Hressandi dagur

Það hefur margt merkilegt gerst í dag, eins og allir vita, og auðvitað er það sérstakt fagnaðarefni að loks hafi tekist að koma þessari hörmulegu ríkisstjórn frá völdum.

En það er margt annað sem hefur gerst í dag og á undanförnum dögum sem er í senn merkilegt og gleðilegt. Það er t.d. afar hressandi að sjá á bloggsíðum hér og þar, og heyra á  tali fólks, að það eru til Sjálfstæðismenn hér á landi sem taka ekki sjálfkrafa undir hallærislegt yfirklórið í Geir Haarde, Sigurði Kára og fleirum varðandi ástæður endaloka stjórnarinnar, heldur gera sér grein fyrir því að samstarfið var búið að vera lengi í andarslitrunum og einnig því að þar var m.a. um að kenna tregðu Sjálfstæðisflokksins til að gera nauðsynlegar breytingar.

siggibiggi_781549.jpg

Ég verð að segja að þetta þykir mér mikið gleðiefni, því ég get varla sagt að ég hafi áður heyrt Sjálfstæðismenn svo mikið sem viðra þann möguleika að eitthvað geti verið að hjá þeim. Þetta er því mikið batamerki. Það má ekki halda að ég segi þetta af því að ég sé "í liði" með Samfylkingunni og taki því sjálfkrafa afstöðu með henni, hún á auðvitað sinn þátt í þvi hversu vonlaus þessi rikisstjórn var. En á þessari stundu snýst málið bara alls ekki um hver sagði hvað við hvern og hvenær, heldur einfaldlega það að Samfylkingin var fyrri til að átta sig á að ríkisstjórnin var handónýt. Hnýtingar Geirs og Ingibjargar í hvort annað í dag voru hvorugu þeirra til framdráttar og kannski sorgleg sönnun þess hve illa var í raun fyrir samstarfinu komið. Samstarfi sem byrjaði og endaði með kossi Smile.

c_bloggmyndir_einn_a_munninn_781507.jpg

Meðal Sjálfstæðismanna sem mér finnst hafa tekið skynsamlega afstöðu í dag er t.d. bæjarstjórinn okkar, Aldís Hafsteinsdóttir, sem verður nú að teljast "alvöru" Sjálfstæðismaður. Flokkast með helstu foringjum flokksins á landsbyggðinni geri ég ráð fyrir. Hún segir á heimasíðu sinni í dag: Tregða Sjálfstæðismanna til að gera nauðsynlegar breytingar og koma þannig til móts við fólkið í landinu og samstarfsflokkinn stóran hlut í því ástandi sem hér ríkir nú. Ég fagna þessum skrifum Aldísar.

Það er einnig afar hressandi að sjá að nú virðist þjóðin aftur hafa eignast kæna stjórnmálamenn. Það hefur verið skortur á útsjónarsömu fólki í pólitíkinni, nú um allt of langa hríð, og ótrúlega litlaust oft á tíðum að líta yfir hið pólitíska svið. Ég hef t.d. margoft vikið að því hversu afspyrnulélegir mínir menn í Samfylkingunni hafa verið í ímyndarbaráttu sinni. Hreinlega pínlegir á köflum. 

Björgvin G. Sigurðsson sýndi mikla kænsku þegar hann sagði af sér ráðherradómi. Hann vissi auðvitað, geri ég ráð fyrir, að lífdaga stjórnarinnar mætti telja á fingrum annarrar handar og því hljóp hann til og sagði af sér með tilheyrandi fréttamannafári! Stal mómentinu algjörlega og getur kinnroðalaust sagt að hann hafi farið undan með góðu fordæmi og hjálpað til við að losa þjóðina við ríkisstjórn sem enginn vildi halda lifandi, nema nokkrir veruleikafirrtir Sjálfstæðismenn - og kannski Ingibjörg Sólrún.

bjorgving.jpg

Mér fannst þetta mjög klókt hjá Björgvini og það má heldur ekki horfa fram hjá því að þó að hann hafi að einhverra dómi stigið þetta skref of seint, þá gerði hann það þó að minnsta kosti. Og losaði okkur við stjórn FME í leiðinni. Hafi hann ævinlega þökk fyrir það!

