Stefna Sjálfstæðisflokksins

Bjarni Benediktsson lét hafa það eftir sér í Silfri Egils í dag að jafnvel þótt atburðarásin í máli Björns Bjarnasonar og Jóhanns R. Benediktssonar hefði verið óvænt (hvað svo sem það nú þýðir) þá gæfi þetta mál Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að sýna sinn helsta styrk: Að standa saman um stefnu Björns í þessu máli!

Þarna er flokknum rétt lýst. Menn standa saman, hversu vitlausan málstað sem þeir hafa að verja.

Árni Johnsen var kjörinn aftur á þing, Björn Bjarnason var gerður að ráðherra þrátt fyrir met í útstrikunum, Fylgi flokksins í Suðurkjördæmi jókst á sama tíma og Árni Mathiesen "fór á kostum" í ljósmæðradeilunni - að maður tali nú ekki um meðan hann reddaði ástandinu í efnahagsmálunumWink. Og svo mætti lengi telja.......

Það getur auðvitað verið kostur að vera góður og einbeittur liðsmaður, en þegar liðið er komið þversum út í skurð á sumardekkjunum þá er nú kannski heldur heimskulegt að halda áfram að spóla. Er það ekki?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Þarna sannast að þótt hundur væri í framboði, þá færi hann inn á þing.

Eiríkur Harðarson, 28.9.2008 kl. 19:44

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Já, ef hann væri í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Heimir Eyvindarson, 28.9.2008 kl. 21:14

3 identicon

Ég var mjög hissa á þessum orðum Bjarna. Ég held að Bjarni hafi eitthvað verið að hugsa um möguleg stólaskipti þarna.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 01:58

4 identicon

Bjarni impraði líka á því hvort það ætti almennt að vera samþykkt að menn keyrðu fram úr fjárlögum/áætlunum, en það er einmitt sú tylliástæða sem notuð hefur verið á Jóa........það var ekki mikið hugsað um að refsa einhverjum embættismanninum í stóra hallærinu með Grímseyjaferjuna.   Sturla og hans fólk fór frísklega fram úr áætlunum þar.  En þetta bíó með Björn verður að fara að taka enda, einn sá alvafasamasti í bransanum í dag!

Rilli (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband