Afhending styrkja

Hljómlistarfélag Hveragerðis er lítill tónlistarklúbbur sem við stofnuðum fyrir u.þ.b. ári síðan, nokkrir tónlistarmenn hér í bænum. Í stjórn félagsins sitja auk mín þeir Kristinn Harðarson, Páll Sveinsson, Sigurður Egilsson, Sævar Helgason og Sölvi Ragnarsson, en við erum allir formenn Smile.

Einu lög félagsins eru á þá lund að enginn formaður þiggur laun fyrir vinnu sína, en hlutverk félagsins er fyrst og fremst að efla og styrkja tónlistarlíf í bæjarfélaginu, sem og að láta gott af sér leiða á sem flestan hátt.

Þeir viðburðir sem félagið kom að, eða stóð fyrir, á síðasta ári voru eftirfarandi: Minningartónleikar um Bergþóru Árnadóttur í tengslum við Blómstrandi daga, styrktartónleikar á Hótel Örk í október s.l., styrktartónleikar í Hveragerðiskirkju á aðventunni og svo að sjálfsögðu Sölvakvöldið.

Fyrir tónlistarflutninginn á Blómstrandi dögum fékk félagið greitt og eins varð í fyrsta sinn hagnaður af Sölvakvöldinu. Því fannst okkur rétt að drífa í að styrkja góð málefni. Við blésum af því tilefni til styrkjahátíðar í Listasafninu þar sem við buðum upp á rammíslenskar veitingar og fallegan söng Hverafuglanna, sem er kór eldri borgara hér í bæ, - og deildum út styrkjum.

Að þessu sinni voru það fjórir aðilar sem fengu styrki.

Hveragerðiskirkja fékk styrk að upphæð 200 þúsund krónur. Upphæðin rennur í sjóð sem kirkjan hefur yfir að ráða og ætlað er að hjálpa fólki í fjárhagskröggum. Nokkuð er um að fólk leiti til kirkjunnar eftir fjárhagslegri aðstoð og ekki ólíklegt að þörfin fyrir slíkt muni aukast enn frekar eftir því sem líður á þennan kreppuvetur.  

Hljómsveitin Hitakútur fékk styrk að upphæð 100 þúsund krónur til að fjármagna upptökur á sinni fyrstu hljómplötu, en drengirnir eru einmitt að leggja lokahönd á gripinn þessa dagana.

Hljómsveitin Húrrígúrrí fékk styrk að upphæð 50.000 krónur til að fjármagna upptökur á eigin efni, en þeir eru að stíga sín fyrstu skref í þeim efnum á næstu vikum.

Þá fékk Grunnskólinn í Hveragerði afhentan DVD spilara af fullkomnustu gerð, ásamt tilheyrandi tengibúnaði. Formenn Hljómlistarfélagsins munu sjálfir sjá um að setja búnaðinn upp í sal skólans, en myndsýningarbúnaður skólans hefur nú um nokkurt skeið verið í ólagi. 

Það er von okkar í Hljómlistarfélaginu að starfsemin verði áfram svo blómleg að við getum gert slíka styrkjaafhendingu að árlegum viðburði.

Takk fyrir okkur Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa eitthvað svona jákvætt á þessum síðustu og verstu. Þetta er fábært hjá ykkur. Það mættu miklu víðar vera svona flottir formenn.......

Inga Lóa (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 08:29

2 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Heimir Eyvindarson, 24.1.2009 kl. 09:52

3 Smámynd: Hulda Bergrós Stefánsdóttir

Glæsilegt, til hamingju með það

Hulda Bergrós Stefánsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:13

4 identicon

Vil enn og aftur þakka fyrir þetta kærlega.

Þetta er svo mikill heiður:)

Takk takk 

Sigurjón (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:58

5 identicon

Húrra fyrir ykkur!!!

Kolla (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 12:29

6 Smámynd: Soffía Valdimarsdóttir

Takk fyrir mig og mína.

Soffía Valdimarsdóttir, 25.1.2009 kl. 20:11

7 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Sömuleiðis

Heimir Eyvindarson, 26.1.2009 kl. 01:19

8 identicon

Frábært framlag og nú er bara að horfa fram á við í átt að blómstrandi sumri og halda áfram að lyfta Hvergerðsku tónlistarlífi á æðra plan

btw. er hægt að fá einkaleyfi á orðinu Hvergerðskt þó það sé í óþjálli kantinum?

Sævar Logi (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 19:51

9 identicon

Stórkostlegt framtak. Til hamingju með þetta Hvergerðingar, Sunnlendingar og aðrir landsmenn.

Mikið erum við Hvergerðingar heppin að eiga ykkur að!

Þið eigið allar þakkir skildar og haldið áfram á sömu braut.

Guðrún Hafsteins. (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 08:57

10 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Takk

Heimir Eyvindarson, 28.1.2009 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband