Hvergerðingar ath.

Við félagarnir í Á móti sól spilum á Players, Kópavogi, laugardaginn 19.apríl n.k. og það er gaman að segja frá því að við ætlum að hafa smá "Hveragerðisþema". Frekari dagskrá verður auglýst síðar, en það er hugsanlegt að einhverjir heimsfrægir Hvergerðingar komi fram með okkur. Svo er aldrei að vita nema Kristján Jónsson verði með sætaferðir.

Við erum að kanna möguleika á því að stofna til vinabæjasambands við Kópavog, nánar um það síðar.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Er semsagt útilokað að ég komist inn, bara Hvergerðingar og allir nema Selfysingar.

Eiríkur Harðarson, 7.4.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Hef heyrt því fleygt að Players vilji vera vinir Hveragerðis

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 7.4.2008 kl. 17:05

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Eiríkur: Þú ert auðvitað velkominn, eins og allir aðrir landsmenn. Og þú þarft ekki að hafa áhyggjur, það verður ekki yfirfullt af hvergerðingum. Til þess eru þeir ekki nógu margir

Hulda: Það er hægt að eignast verri vini

Heimir Eyvindarson, 7.4.2008 kl. 18:40

4 identicon

Þá viljum við að Hitakútur fái líka að spila:)

Þ.e.a.s. ef við spilum ekki á hjónaballi í Brautarholti sama kvöld, sem er allt eins líklegt. Kemur í ljós.

svar óskast... þið eruð með númerið hjá Begga:)

Við hættum ekki að bögga ykkur fyrr en við fáum þetta í gegn, þið munið ekki sjá eftir því:)

Grjóni (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband