Getur verið að 10 bestu lögin hafi komist áfram?

Ég er dálítið þreyttur á því hvernig við afgreiðum orðið árlega ófarir okkar í þessari undankeppni. Samsæri, austurblokkin er með þetta, Balkanskagabræðralag o.s.frv. Ég held að við megum ekki detta í svona væl.

Víst eru þessar þjóðir orðnar margar en eru þær ekki partur af Evrópu alveg eins og við? Ég sé ekki að það sé svindl þó fólk af svipuðum menningarsvæðum hafi svipaðan smekk. Hvað megum við segja þegar okkar fulltrúi hvetur okkur til að kjósa norðurlandaþjóðirnar á laugardaginn! Er það ekki sami "glæpurinn"?

Ef málið er að fólkinu sem kaus líkaði betur við lögin 10 sem komust áfram en okkar lag þá er bara akkurat ekkert við því að gera.

Í gær voru 28 þjóðir að keppa, og með fullri virðingu fyrir öllum hlutaðeigandi aðilum þá vorum við með tilþrifalítið lag, vondan texta og fremur óspennandi atriði. Í það minnsta hef ég lítið gaman af því að sjá menn lemja ótengd hljóðfæri til óbóta í beinni Wink. Það eina sem hefði getað fleytt okkur áfram í keppninni var Eiríkur, það var sterkur leikur að fá hann til að syngja lagið, en því miður dugði það ekki til í þetta sinn.

Það gengur bara betur næst. Ekkert væl!


mbl.is Fleiri en Eiríkur ósáttir við svæðaskiptingu í Eurovision
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir með þér ... þoli ekki þetta væl í landanum og fleirum þegar illa gengur. Alltaf þarf að finna ástæðuna annars staðar - þessi tíu lög sem komust áfram áttu það alveg skilið (sjálfur skrifaði ég lista yfir þau tíu lög sem mér fannst best í gær og af þeim lista komust 7 áfram ... nokkuð sáttur).

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.5.2007 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband