Slagorð dagsins 1

Í dag hefur göngu sína nýr dagskrárliður hér á síðunni, en það er slagorð dagsins.

Íslensk fyrirtæki leggja mikið upp úr slagorðum, sum eru góð; Homeblest - gott báðum megin, Lambakjöt á diskinn minn og Virkjum Bessastaði Wink - svo dæmi séu tekin.

Önnur eru verri. T.d. Unik - kostar ekkert nema almenna skynsemi og Ein ferð, betra verð!

Slagorð dagsins er að mig minnir úr smiðju Einars Bárðarsonar:

Þar sem leitin byrjar og endar.

Það er kannski vert að spyrja hvort einhver man hvaða staður notaði þetta slagorð á sínum tíma?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðsetur hjálparsveita um landa allt. Hjálparsveit skáta skaffar dótið (hér hefði einhver grínarinn skipt út t-i fyrir pé). Hjálparsveitirnar þar sem leitin byrjar og endar. Eða frá vöggu til göngu...

Sævar (IP-tala skráð) 18.9.2008 kl. 20:52

2 Smámynd: Emil Hannes Valgeirsson

„Virkjum Bessastaði“ - kannski eru Bessastaðir álitlegur virkjanakostur?

Annars gæti „Þar sem leitin byrjar og endar“ átt við leit.is - bara ágiskun.

Emil Hannes Valgeirsson, 18.9.2008 kl. 21:39

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já Emil, það gæti vel átt við. En er ekki rétt ágiskun.

Ég er reyndar hissa á því að Sævar skyldi ekki ramba á þetta, þ.e. ef þetta er sá Sævar sem ég þekki. Málið er honum jú nokkuð skylt - jafnvel ljúft og skylt .

Heimir Eyvindarson, 19.9.2008 kl. 00:02

4 identicon

Þetta mun vera Gjáin....en lang lang besta slagorðið er UHU-Heldur betur

maggitoka (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 02:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband