróunarstarf í menningu......vááá

Tómas Þóroddsson, 2.5.2007 kl. 23:19

2 Smámynd: Hjalti Árnason

Ég er alveg sammála Tomma nema að hann gleymdi kannski því að við höfum kannski heyrt þetta áður...

Ef einhver vill vinna við þróunarstörf í menningu - komið til noregs. Hér vantar virkilega hjálp! 

Hjalti Árnason, 3.5.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband