Mig langar að segja ykkur eina litla sögu. Þannig er að næst komandi laugardagskvöld leikur hljómsveitin Á móti sól á stórdansleik í samkomuhúsinu í Sandgerði, en dansleikurinn er liður í Sandgerðisdögum sem er árleg bæjarhátíð Sandgerðinga og nærsveitunga.
Það er í sjálfu sér ekki í frásögur færandi, en hitt er ansi merkilegt að það var einmitt í samkomuhúsi Sandgerðinga sem hljómsveitin Á móti sól steig sín fyrstu skref á sveitaballamarkaðnum, í marsmánuði 1996. Þessu hyggjumst við fagna á alla mögulega vegu.
Fyrsta ballið er stór áfangi í sögu hverrar hljómsveitar og oft getur verið erfitt að komast að í hinum harða heimi sem skemmtanabransinn á Íslandi getur verið. Misjafnt er hvaða leiðir eru hljómsveitum færar þegar þær telja sig vera tilbúnar til að stíga fyrstu skrefin, og eins er misjafnt hvaða aðferðum hljómsveitir beita til að koma sér á framfæri.
Og þá er loks komið að sögunni sem ég lofaði í upphafi. Í okkar tilfelli var þeim bellibrögðum beitt að ég hringdi heldur mannalegur í ýmis vertshús víðsvegar um landið og bauð fram þjónustu sveitarinnar, með þeim formerkjum að um vel þekkta og reynda sveitaballasveit væri að ræða. Sem var náttúrlega helber lygi! Nokkrir bitu á agnið og fyrstur til þess var viðkunnanlegur vert í Sandgerði, sem réði hljómsveitina á ball í Samkomuhúsi bæjarins. Á undan ballinu stóð hann fyrir tísku- og hárgreiðslusýningu og eflaust var fyrst og fremst því að þakka að ballið var sæmilega sótt. Í það minnsta var ekki hægt að þakka vinsældum hljómsveitarinnar það, enda sveitin með öllu óþekkt og óreynd. Ballið gekk þó sæmilega, uppistaðan á efnisskránni voru bítlalög og aðrir slagarar úr söngbókum og nokkuð var um endurtekningar.
Þar með er þessi litla lygi opinberuð. Vertinn góði er að sjálfsögðu boðinn á ball, það er nú það minnsta sem við getum gert fyrir hann .
Flokkur: Bloggar | 27.8.2008 | 13:31 (breytt kl. 14:22) | Facebook
Tónlistarspilari
Færsluflokkar
Tenglar
Hótel
- Hotel Club
- Trip Advisor Umsagnir um hótel o.fl.
- Totalstay Oft góð tilboð
- GTA Hotels Oft góð tilboð
Eitt og annað
Ýmislegt
- Íslenska Beygingar o.þ.h.
- Deacon Blue
- You Tube
Það sem skiptir máli
- KHÍ
- U2
- Madness Þeir eru enn að!
- Liverpool Opinber síða félagsins
- Liverpool Liverpool klúbburinn á Íslandi
- Á móti sól
Flugfélög
Ferðalög o.þ.h.
- British Airways Flug til London Gatwick
- SAS Flug til Osló og Stokkhólms
- Icelandair
- Iceland Express
- German Wings Flug til Kölnar/Bonn o.fl.
England
Ferðalög o.þ.h.
- Flugvellir Flugvellir í Bretlandi
- Eurostar Hraðlest til Parísar og Brussel
- Virgin Trains Lestir út á land
- The Tube Lestarkerfið í London
- London Town London
- Map 24 Vegvísun um allan heim
- Ticketmaster Miðar á tónleika o.fl.
- St.Giles Hotel Frábær staðsetning - ágætt hótel
- Late Rooms Tilboð á gistingu
- Travel Inn Traust og fjölskylduvæn hótelkeðja
Danmörk
Ferðalög o.þ.h.
- Veðrið Veðrið í DK fyrr og nú, eftir svæðum
- Alt om Köbenhavn Allt um Köben
- Min reklame Tilboð frá verslunum
- Krak Vegvísun, kort o.fl.
- Dansk Autorent Ódýr bílaleiga
- Gisting á tilboði Hótel í Danmörku - Tilboð dagsins
- Dancenter Sumarhús í Danmörku og víðar
- Sol og Strand Sumarhús í Danmörku og víðar
- Dansommer Sumarhús í Danmörku og víðar
- Novasol Sumarhús í Danmörku og víðar
- Italiano Skemmtilegur ressi í Köben
Bloggvinir
- nkosi
- ansiva
- atlifannar
- skarfur
- agustolafur
- amotisol
- baldurkr
- bbking
- bjarnihardar
- brandurj
- gattin
- binnag
- bryndisvald
- brynja
- bestfyrir
- daxarinn
- ebbaloa
- austurlandaegill
- eirag
- hjolagarpur
- ellasprella
- eythora
- ea
- fjarki
- gesturgudjonsson
- dullari
- gretar-petur
- gudni-is
- gudbjorng
- hugs
- gummigisla
- gummisteingrims
- bitill
- gunnarfreyr
- nesirokk
- rattati
- hehau
- hermannol
- krakkarnir
- nabbi69
- swiss
- 810
- ingimundur
- ingvarvalgeirs
- jakobsmagg
- presley
- katrinsnaeholm
- buddha
- larahanna
- maggib
- magnusvignir
- jabbi
- palmig
- rungis
- snorris
- slembra
- lehamzdr
- svanurg
- sverrir
- saedis
- tinnhildur
- tommi
- postdoc
- doddilitli
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einhverstaðar verður allt fyrst
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.8.2008 kl. 21:56
Góð lygi er gulli (og silfri) betri. Það hef ég alltaf sagt.
Soffía Valdimarsdóttir, 27.8.2008 kl. 22:01
http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=317905
Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 27.8.2008 kl. 22:08
Já, fyrsta ballið er einatt bókað með þeim orðum að bandið sé alvant og búið að spila úti um allt...
Ingvar Valgeirsson, 27.8.2008 kl. 23:06
Við stóðum okkur nú samt nokkuð vel og mig minnir að REM slagarar hafi slegið í gegn og tískusýningin var nú ekkert slor að vísu fékk Þórir aðeins meira út úr henni en við hinir þegar hann opnaði vitlausa hurð
Sæmi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 14:16
Ég leyfi mér að efast um að það hafi verið óvart...
:)
Ingvar Valgeirsson, 30.8.2008 kl. 14:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.