Það bera margir ráðherrar fráfarandi stjórnar meiri ábyrgð á ástandinu en Björgvin Guðni, það held ég að öllum sé ljóst, en ég er samt á því að ákvörðun hans um að segja af sér var hárrétt. Rétt og klókSmile.

Annar klókur stjórnmálamaður hefur ruðst inn á sviðið á síðustu dögum. Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, nýr formaður Framsóknarflokksins. Hann hefur sýnt mikla skynsemi í málflutningi sínum, öfugt við flesta framsóknarmenn um allt of langt skeið!

sigmdav.jpg
Það eru t.d. mikil klókindi fólgin í tilboði hans um að veita hugsanlegri minnihlutastjórn Samfylkingar og VG brautargengi, með því að lofa að verja hana falli. Ummæli Sigmundar í dag, að hann teldi að Framsóknarflokkurinn ætti ekki að setjast í ríkisstjórn fyrr en hann hefði endurnýjað umboð sitt í kosningum er vel hugsað ímyndarbragð - alveg frábært útspil.

Fyrir það fyrsta er þetta auðvitað alveg hárrétt hjá Sigmundi, og aukinheldur mjög á skjön við þankagang Framsóknarmanna í gegnum tíðina - sem er afskaplega hressandi. Í öðru lagi er þetta einfaldlega alveg pottþéttur leikur í stöðunni, vegna þess að þetta veitir flokknum tækifæri til að sýna fram á að hann skorist ekki undan ábyrgð, án þess þó að hann verði dreginn til ábyrgðar - ef allt fer nú á versta veg. Tær snilld Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Alveg brakandi ferskt eins og sellerístilkur í blóðugri-Maríu hreinlega.

Og já; Hún Aldís er enginn kjáni og það er eitthvað innanum í sýrupotti Framsóknarmanna - bara veit ekki alveg hvað.

Soffía Valdimarsdóttir, 27.1.2009 kl. 10:11

2 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ég verð nú að segja að mér þykir það ekki mikil fórn að segja af sér ráðherraembætti - en ekki þingmennsku - sárafáum dögum áður en hann hefði verið látinn fara hvort eð er. Stjórnarslitin vissi hann vel um (eins og sjá má á viðtölum) fyrirfram og því nokkuð ljóst að ekki myndi hann halda stólnum.

En þó svo sumir Sjallar væli yfir Samfó núna, þegar allt er um garð gengið, er það síst verra en vælið í Samfó alveg frá því að allt fór endanlega í klessu. Þá bentu þeir svo að segja allir sem einn á samstarfsflokkinn, sem þeir þó höfðu gengið brosandi með fram að því.

Eins má benda á að málefnaágreiningur var enginn - Samfó var löngu hættur að vera jafnaðarflokkur. Þeir bara bentu á hinn flokkinn til að fría sig ábyrgð. Og almenningur gleypti við því.

Ingvar Valgeirsson, 2.2.2009 kl. 15:00

3 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Erum við ekki akkurat sammála um þetta atriði Ingvar? Ég er einmitt að lýsa því að Björgvin vissi sem var að lífdagar stjórnarinnar væru taldir. Þessvegna var þetta klókt hjá honum að ná að baða sig í sviðsljósinu í 1-2 daga, með því að segja af sér. 

Vælið í Samfó og Sjöllunum er álíka hjákátlegt, þar erum við alveg sammála, en munurinn á flokkunum er þó að forysta Samfylkingarinnar brást við kalli hins almenna flokksmanna og sleit þessu handónýta stjórnarsamstarfi - Þó það hefði verið allt of seint. Sjallarnir gerðu ekki neitt, enda kunna þeir ekkert annað en að sitja - eftir 18 ára stjórnarsetu

Heimir Eyvindarson, 3.2.2009 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband