Davíð Oddsson

...fór mikinn í Íslandi í dag áðan.

Það er hreinlega hjákátlegt að heyra hann, og Geir líka, stagast í sífellu á því að efnahagsvandinn sé ekki heimatilbúinn! Gott og vel. Það kreppir víðar að, við skulum ekki gera lítið úr því, en það er algjör lítilsvirðing við almenning í landinu að segja að við höfum ekkert haft með það að gera hvernig staðan er.

Hverjir hleyptu bönkunum inná fasteignamarkaðinn?

Hverjir settu krónuna á flot fyrir 7 árum?

Hverjir skelltu skollaeyrum við aðvörunum erlendis frá?......og svo mætti lengi telja.......

Voru það ekki við?

Við þurftum enga utanaðkomandi hjálp við að sukka frá okkur ráð og rænu, það er bláköld staðreynd málsins.

Það er líka staðreynd að ef t.d. Davíð hefði ekki staðið í vegi fyrir því að umræða um ESB og upptöku evru hefði fengið eðlilega meðferð á Alþingi í hans valdatíð væri staða okkar talsvert betri. Þessvegna er afskaplega þreytandi að heyra þá kumpána sífellt blöðruselast eitthvað út í loftið með það að lýðskrumarar haldi því fram að evran sé töfralausn. Að einhverjir hálfvitar séu sýknt og heilagt að halda því fram að við eigum bara að stökkva í ESB og þá reddist allt!

Afsakiði meðan að ég æli, en ég hef ekki heyrt nokkurn einasta mann halda slíkum þvættingi fram.

Hinsvegar hafa margir bent á þá staðreynd að ef við hefðum borið gæfu til að leggja krónunni og taka upp evru áður en þetta ástand skapaðist á heimsmarkaði væri staða okkar allt önnur. Það er afskaplega einfalt reikningsdæmi, sem óþarfi er að snúa út úr. Ekki hefur evran fallið um tæp 40% frá áramótum, svo mikið er víst.

Það hefur krónan hinsvegar gert og það hlýtur að vera leyfilegt að tala um það án þess að gamla, grautfúla bláa höndin skjótist á loft.  


mbl.is Davíð segir að krónan muni ná sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Þetta er mantra sem leiðtogar allra sukkþjóðanna kyrja um þessar mundir. Þeir kumpánar hafa greinilega ekki þurft annað en að þíða eina af ræðunum hans Browns hér í Bretlandi.  Þetta er allt olíuverði og hærra heimsmarkaðsverði á matvörum að kenna. Og svo horfir maður á nefið á þeim lengjast...

Svanur Gísli Þorkelsson, 19.9.2008 kl. 00:25

3 Smámynd: Heimir Tómasson

Ja, á meðan ég þarf að senda pening heim hérna frá USA þá kvarta ég ekki....

En annars er margt til í þessu hjá þér.

Heimir Tómasson, 19.9.2008 kl. 02:52

4 identicon

Nákvæmlega Heimir. Ég var einmitt að blogga um krónuna og reynslu mína af notkun hennar í útlöndum - Arrrgggg!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 14:50

5 identicon

Svona á þetta bara að vera Heimir.   Svona virkar lýðræðið í dag.

Við kjósum á 4 ára fresti, og í 45 mánuði er hægt að troða hverju sem er ofan í kokið á okkur, og hinir 3 fara í að mýkja okkur upp aftur, dreifa athyglinni og við steingleymum hvað var að gerast.   Þap er líklega til svona "Men In Black" apparat í valhöll.

Það er nú snjallt hjá Herr Harde að læðast með veggjum þessar vikurnar.    Hann náði á undarlegan hátt að dansa í kring um spurningu Egils Helgasonar, um hversu snjallt það væri að fara í mál við ljósmæður, í miðri kjaradeilur við þær. 

 "Þeim var stefnt fyrir löngu síðan þ.e. í Júlí og það var fyrst verið að taka stefnuna fyrir núna.  Næsta spurning".   Svona á þetta bara að vera.

Þessi flokkur er búin að "planta" nokkrum góðum já-mönnum, þar sem þurfa þykir.  T.d. eru allt í einu stór hópur landsmanna farin að trúa því að Árni Matt sé sunnlennskur sveitadrengur.   Hann sprautaði nokkrar beljur í uppsveitum, á námsárunum!!!??? 

Og Björn Bjarnason ætlar engan endi að taka.   Allveg makalaust rugl með sýslumanns embættið á Keflavíkurflugvelli.   Lagalega rétt, ef grafnar eru upp smásálarlegar klásúlur.   Hvað með "svona gerir maður ekki".   Er það ekki til lengur.   Reyndar virðast öll sýslumanns embættin vera í kverkataki.   Á ekki að segja upp 6 löggum hér á selfossi, um áramótin??      Á endanum verður eingöngu hægt að leita til lögreglunar ef maður er í brasi með bréfaklemmur og heftara!!   Það rétt næst að manna símavörsluna.

Það næst auðvitað að spara risaupphæðir með svona snilldarleikjum.   Þá þurfum við ekkert á þessari evru að halda.

Þau Geir, Þorgerður, Björn og Árni skipta hvert öðru inná og útaf eftir hentugleikum, eins lengi og þurfa þykir.   Og svo líður okkur undarlega í kokinu og afturendanum, í nokkrar vikur á eftir.

Við sem héldum að mannleg samskipti yrðu með "eðlilegu" móti, eftir að Dabbi hvarf til annara starfa,...............................................   Handbragð hans verður í nokkrar kynslóðir að dofna.

Yfir og út.

Golli.

Golli (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 00:46

6 Smámynd: Heimir Eyvindarson

........ ef maður er í brasi með bréfaklemmur og heftara!!  

Snilld

Heimir Eyvindarson, 28.9.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband