Alveg að fá nóg af þessu........

Það er svosem að æra óstöðugan að velta sér áfram upp úr þessu máli. Ég hef lýst þeirri skoðun minni hér á síðunni að í sporum Jónínu hefði ég svo sannarlega beitt mínum áhrifum til að hjálpa tengdadóttur minni, en það er önnur saga og sýnir líklega einungis hvað ég er miklu spilltari en Jónína. Ég ætla heldur ekki að taka neina afstöðu í þessu máli, í fyrsta lagi skiptir afstaða mín ekki nokkru einasta máli, í öðru lagi þekki ég málavöxtu ekki nægjanlega og í þriðja lagi er ég orðinn leiður á því! Ég þjáist nefnilega af sama fréttaúthaldsleysinu og þorri landsmanna, en það er líklega það sem gerir það öðru fremur að verkum að hér á landi tíðkast það ekki að ráðamenn þurfi að taka afleiðingum gjörða sinna.

En hvað sem öllum málavöxtum líður finnst mér hins vegar með ólíkindum að Jónína, sem og aðrir framsóknarmenn, skuli taka það eins óstinnt upp og raun ber vitni að um þetta mál sé fjallað. Mér finnst þetta svar Þórhalls efnislega mjög gott, og er honum hjartanlega sammála um að það var full ástæða til að kanna þetta mál og fjalla um það. Ráðherrar í ríkisstjórn eru að sjálfsögðu ekki yfir gagnrýni hafnir og hljóta að verða að þola að um þá, og mál sem þeim tengjast, sé fjallað í fjölmiðlum.


mbl.is Kastljós svarar Jónínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband